Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 63

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 63
það vitnast að hún er barnshafandi. Verra er að þær hafa ekki möguleika á að fara aftur inn í almennan skóla, skólayfirvöld vilja ekki hafa stúlkur sem búnar eru að eignast börn og segja að þær sýni slæmt fordæmi og hafi vond áhrif á aðrar stúlkur í skólanum. Hjá CLF fá stúlkurnar tvær mátíðir á dag, og hefur ein af stúlkunum þann starfa að sjá um matseldina. Þær fá hafragraut á morgnana og heita máltíð í hádeginu. CLF fær kornmat frá World Food Organisation en til vibótar fer ákveðin peningaupphæð af kertasölunni á degi hverjum til matarinnkaupa. Partur af kennsluefni stúlknanna er að gera fjárhagsáætlun um dagleg matarinnkaup. Mikil áhersla er lögð á alnæmisvarnir og umræðu um alnæmi og getnaðarvarnir. Regulega koma í heimsókn fulltrúar frá samtökum sem hvetja fólk til að fara í al- næmispróf og aðstoða þá sem greinast HIV-jákvæðir. Lög- um samkvæmt mega vinnu- veitendur eða skólayfirvöld ekki fara fram á að fólk fari í HIV-próf, en hvetja má til þess. Það er oftast af hinu góða að fólk viti um ástand sitt. Þeir sem greinast með sjúkdóminn geta hagað lífi sínu samkvæmt því, bæði hvað það sjálft snertir og til að koma í veg fyrir að smita aðra. CLF hefur ekki haft nægt fé til að kaupa lyf handa stúlkum sem reynast HIV-jákvæðar en um leið og sá möguleiki verður fyrir hendi verður lögð meiri áhersla á að þær fari í HIV-próf. Reynist þær smitaðar mun þeim verða séð fyrir lyfjum. Heimilisandinn hjá CLF er oftast mjög góður, stúlkurnar eru kátar og þeim líður vel á staðnum. Þær eru ekki gefnar fyrir frídaga, vilja heldur mæta og eyða deginum í CLF. Hinn 1. maí 2003 var ég í Úganda og sagði þeim að ekki væri unnið þann daginn. Þrátt fyrir það mættu allar. Það var mjög ánægulegt að sjá stúlkurnar dunda sér þennan dag, sumar voru að vinna verkefnin sín frá kennaranum, aðrar lágu og lásu og röbb- uðu eða þvoðu af sér. CLF er staður þar sem þær eru öruggar og þær eru tilbúnar að leggja heilmikið á sig svo þar sé gott að vera. Hjá CLF er félagsráðgjafi og kennari í fullu starfi. Tvisvar í viku kemur hjúkrunarkona sem rabbar við stúlkurnar um heilsu og hreinlæti og ráð- leggur meðferð á ýmsum smákvillum. Það er mjög áhugavert hvað stúlk- urnar vita mikið, þær kunna alls konar húsráð og nota ýmsar plöntur og jurtir til lækninga. Þær ræða þessa hluti mikið við hjúkrunarkonuna en það er mjög algengt að lítið menntað fólk í Úganda sæki til grasalækna áður en það fer til læknis. Stúlkunum ber skylda til að taka þátt í tveggja tíma kennslustund á hverjum degi hjá CLF. Menntun stúlknanna er mjög misjöfn, flestar hafa aðeins gengið tvö til fögur ár í barnaskóla, nokkrar hafa aldrei í skóla komið og geta ekki skrifað nafnið sitt og aðeins ein stúlka hjá CLF var með stúndentspróf. Í apríl 2004 var komið upp kennslustofu með sex tölvum sem Orkuveita Reykjavíkur hafði gefið CLF, en Frostmark flutti tölvurnar út. Þessi nýja aðstaða gerði alla kennslu mun auðveldari og áhugaverðari fyrir stúlkurnar sem höfðu aldrei ímyndað sér að þeim væri treystandi að til vinna á tölvu. Þegar CLF hafði starfað í tvö ár hafði tekist að koma öllum stúlkum í skóla sem áttu kost á því. Nú eru þrjár stúlkur í unglingaskóla og ABC barnahjálp á Íslandi greiðir skólagjöldin. Tvær stúlknanna eru í barnaskóla, þó svo að þær verði orðnar tvítugar þegar þær ljúka honum. Þær eru alveg ákveðnar í því að fara þessa leið en ekki í verknám. Þá eru þrjár stúlkur í hárgreiðslunámi og tvær stúlkur í ritaranámi. CLF og smábörnin Þær stúlkur sem mest sækja til CLF eru þær sem eiga börn. Flest hafa börnin verið átta sem komu með mæðrum sínum en nú eru þau fimm. Til að byrja með skiptust stúlkurnar á að sjá um að gæta barnanna, en fljótlega kom í ljós að nokkuð vantaði á þekkingu þeirra hvað barnaupp- eldi snerti. Því var ráðin fullorðin kona sem sér um börnin á daginn. Hún getur einnig leiðbeint stúlkunum um umönnun og fylgst með heilsufari barnanna. Stúlkur sem eiga börn eiga mjög erfitt með að mennta sig í almennum skólum. Algengast er að stúlku sé vísað úr skóla um leið og Stúlkur sem eiga börn eiga mjög erfitt með að mennta sig í almennum skólum. Algengast er að stúlku sé vísað úr skóla um leið og það vitnast að hún sé barnshafandi. Verra er að þær hafa ekki möguleika á að fara aftur inn í almennan skóla, skóla- yfirvöld vilja ekki hafa stúlkur sem búnar eru að eignast börn og segja að þær sýni slæmt fordæmi og hafi vond áhrif á aðrar stúlkur í skólanum. 62 63

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.