Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 49

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 49
hvort héraðið verður sjálfstætt ríki. Á meðan beðið er með að taka þessa grundvallarákvörðun munu samskipti hópanna vera pólitískari en ella og lítill árangur nást í því að bæta sambúð þeirra. Segja má að íbúar hér- aðsins séu peð í tafli stjórnmálamanna um yfirráð yfir landsvæði. Réttindi kvenna Þrátt fyrir flókið stjórnkerfi og ýmislegt sem hamlar framþróun í endur- uppbyggingu héraðsins hafa orðið miklar framfarir í jafnréttismálum á síðustu fimm árum. Þetta er ekki síst tilkomið fyrir elju mannréttinda- samtaka kvenna, en þau eru álitin sterkasti hópur borgaralegs samfélags í Kósóvó. Eitt af viðameiri verkefnum UNIFEM undanfarin tvö ár hefur verið að styðja vinnuhóp karla og kvenna frá frjálsum félagasamtökum, stjórn- málaflokkum og opinberum stofnunum til þess að semja jafnréttisáætlun fyrir Kósóvó. Þessi jafnréttisáætlun var kynnt opinberlega um mitt ár 2003 en þá lýsti forsætisráðherra einnig stuðningi við hana. Áætlunin tekur til flestra sviða samfélagsins og setur fram markmið um hvernig skuli vinna að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði, varðandi menntun, heilsu og fleira. Í aprílmánuði síðastliðnum lagði forsætisráðherra Kósóvó jafnréttisáætlunina fyrir ríkisstjórnina til samþykktar sem „framkvæmdaáætlun ríkisstjórnar Kósóvó í jafnréttismálum“ og var hún samþykkt sem slík. Eins og stendur er verið að vinna að stefnumótun til að hrinda henni í framkvæmd og veitir UNIFEM ríkisstjórninni faglegan og fjárhagslegan stuðning til þess. UNIFEM hefur frá 2001 staðið fyrir fræðslu um jafnréttismál og mannréttindi kvenna í samstarfi við lýðræðisdeild Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu (ÖSE). Sem árangur af þessari fræðslu má nefna að af þrjátíu sveitarstjórnum hafa fjórtán sett á laggirnar jafnréttisnefndir sem eru skipaðar kjörnum fulltrúum, starfsmönnum sveitarfélagsins og fulltrúum frjálsra félagasamtaka. Meirihluti kjörinna fulltrúa og starfsmanna sveitarfélaga eru karlmenn og hefur sú áhersla UNIFEM að vinna með körlum og konum að jafnrétti kynjanna skilað árangri hvað þetta starf varðar. Fram til loka síðasta árs sáu starfsmenn UNIFEM-skrifstofunnar um þessa fræðslu. Í byrjun þessa árs tók við verkefninu hópur leiðbeinenda, fimm karlar og níu konur, sem UNIFEM hefur þjálfað sérstaklega. Þessi fjórtán manna hópur hefur nú einnig verið fenginn til að annast alla fræðslu um jafnréttismál fyrir sérstaka fræðslustofnun fyrir starfsmenn opinberrar stjórnsýslu. Þess er að vænta að hópurinn nái með þessu viða- mikla verkefni að festa sig í sessi. Samkeppni um ábyrgð til góða Í byrjun sumars samþykkti héraðsþing Kósóvó jafnréttislög. Þau eru talin geta fest í sessi stofnanir sem þegar vinna að jafnréttismálum. Þau kveða einnig á um kerfisbundna nálgun að jafnréttismálum á öllum stigum stjórnkerfisins. Í upphaflegum drögum að lögunum voru lagðar fram tillögur um að setja á fót sérstaka stofnun umboðsmanns jafnréttis kynj- anna og skrifstofu innan framkvæmdarvaldsins sem fjallaði um jafnrétti. Viðbrögð stofnana eins og skrifstofu umboðsmanns Kósóvó og sérlegr- ar skrifstofu forsætisráðuneytisins voru áhugaverð í þessari umræðu. Þessar tvær skrifstofur eiga báðar að vinna gegn almennri mismunun almennt en hafa ekki beint sjónum sínum nægilega að jafnréttismálum. Í báðum tilfellum stigu forsvarsmenn stofnananna fram með áætlanir um að styrkja verulega vinnu sína að jafnrétti kynjanna og má segja að þar hafi samkeppni um ábyrgð haft jákvæð áhrif á framgang jafnréttismála. Eitt af stærri verkefnum UNIFEM næsta árið lýtur að stuðningi við stjórnvöld til þess að framfylgja jafnréttislögunum og koma á laggirnar stofnunum þeim og nefndum sem vinna eiga að jafnrétti á öllum stigum stjórnkerfisins. Eins og áður sagði heyrist oft það viðhorf að nú sé ekki rétti tíminn til þess að vinna að jafnréttismálum, að mun mikilvægari þættir í samfélagi sem verið er að endurbyggja eftir átök gangi fyrir. Árangurinn sem náðst hefur í jafnrétti kynjanna á síðustu árum vegur þó þungt á móti þessu viðhorfi og sýnir að það er mjög mikilvægt og árangursríkt að samþætta jafnrétti kynjanna almennri lýðræðisþróun og uppbyggingu samfélaga eftir átök. Fjöldi kvenna sem starfar til að mynda sem dómarar (25%), saksóknarar (17%) og lögreglumenn (15%) eru til merkis um það. Þrátt fyrir flókið stjórnkerfi og ýmislegt sem hamlar framþróun í enduruppbyggingu héraðs- ins hafa orðið miklar framfarir í jafnréttismálum á síðustu fimm árum. Þetta er ekki síst tilkomið fyrir elju mannréttindasamtaka kvenna, en þau eru álitin sterkasti hópur borgaralegs samfélags í Kósóvó. Myndir Bls. 46: Jafnréttisáætlun Kósóvó var kynnt opinberlega sl. haust í Pristína. Á myndinni sjást (frá vinstri) Sidi M. Boubacar, forsvarsmaður skrifstofu Alþjóðabankans í Kósóvó, Bajram Rexhepi, forsætisráðherra Kósóvó, Osnat Lubrani, framkvæmdastjóri svæðisskrifstofu UNIFEM fyrir Mið- og Austur-Evrópu, og Pascal Fieschi, yfirmaður skrifstofu ÖSE í Kósóvó. Ljósmynd: Bjarney Friðriksdóttir. Efst t.v. bls. 47: Serbnesk kirkja í Peja í Kósóvó eftir sprengingu. Ljósmynd: Lorin Lopotinsky. Efst t.h. bls. 47: Heimilisrusl liggur víðsvegar um götur Pristína eins og sést á myndinni. Upphirða sorps hefur að miklu leyti legið niðri um og eftir stríð og er algengt að það sé brennt í tunnum á götum úti. Ljósmynd: Lorin Lopotinsky.

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.