Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 62
Fjölmargar stúlkur í Úganda eiga hvergi í hús að venda vegna
alnæmis. Erla Halldórsdóttir þjóðfélagsfræðingur tók sig til
og stofnaði samtök sem hafa það að markmiði að styðja
þessar stúlkur og efla frumkvæðisrétt þeirra, en UNIFEM á
Íslandi hefur lagt starfseminni lið. Hér segir hún frá tildrögum
að stofnun samtakanna og daglegu starfi þeirra.
Í Úganda voru stofnuð samtök í apríl 2001, sem hafa að markmiði
að styðja unglingsstúlkur sem vegna alnæmis hafa ekki í nein hús að
venda. Allar stúlkurnar eru munaðarlausar, flestar vegna alnæmis, og um
þriðjungur þeirra er HIV-jákvæður. Samtökin heita Candle Light Found-
ation (CLF), en stofnandi þeirra, Erla Halldórsdóttir, hefur dvalist lang-
dvölum í Afríku og gerði m.a. mannfræðirannsókn á árunum 1999-2001
á högum barna í Úganda sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi.
Stuðningur til sjálfshjálpar
Grunnhugmynd verkefnisins er sú að stálpaðir krakkar og unglingar, sem
flosnað hafa úr skóla og jafnvel lent á götunni, geti hjálpað sér sjálfir ef
þeim er gefið tækifæri til þess. CLF er því nokkurs konar vinnuheimili.
Þar eru framleidd kerti sem seld eru í Úganda og þannig fást peningar til
að greiða laun. Auk þess er stúlkunum veitt félagsleg aðstoð.
Strax í upphafi var ákveðið að leggja áherslu á aðstoð við stúlkur.
Ekki var talið gott að blanda saman kynjunum hjá þeim aldurshópi sem
um ræðir (15-20 ára) auk þess sem stúlkur eiga mun erfiðara uppdráttar
en strákar. Þær eiga mjög erfitt með að fá vinnu og ættingjar gifta þær
gjarnan eða senda í vist þar sem þær fá þó allajafna ekki laun fyrir vinnu
sína.
CLF-samtökin eru orðin vel þekkt meðal götubarna í Kampala og
margar stúlkur um þau fáu pláss sem losna á heimilinu. Um helmingur
stúlkna sem CLF tekur við koma beint af götunni. Þær hafa þá hafst
þar að í mislangan tíma. Götulífinu fylgir gjarnan kynlífssala og eitur-
lyfjanotkun. Þó er það svo að um helmingur þeirra stúlkna sem koma
til CLF og fá þar inngöngu hafa ekki selt sig eða notað eiturlyf. Hinn
helmingurinn eru svokallaðar „community girls“, stúlkur sem misst hafa
nánustu ættingja, en einhverjir vinir eða ættingjar lofa þeim að búa hjá
sér. Þessar stúlkur fá enga aðstoð frá þessum velunnurum sínum, aðeins
stað til að liggja á og að borða þegar eitthvað er til handa þeim.
Félagsleg aðstoð og menntun
Auk þess sem stúlkurnar fá vinnu hjá CLF fá þær kennslu í samræmi
við getu hverrar og einnar. Þar fæst einnig læknisaðstoð og hægt er að
komast til félagsráðgjafa, bæði í hóp- og einstaklingsviðtöl. Hjá CLF hafa
stúlkurnar aðstöðu til þrifa og þvotta en aðgangur að rennandi vatni er
ekki sjálfsagður í því umhverfi sem þær koma úr. Stúlkum sem býðst
tækifæri til að taka þátt í CLF-verkefninu verða að sýna að þær stefna
lengra og að þær séu tilbúnar að stunda nám eða vinnu þegar þær hafa
náð sér á sál og líkama.
Þegar stúlkur koma til CLF fara þær í læknisskoðun og þeim eru lagðar
til brýnustu nauðsynjar, dýna til að sofa á og föt. Sumar stúlknanna geta
fengið að búa áfram þar sem þær voru áður, og er því gjarnan vel tekið
heima fyrir þar sem einhver úr fjölskyldunni fær að deila dýnunni með
þeim. Ef stúlkur hafa engan samastað og fá ekki inni lengur leigja þær
sér herbergi tvær og tvær saman og CLF greiðir húsaleiguna fyrstu þrjá
mánuðina. Að þeim tíma liðnum eru þær búnar að koma svo undir sig
fótunum að þær geta greitt fyrir sig sjálfar. UNIFEM á Íslandi hefur
tvisvar veitt CLF fjárstuðning, nú síðast í vor. Þeir fjármunir sem
UNIFEM lagði til CLF í ár hafa nýst samtökunum einkar vel við að
aðstoða nýjar CLF-stúlkur.
Mikil áhersla var lögð á það í upphafi að CLF væri fyrir stúlkurnar og
rekið af þeim sjálfum. Stúlkur í Úganda eru ekki aldar upp við að geta
haft mikil áhrif á umhverfi sitt og það reyndist því þrautin þyngri að
koma þeim í skilning um að þær ættu að ráða ferðinni og hefðu tillögu-
rétt um öll málefni. Fyrstu reglur CLF voru settar af stúlkunum og voru
í stórum dráttum þessar:
Fljótlega stofnuðu stúlkurnar sjálfar siðanefnd sem tók á hegðunar-
brotum og ræddi um hvað hægt væri að gera í framtíðinni.
Ljós í myrkri
Um störf Candle Light Foundation í Kampala, Úganda
• Það er ekki skylda að mæta til vinnu
• Það má hafa börnin sín með í vinnuna
• Það má ekki nota eiturlyf hjá CLF
Lj
ós
m
yn
d
ir
m
eð
g
re
in
: E
rla
H
al
ld
ór
sd
ót
tir
62 63