Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 42

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 42
Eitt af þremur megináhersluatriðum UNIFEM ber yfirskriftina konur, ríkisstjórn, friður og öryggi. Jónína Helga Þórólfsdóttir verkefnastjóri fjallar um stöðu kvenna og stúlkna á stríðstím- um, áherslur alþjóðlegra stofnana og ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325. Ég sat nýlega fyrirlestur þar sem áheyrendur voru minntir á að það tíðkaðist á Íslandi fyrir tæpum tvöhundrum árum að drekkja konum fyrir hórdóm og var talað um þetta í því samhengi hve villimannslegt sam- félagið var þá og gekk á mannréttindi kvenna. Margt hefur breyst síðan. Seinna um daginn var ég jafnframt minnt á að einmitt þetta á sér stað víða í heiminum enn í dag, þ.e. vegið er að mannréttindum kvenna og stúlkna. Nánast daglega heyrum við í fréttum frá ódæðisverkum gagnvart konum. Morgunblaðið greindi t.d. frá því 12. ágúst 2004 að samkvæmt mannréttindasamtökunum Human Rights Watch halda stjórnarher Súdans og Janjaweed uppreisnarmenn áfram að nauðga kerfisbundið og ráðast á konur og stúlkur í dreifðum byggðum og litlum bæjum í Darfur- héraði, utan við flóttamannabúðir og bæi. Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, bendir á að hörmungar nútímahernaðar einkennist af því að konur og stúlkur upplifa áföll líkt og aðrir í samfélaginu, eins og hungursneið, farsóttir, fjöldamorð, pyntingar og stríðsátök svo eitthvað sé nefnt. Að auki eru þær skotmark ofbeldis af ýmsu tagi og misnotkunar. Konur og stúlkubörn eru meirihluti flótta- manna, þær eru oft beittar kynferðislegu ofbeldi og hnepptar í kynlífs- þrælkun. Stefnumarkandi ákvarðanir Kvennaráðstefnan í Peking árið 1995 lagði grunninn að framkvæmda- áætlun um jafnrétti kynjanna fyrir næstu árin. Starfsemi UNIFEM mark- ast mikið af ákvörðunum sem þar voru teknar. Á ráðstefnunni komu m.a. yfir 180 ríkisstjórnir sér saman um að þörf væri á að ná því markmiði að karlar og konur hefðu jafnan rétt til ákvarðanatöku. Slíkt stuðlaði að jafnvægi sem þyrfti til að styrkja og efla lýðræði. Peking-áætlunin liggur til grundvallar fjölmörgum samþykktum sem gerðar hafa verið síðan. Til að mynda var mikilvæg alþjóðleg lagasetning samþykkt árið 1998, þegar nauðgun og aðrir kynferðisglæpir í hernaði voru viðurkenndir sem brot á mannréttinum. Samþætting jafnréttissjónarmiða var útfærð á ráðstefnuninni í Peking, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu felur í sér að ekki er nóg að ætla að árangur náist með góðvilja gagnvart konum og stúlkum, lágmarks þjálfun og því að setja nokkrar konur í yfirmannastöður. Ef raunverulegur árangur á að nást í átt að samþættingu jafnréttissjónarmiða er þörf á sérfræðiáliti og markvissari innleiðingu jafnréttissjónarmiða í allri starfsemi. Samþættingunni þarf að fylgja eftir með rannsóknum og mati á því hvað hefur áunnist og hvað ekki. Jafnréttissjónarmið til grundvallar í öryggisráðinu Ályktun nr. 1325 um konur, stríð og öryggi var samþykkt í október 2000 af öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Ályktunin var löngu tímabær og gerir konur og sjónarmið þeirra nauðsynleg í friðarumleitunum, friðargæslu og við uppbyggingu eftir stríð. Konur eiga að hafa lýðræðis- legan rétt til þátttöku í ákvarðanatöku í hverju samfélagi. Ályktun nr. 1325 leggur áherslu á að jafnréttissjónarmið eiga að liggja til grundvallar öllum ákvarðunum öryggisráðsins. Ráðið skuldbindur sig til að taka sérstakt tillit til þess hvaða áhrif átök hafa á konur og stúlkur, auk þess að tryggja hlutdeild þeirra í friðarferlum. Ályktun nr. 1325 heitir á öryggisráðið, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, aðildarríki, þátttakendur í átökum sem og aðra sem málið varðar að láta til sín taka við að auka þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og Heimurinn eins og við Um konur, stríð og friðþekkjum hann? Ef raunverulegur árangur á að nást í átt að samþætt- ingu jafnréttissjónarmiða er þörf á sérfræðiáliti og markvissari innleiðingu jafnréttissjónarmiða í allri starfsemi. Samþættingunni þarf að fylgja eftir með rannsóknum og mati á því hvað hefur áunnist og hvað ekki. U N IC EF / H Q 04 -0 39 3/ An to ni o Fi or en te 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.