Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 52

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 52
rétti kynjanna gert að grundvallarforsendu stefnumótunarinnar og jafn- réttissjónarmið þannig fléttuð inn í stefnumótunina á öllum stigum. Hér á landi hefur samþætting verið leiðarljós framkvæmdaáætlana ríkis- stjórnarinnar um jafnrétti kynjanna frá 1998 og var sú áhersla styrkt enn frekar við endurskoðun áætlunarinnar 2002. Utanríkisráðuneytið hefur m.a. sett sér markmið um samþættingu jafnréttissjónarmiða í alþjóða- starfi, jöfnun hlutar karla og kvenna í nefndum og ráðum á vegum ráðuneytisins, í stöðuveitingum hjá alþjóðastofnunum og við ráðningar nýs starfsfólks hjá ráðuneytinu. Markmiðin hafa einungis komist að hluta til framkvæmda fram til þessa. Utanríkisráðuneytið hefur lagt sér- staka áherslu á að tryggja að samþykktum alþjóðastofnana sem taka á mannréttindabrotum sem beinast sérstaklega gegn konum og stúlkum verði fylgt eftir af íslenskum stjórnvöldum. Á þetta ekki hvað síst við um ályktun nr. 1325 um konur, frið og öryggi sem inniheldur ítarleg ákvæði um samþættingu jafnréttissjónarmiða í átökum, friðargæslu og friðaruppbyggingu. Helstu niðurstöður og leiðir til úrbóta Nokkurt tillit hefur verið tekið til jafnréttissjónarmiða í starfsemi og stefnu íslensku friðargæslunnar en ekki er hægt að fullyrða um að þau séu fyllilega samþætt stefnumótuninni. Konur hafa frá upphafi verið hvattar til að skrá sig á viðbragðslista íslensku friðargæslunnar. Til dæmis var haldinn sérstakur fundur með Félagi lögreglukvenna árið 1999 en konur eru 17% lögreglumanna á viðbragðslistanum og 10% þeirra sem hafa farið til starfa erlendis. Þá skiptir stuðningur við UNIFEM í Kósóvó miklu en starfið þar miðar að bættum kjörum og styrkari stöðu kvenna í héraðinu. Aftur á móti hefur stefnumótun friðargæslunnar nánast einvörðungu verið í höndum karla, verkefnaval á síðustu misserum leitt til hlutfalls- legrar fækkunar kvenna bæði á viðbragðslistanum og meðal útsendra friðargæsluliða og ekki verið nægilega litið til áhrifa verkefnanna á jafnrétti kynjanna í viðkomandi landi. Loks vantar alla jafnréttisfræðslu handa friðargæsluliðum og fyrir þá sem annast stefnumótun friðargæslunnar. Til að samþætta jafnréttissjónarmið starfi og stefnu íslensku friðar- gæslunnar þarf í fyrsta lagi að auka hlutdeild kvenna í stefnumótun friðargæslunnar því þeim mun jafnara sem hlutfall kynjanna er við stefnu- mótun, þeim mun líklegra er að ákvarðanir sem teknar eru endurspegli hagsmuni beggja kynja. Við verkefnaval þarf að huga að sérþekkingu þeirra sem skráðir eru á viðbragðslistann og tryggja að þátttaka kvenna í friðargæslu aukist á komandi árum í stað þess að minnka eða standa í stað. Einnig þarf að huga að áhrifum verkefnanna á jafnrétti kynjanna í viðkomandi landi og að tryggja að þau hafi jákvæð áhrif á stöðu og lífs- kjör karla og kvenna. Síðast en ekki síst þarf að veita friðargæsluliðum og ábyrgðarmönnum íslensku friðargæslunnar fræðslu í jafnréttismálum og samþættingu jafnréttissjónarmiða því fræðsla er forsenda þess að samþætt- ing beri árangur og að henni sé viðhaldið. Ofangreind atriði, aukinn hlutur kvenna við stefnumótun, aukin þátttaka kvenna í alþjóðastarfi, jafnréttisfræðsla og áhrif verkefna á jafn- rétti kynjanna, er öll að finna í markmiðum utanríkisráðuneytisins um jafnrétti kynjanna í starfi ráðuneytisins og í ályktun 1325 sem ríkisstjórn- in hefur veitt sérstakan stuðning. Nú stendur það upp á íslensku friðar- gæsluna að samþætta jafnréttissjónarmið í öllu sínu starfi og stefnu. Til að samþætta jafnréttissjónarmið starfi og stefnu íslensku friðargæslunnar þarf í fyrsta lagi að auka hlutdeild kvenna í stefnumótun friðargæslunnar því þeim mun jafnara sem hlutfall kynjanna er við stefnumótun, þeim mun líklegra er að ákvarðanir sem teknar eru endurspegli hagsmuni beggja kynja. menntaðra þar sem hlutfallið hækkaði úr 18% í 27%. Þessi hækkun er ekki hvað síst merkileg í ljósi þess að hlutfall kvenna er lægst í þeim flokki, eða einungis 5%. (sjá töflu 1) Á sama tíma hafði konum einnig fækkað hlutfallslega af þeim sem fóru út á vegum íslensku friðargæslunnar. Árin 2001-2003 fækkaði konum hlutfallslega úr 30% í 24% útsendra starfsmanna. Fyrstu sex mánuði ársins 2004 voru einungis þrjár konur í hópi þeirra 22 sem höfðu farið út til starfa á þeim tíma, eða 14% af heildarfjölda starfsmanna á vettvangi. (Sjá töflu 2) Samþætting jafnréttissjónarmiða Á sama tíma og þátttaka Íslands í alþjóðlegri friðargæslu hefur aukist hefur, eins og fyrr segir, áhersla á samþættingu jafnréttissjónarmiða farið vaxandi sem aðferð til að ná fram jafnrétti karla og kvenna. Þá er jafn- Tafla 1 Tafla 2 Íslenskur friðargæsluliði við sprengjuleit í Írak. Ljósmynd: Davíð Logi Sigurðsson. 52

x

Tímarit UNIFEM

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.