Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 75
framkvæmdaáætlana sem miða að því að draga úr fátækt (Poverty Reduc-
tion Strategic Papers). Þetta er aðeins brot af stærri mynd þar sem kynja-
og mannréttindi er látin liggja á milli hluta.“
Markmið 8, sem kveður á um alþjóðlegt samstarf um þróun og er hvað
nýstárlegast, gæti þjónað mikilvægu hlutverki í að auka frumkvæðisrétt
kvenna. Í fyrrnefndri UNIFEM-skýrslu segir það hins vegar hafa valdið
miklum vonbrigðum innan raða alþjóðlegu kvennahreyfingarinnar
að hvergi sé minnst á að kvennasamtök skuli eiga hlutdeild í þessu
alþjóðlega samstarfi.
Gagnrýnendur markmiðanna hafa
einnig hnýtt í textann sem segir að
frjáls markaður sé öllum fyrir bestu.
Ástæðan er sú að reynslan hefur sýnt
að áhrif markaðshyggjunnar hafa oft
verið slæm fyrir konur, nema gripið
sé til sérstakra aðgerða samfara þessari
þróun.
Noeleen Heyzer, aðalframkvæmda-
stýra UNIFEM, varpaði fram eftir-
farandi spurningu á fundi Alþjóðabankans um kynjajafnrétti og þúsaldar-
markmiðin í lok árs 2003: „Hvers vegna ættu kvenréttindasamtök að
veita þúsaldarmarkmiðunum um þróun athygli þegar þörfin á því að taka
á málum varðandi rétt kvenna til kynheilbrigðis, ofbeldi gegn konum,
hernaðarhyggju, ofstæki, fátækt og ójafnrétti fer vaxandi?“
Heyzer segir þetta verða að taka breytingum. „Ríki hafa þegar skuld-
bundið sig formlega og lagalega til að ná kynjajafnrétti, sérstaklega ríki sem
samþykkt hafa alþjóðlegan sáttmála um afnám alls misréttis gegn konum
(CEDAW).“ Þó svo að þúsaldarmarkmiðin um þróun hafi ekki beina til-
vísun í CEDAW kveður þúsaldaryfirlýsing skýrt á um að CEDAW skuli
hafður að leiðarljósi við framkvæmd þúsaldarmarkmiðanna.
Hvað er til ráða?
Carolyn Hannan, yfirmaður á skrifstofu SÞ sem fer fyrir málefnum
kvenna (Division for the Advancement of Women, DAW), Heyzer og
forsvarsmenn Alþjóðabankans hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að kynja-
víddin sé skoðuð sérstaklega í hverju markmiði fyrir sig, þótt aðeins sé
Hver rannsóknin á fætur annarri hefur sýnt að aðferðir sem stuðla eiga að þróun eru ekki árangurs-
ríkar nema konur leiki meginhlutverk. Þar sem konur taka fullan þátt má sjá árangur undir eins;
fjölskyldur eru heilbrigðari og nærðari; tekjur þeirra, sparifé og fjárfestingar aukast. Það sem á við
um fjölskyldur á líka við um samfélög og, til lengri tíma er litið, heilu ríkin.“
Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, mars 2003.
minnst sérstaklega á konur og jafnrétti í tveimur markmiðum af átta.
Að sögn Hannan er þörf á að þróa skýrar aðferðir sem tryggja að öll
verkefni og stefnumótun sem á sér stað í anda þúsaldarmarkmiðanna
taki mið af kynjasjónarmiðum. Þá þurfi að sjá til þess að fylgst sé með
árangri ríkja við að ná jafnréttismarkmiðinu sem einnig felur í sér að
efla frumkvæðisrétt kvenna. Í þessu starfi er brýnt að kyngreindum
tölum sé safnað. „Til að þetta geti orðið að veruleika þurfa ríkisstjórnir,
SÞ í heild sinni, alþjóðlegar og svæðisbundnar stofnanir, þar á meðal
fjölþjóðastofnanir, óháð félagsamtök,
fræðimannasamfélagið og fjölmiðlar
að taka virkan þátt.“
Hannan og Heyzer hafa einnig
ítrekað þörfina á að skuldbindingar
aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna
varðandi réttindi kvenna og kynja-
jafnrétti skuli hafðar að leiðarljósi.
Þessar skuldbindingar hafa verið settar
fram á heimsþingum síðustu tvo ára-
tugi í Peking, Kaíró, Vínarborg og
Kaupmannahöfn og á ráðstefnunni um HIV/alnæmi sem haldin var í
New York. Þá vísa þær einnig í CEDAW, sem skyldar ríki til að efla og
vernda réttindi kvenna og hefur verið samþykkt af 172 ríkjum.
„Til að kynjajafnrétti og kvenréttindi geti orðið órjúfanlegur hluti
af þúsaldarmarkmiðunum um þróun þarf að setja þau í samhengi við
önnur alþjóðleg markmið og sáttmála eins og CEDAW. Til þess þarf
skuldbindingu ríkja sem veita þróunaraðstoð til að styðja við bakið á
konum og auka frumkvæðisrétt og almenn réttindi þeirra. Þetta krefst
aukins stuðnings við samtök sem vinna að jafnrétti kynjanna svo þau geti
knúið á um aðgerðir sem miða að því að skuldbindingar verði að veru-
leika. Að lokum krefst þetta viðurkenningar þróunarsamfélagsins á að
grundvallarskilyrðið fyrir samþættingu kynjasjónarmiða er skuldbinding
gagnvart mannréttindum kvenna og auknum frumkvæðisrétti kvenna,“
sagði Heyzer á fundi Alþjóðabankans í lok árs 2003.
Heimildir og ítarefni
www.mdgender.net • www.unifem.org
Niðurstaða ráðstefnunnar var að þrátt fyrir að fjöl-
margar ríkisstjórnir hafi áréttað mikilvægi þess að
viðurkenna kvenréttindi sem mannréttindi á vett-
vangi SÞ skili það sér takmarkað í þúsaldaryfirlýsing-
unni og þúsaldarmarkmiðunum um þróun. Í markmið-
unum skortir til að mynda áherslur á rétt kvenna til
kynheilbrigðis, sæmandi vinnustaðla (decent work
standards) fyrir karla og konur, auk þess sem hvergi
er minnst á ofbeldi gegn konum.
Ljósm
ynd
: Róshild
ur Jónsd
óttir/V
íetnam