Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 48

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 48
áhrif á efnahagslífið hefur hún áhrif á starfsemi í öllum málaflokkum og eru jafnréttismál þar á meðal. Tvöfalt stjórnkerfi og óskýr skil milli ábyrgðarsviðs alþjóðastofnana og heimastjórnarinnar eru í beinu sambandi við óráðna stöðu héraðsins. Skortur á markvissri stefnumótun beggja yfir- valda er viðvarandi vandamál sem stendur uppbyggingarstarfinu fyrir þrif- um. Langtímamarkmið eru í fæstum tilfellum sett þar sem enginn veit hversu lengi þetta fyrirkomulag verður við lýði. Hvað varðar jafnréttis- mál verður oft vart við það viðhorf ráðamanna að nú sé ekki rétti tíminn til að vinna að jafnrétti kynjanna þegar svo mörg mikilvægari vandamál sem varða framtíðarstöðu héraðsins bíði úrlausnar. Samkipti þjóðernishópa í Kósóvó Eitt af aðaleinkennum Balkanskagans nú er óstöðugleiki sem hefur áhrif á öll svið samfélagsins. Ein birtingarmynd hans er að átök milli ólíkra þjóð- ernishópa brjótast einatt út án fyrirvara. Önnur birtingarmyndin er tíðar kosningar og stjórnarskipti sem oftast fela í sér eflingu þjóðernishyggju. Í mars síðastliðnum brutust út átök í Kósóvó sem einkenndust helst af árásum Albana á Serba. Upphaf þeirra var skotárás á ungan Serba, en í kjölfarið mótmæltu Serbar árásinni og almennum skorti á öryggi í héraðinu. Í framhaldinu lokuðu þeir veginum frá höfuðborginni Pristína til Makedóníu. Þetta leiddi af sér átök sem stóðu yfir í fjóra daga. Þegar upp var staðið höfðu 19 manns látið lífið, 900 særst, um 30 serb- neskar kirkjur og klaustur verið eyðilögð og 610 heimili. Að auki flúðu 4.500 manns heimili sín. Af þeim eru ennþá um 2.500 manns í flótta- mannabúðum innan Kósóvó, en meirihluti þeirra eru Serbar. Hafa sumir hverjir hafst við á herstöðvum eða í kjöllurum opinberra bygginga. Albanar segja ástæður þess hve hægt gengur að Serbar verði virkir þátttakendur í samfélaginu vera skort á vilja þeirra sjálfra sem og viðhorf stjórnvalda í Belgrad til héraðsins. Serbar kenna Albönum hins vegar um, segja þá skorta vilja til samstarfs og viðhorf albanskra stjórnmálamanna vera neikvæð. Grundvöllur þess að hægt verði að endurbyggja friðsamlegt samfélag í Kósóvó eru bætt samskipti þjóðernishópa í héraðinu. Auk þess má gagn- rýna alþjóðasamfélagið fyrir að hafa ekki lagt nógu mikla áherslu á það starf. Viðhorf Serba og Albana til hvors annars einkennast, eins og fram hefur komið, að skorti á trausti og samstarfsvilja sem tengist ekki ein- göngu fortíðinni heldur er mikilvægur þáttur í framtíðarsýn þeirra. Hvor- ugur hópurinn sér hag sinn í því að vinna náið saman því slíkt samstarf geti ráðið framtíð Kósóvó, þ.e. hvort það tilheyrir áfram Serbíu eða Misháar tölur yfir mannfjölda Það er allt pólitískt í Kósóvó. Manntal ekki síður en annað. Síðasta áreið- anlega manntalið í Kósóvó var tekið árið 1981. Þá var safnað upplýs- ingum frá öllum einstaklingum og heimilum í héraðinu, sem hluta af manntali fyrir alla Júgóslavíu. Árið 1991 var einnig tekið manntal, en áreiðanleiki þess er dreginn í efa vegna þess að stór hluti Albana sniðgekk það í mótmælaskyni við framferði stjórnvalda gagnvart þeim. Albanar eru meirihluti íbúa héraðsins, en árið 1989 hófu stjórnvöld í Belgrad að sniðganga Kósóvó-Albana kerfisbundið. Hagstofa Kósóvó áætlar að íbúafjöldi héraðsins sé um 1,9 milljónir og að af þeim fjölda séu 88% Kósóvó-Albanar, 7% Kósóvó-Serbar og 5% af öðrum uppruna, Bosníumenn, Sígaunar, Tyrkir, Ashkalar og Egyptar. Þegar verið var að afla upplýsinga um mannfjölda í héraðinu fyrir þróunarskýrslu Sameinuðu þjóðanna fyrir árið 2004 voru settar fram fjórar misháar tölur yfir mannfjölda, og var 25% munur á hæstu og lægstu tölum. Frumvarp til laga um manntal í héraðinu hefur legið fyrir í þinginu undanfarin tvö ár, en fæst ekki samþykkt þar sem einhverjir stjórnmálaflokkar sjá hag sínum ógnað ef safnað verður áreiðanlegum upplýsingum um mannfjölda. Nákvæmar upplýsingar um fjölda Albana og Serba með fasta búsetu í héraðinu eru taldar hafa áhrif á umræðuna um framtíðarstöðu þess. Óvissan um framtíðarstöðu Kósóvó hamlar Eins og áður sagði hamlar óvissan um framtíðarstöðu Kósóvó efnahags- legum og félagslegum framförum í héraðinu. Uppbygging atvinnulífs sem skapað getur fjölda starfa og fjárfesting í öðru en litlum fjölskyldu- fyrirtækjum er lítil sem engin. Starfsemi fyrirtækja sem voru eða eru í opinberri eigu fyrrverandi Júgóslavíu hefur legið niðri síðan átökunum í héraðinu lauk. Reynt hefur verið að einkavæða þessi fyrirtæki, en einka- væðingin hófst fyrir um það bil tveimur árum síðan. Ferlið var hins vegar stöðvað vegna hugsanlegra lögsókna og ásakana um að yfirstjórn Sameinuðu þjóðanna í Kósóvó væri að einkavæða fyrirtæki í eigu ríkja- sambands Serbíu og Svartfjallalands án samþykkis þess. Miklvægur hluti tekna héraðsins hefur undanfarin ár verið styrkir frá alþjóðlegum stofnunum og samtökum. Þeir hafa þó farið minnkandi, eða úr um 970 milljónum evra árið 2000 í 170 milljónir árið 2004. Tekjur af útflutningi nema aðeins 4% af innflutningi til héraðsins og var útflutningshalli um 930 milljónir evra árið 2003. Á sama hátt og óvissan um framtíðarstöðu héraðsins hefur neikvæð Hvað varðar jafnréttismál verður oft vart við það viðhorf ráðamanna að nú sé ekki rétti tíminn til að vinna að jafnrétti kynjanna þegar svo mörg mikilvægari vandamál sem varða framtíðarstöðu héraðsins bíði úrlausnar. Íslensk stjórnvöld hafa stutt starf UNIFEM í Kósóvó frá því í lok árs 1999 með því að greiða laun alþjóðlegs starfsmanns sem gegnir stöðu faglegs ráðgjafa og meðstjórnanda innlends framkvæmdastjóra.

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.