Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 38

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 38
„Maðurinn minn dó úr alnæmi árið 1995. Við höfðum verið gift í tíu ár. Þegar hann dó krafð- ist fjölskylda hans þess að ég yfirgæfi heimili mitt. Þeir héldu því fram að húsið og jörðin væri nú þeirra eign. Ég neyddist til þess að flýja að heiman en mér tókst samt að snúa aftur. Ég er heppin af því að ég er skrifuð fyrir landinu mínu og get leigt hluta þess áfram til annarra. Þannig vinn ég fyrir mér. Ég tek þátt í fræðslustarfi um HIV/alnæmi og segi fólki hvernig það geti varist smiti. Við förum um og fræðum fólkið í þorpunum með söng og leikritum. Þó ég sé ekki heilsuhraust hef ég reynt að gera mitt besta til þess að hjálpa öðrum.“ Frásögn Constance Niwagaba frá Úganda á ráðstefnu Oxfam og FAO um eignar- og erfðarétt kvenna í suður- og austurhluta Afríku, sem var haldin í Pretoríu í júní 2003. lög og reglur séu sniðnar að almennum viðmiðunum um mannréttindi, félagsleg og borgaraleg réttindi sem kveðið er á um í öðrum sáttmálum og samþykktum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Aðhald og fræðsla hefur mikið að segja Þessar samþykktir eru grunnurinn sem starf stofnana SÞ og frjálsra félaga- samtaka um allan heim byggist á. Þær eiga einnig að vera grunnur pólit- ískrar stefnumótunar sem er byggð á réttlæti, jafnræði og virðingu fyrir mannréttindum. Eins og allir vita er þó stundum himinn og haf á milli þess sem stjórnvöld segja og samþykkja í félagsskap við önnur fullvalda ríki og þess sem gert er þegar komið er heim af alþjóðlegum ráðstefnum um stöðu kvenna, mannréttindi, umhverfismál, og þannig mætti áfram telja. Því er mjög brýnt að allir sem láta sig réttindi og velferð kvenna varða séu upplýstir um það mikla misrétti sem viðgengst við ráðstöfun lands og beiti sér með öllum ráðum fyrir úrbótum. Aðhald almennings hefur mikið að segja, t.d. með starfi frjálsra félagasamtaka sem halda ríkisstjórnum við efnið. Ekki er síður mikilvægt að fræðsla um hlutskipti kvenna víða um heim verði fastur þáttur í skólagöngu grunnskólabarna. Þannig verður skilningur upprennandi kynslóða aukinn á þeim mikilvægu verkefnum sem bíða í samstarfi ríkra og fátækra landa. Á sérstökum hátíðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna árið 2000 voru svokölluð þúsaldarmarkmið samþykkt af aðildarríkjunum. Þau kveða m.a. á um að minnka sára fátækt um helming fyrir árið 2015 og jafnframt að jafnrétti kynjanna skuli náð. Þetta eru háleit og verðug markmið. Hins vegar er hætt við að lítið verði um árangur ef þessar sömu ríkisstjórnir gera baráttuna gegn fátækt og fyrir fullum mannréttindum kvenna ekki að aðalmarkmiði sínu, jafnt heima fyrir sem og í samstarfi við önnur ríki. Aðeins þannig tekst okkur að rjúfa vítahring fátæktar og misréttis, og stuðla að jafnari skiptingu jarðargæða og auðsins sem orðið hefur til fyrir ólaunað strit kvenna í aldanna rás. Heimildir og ítarefni Málstofa um eignarrétt kvenna: Kynlægt sjónarmið. 3. júní 2003, The Indian Institute of Public Administration, Nýju Dehlí. Women’s Land and Property Rights in Situations of Conflict and Reconstruction. UNIFEM, 2001. www.oxfam.org • www.fao.org • www.unifem.org Þórunn Sveinbjarnardóttir situr í utanríkismálanefnd Alþingis fyrir Samfylkinguna og starfaði fyrir Alþjóðasamband Rauða kross félaga í Tansaníu og Aserbaidjan á árunum 1995-1997. Án formlegra lagalegra réttinda til eignarhalds og arfs eru konur, fátækir smábændur í dreifbýli, víða í Afríku, Asíu og Suður-Ameríku fastar í kerfi aldagamals misréttis sem rænir þær og börn þeirra tækifærinu til að lifa mannsæmandi lífi. Vert er að hafa í huga að hér er aðeins verið að vísa til grunnþarfa hverrar manneskju: að fá nóg að borða og hafa aðgang að hreinu vatni og húsaskjóli. Slíkar aðstæður geta til lengdar aðeins alið af sér eymd og örbirgð, sem gróðrarstía pólitískra átaka og ofbeldis. Í gegnum tíðina hafa ráðstefnur SÞ, t.a.m. kvennaráðstefnan í Peking 1995, ályktað um nauðsyn þess að ríkisstjórnir sjái til þess að öryggi eignarhalds og aðgengis að jarðnæði standi öllum þegnum til boða, konum og körlum. Einnig hefur verið ályktað um nauðsyn þess að Ekki er síður mikilvægt að fræðsla um hlutskipti kvenna víða um heim verði fastur þáttur í skólagöngu grunnskólabarna. Þannig verður skilningur upprenn- andi kynslóða aukinn á þeim mikilvægu verkefnum sem bíða í samstarfi ríkra og fátækra landa. 38

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.