Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 77

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Blaðsíða 77
 á vinnubrögðum fela í sér náið samstarf og samráð þróunarlandsins við alþjóðastofnanir og stuðningslönd auk samráðs stuðningslanda innbyrðis. Þótt Íslendingar lagi sig að breyttum aðstæðum er ljóst að íslensk þróunar- samvinna er of smá í sniðum til að hennar geti gætt innan heilla greina. Við þessar kringumstæður er þó nauðsynlegt að þeir sem starfa við mála- flokkinn njóti svigrúms til að fylgjast vel með og taka þátt í samráði þróunarlandanna, alþjóðastofnana og þeirra landa sem veita tvíhliða þróunaraðstoð. Framlag Íslands til marghliða þróunaraðstoðar Ólíkt flestum öðrum þjóðum hafa framlög Íslands verið hærri til marg- hliða þróunaraðstoðar en tvíhliða þróunaraðstoðar (0,1% og 0,06% af landsframleiðslu). Stafar þetta af smæð landsins og lítilli þátttöku í þróunar- starfi yfirleitt. Kostir marghliða aðstoðar felast í því að framlögum er veitt til stofnana sem hafa bolmagn og sérþekkingu til verkefnanna. Ísland hefur einskorðað þátttöku sína í marghliða þróunarsamvinnu við fáar stofnanir. Greitt er til Alþjóðaframfarastofnunarinnar (IDA), Þró- unarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP), sem UNIFEM heyr- ir undir, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), Matvæla- og landbúnaðarstofnunarinnar (FAO) og Norræna þróunarsjóðsins (NDF). Aðrar stofnanir og sjóðir hafa einnig verið styrkt, en ekki með árlegum framlögum. Skýrsluhöfundar leggja til að framlög til UNDP verði aukin í fram- tíðinni og stuðningur við starf þeirra aukið af hálfu fastanefndar Íslands í New York. Sem hluta af auknu samstarfi við UNDP er mælt með auknu samstarfi við UNIFEM og jafnvel að könnuð verði tengsl milli þess samstarfs og þróunaraðstoðar ÞSSÍ. UNIFEM sé lítil starfseining innan Sameinuðu þjóðanna, sem henti smærri stuðningslöndum eins og Íslandi vel. Slíkt samstarf yrði einnig liður í því að sameina, meira en verið hefur, tvíhliða þróunarstoð Íslands og alþjóðastofnanir sem landið styður. Friðargæsla Sá hluti friðargæslu sem felst í borgaralegri aðstoð er skilgreindur sem þróunaraðstoð. Þátttaka Íslands í borgaralegri friðargæslu felst annars vegar í stuðningi við alþjóðlega friðargæslu á vegum Sameinuðu þjóð- anna og hins vegar í uppbyggingu íslensku friðargæslunnar. Heildarfram- lög til friðargæslu voru 178 m.kr. árið 2002 og er áætlað að þau nemi um 600 m.kr. árið 2006. Meirihluta fjárins er varið til uppbyggingar íslensku friðargæslunnar en stefnt er að því að allt að 50 manns starfi á hennar vegum árið 2006. Aukin áhersla á framlög til friðargæslu hefur haft þau áhrif að heildarframlög Íslands til marghliða þróunaraðstoðar hafa hækkað talsvert. Sé litið á fjárlagaárið 2003 myndi heildarhlutfall opinberrar þróunaraðstoðar, að frádregnu framlaginu til friðargæslu, nema 0,125% af landsframleiðslu í stað 0,160% áður. Eitt langlífasta verkefni íslensku friðargæslunnar er stuðningur við UNIFEM í Kósóvó. Höfundar skýrslunnar um Ísland og þróunarlöndin telja að auka eigi og styrkja samstarfið við UNIFEM. Jafnframt mæla skýrsluhöfundar með að tengsl milli þessa samstarfs og þróunaraðstoðar ÞSSÍ á sviði jafnréttismála sé kannað. Háskóli Sameinuðu þjóðanna Umfangsmesta framlag Íslands til marghliða þróunaraðstoðar er rekstur tveggja skóla sem báðir heyra undir Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Háskóli Sameinuðu þjóðanna var stofnaður árið 1975 og var Ísland eitt af fyrstu löndunum til að bjóðast til að hýsa deild á vegum skólans. Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna hóf starfsemi sína árið 1979 og hefur frá upphafi útskrifað tæplega 300 jarðhitasérfræðinga frá um 40 löndum. Skólinn er sjálfstæð rekstrareining innan Orkustofnunar. Sjávar- útvegsskóli Sameinuðu þjóðanna hóf starfsemi sína árið 1998. Skólinn er hýstur hjá Hafrannsóknastofnuninni en starfar í nánu samstarfi við Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Í febrúar 2003 höfðu 62 sérfræðingar frá 19 löndum útskrifast úr skólanum. Í skýrslunni eru ekki tiltekin kynjahlutföll þeirra sem útskrif- ast hafa frá skólunum. Komið hafa fram hugmyndir um að sameina skólana tvo, hugsanlega ásamt nýjum Landgræðsluskóla, í eina stofnun, Stofnun Háskóla Samein- 1970 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkir að um miðjan 8. áratuginn skuli iðnríkin veita sem nemur 0,7% af landsframleiðslu til opinberrar þróunaraðstoðar. 1971 Lögfest að opinber framlög Íslands til þróunar- aðstoðar skuli nema 0,7% af landsframleiðslu. 1981 Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) stofnuð. 1985 Þingsályktun um að 0,7% markinu skuli náð á sjö árum (þá 0,05%). 1989 Stofnun UNIFEM á Íslandi. 1992 Í skýrslu um þróunarmál er ítrekað mikilvægi þess að markmið Sameinuðu þjóðanna um framlög til þróunaraðstoðar sé uppfyllt. 1997 Í kjölfar skýrslu um Þróunarsamvinnu Íslands samþykkir ríkisstjórn Íslands að þróunaraðstoð aukist í heild úr 0,10% af vergri landsframleiðslu í 0,15% árið 2003, fyrst og fremst með auknum framlögum til ÞSSÍ. 1999 Samstarf íslenskra stjórnvalda og UNIFEM um jafnréttisstarf í Kósóvó hefst. 2000 Þúsaldarmarkmið um þróun samþykkt á allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna, eitt meginmarkmiðið er að vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frum- kvæðisrétt kvenna. 2003 Í skýrslunni um Ísland og þróunarlöndin er lagt til að framlög Íslands til þróunaraðstoðar séu hækk- uð upp í 0,3 af landsframleiðslu á tímabilinu 2003-2006 (0,19% til marghliðaaðstoðar og 0,11% til tvíhliða aðstoðar). Í skýrslunni er einnig lögð áhersla á aukið samstarf við UNIFEM. Tímaás Eitt langlífasta verkefni íslensku friðargæslunnar er stuðningur við UNIFEM í Kósóvó. Höfundar skýrsl- unnar um Ísland og þróunarlöndin telja að auka eigi og styrkja sam- starfið við UNIFEM. Jafnframt mæla skýrsluhöfundar með að tengsl milli þessa samstarfs og þróunaraðstoðar ÞSSÍ á sviði jafnréttismála sé kannað. 76 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit UNIFEM

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.