Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 79

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 79
Marghliða þróunaraðstoð fer um hendur alþjóðlegra stofnana, t.d. sér- stofnana Sameinuðu þjóðanna og alþjóðafjármálastofnana. Tvíhliða þróunaraðstoð fer frá einu ríki til annars. Á Íslandi er tvíhliða aðstoð í höndum Þróunarsamvinnustofnunar, ÞSSÍ. Markmið Sameinuðu þjóðanna frá árinu 1970 um framlög iðnríkjanna til þróunaraðstoðar kveður á um að iðnríkin stefni á að 0,7% af vergri landsframleiðslu renni til þróunaraðstoðar. Á árunum milli 1960 og 1970 hafði þróunaraðstoð iðnríkjanna lækkað úr 0,52% í 0,34% af landsframleiðslu. Á tímabilinu 1970-1993 stóð hlutfall sameiginlegrar aðstoðar af lands- framleiðslu iðnríkjanna í stað og var 0,35% árið 1993. Framlag Íslands til þróunaraðstoðar var 0,16% árið 2003. Tillaga skýrsl- unnar Ísland og þróunarlöndin gerir ráð fyrir að framlög til þróunar- aðstoðar verði 0,3% árið 2006. Einungis fimm ríki höfðu árið 2000 náð markmiðum Sameinuðu þjóð- anna: Svíþjóð, Holland, Noregur, Danmörk og Lúxemborg. Þáttaskil urðu á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna árið 2002 um fjár- mögnun þróunar. Þá lýstu leiðtogar heims yfir stuðningi við markmið Sameinuðu þjóðanna frá 1970. Á næstu þremur árum munu Bandaríkin auka framlög sín til þróunar- aðstoðar um 50%, úr 10 milljörðum dala árlega í 15 milljarða. Aðildarríki Evrópusambandsins hafa samþykkt að á árinu 2006 verði heildarframlag þeirra komið í 0,39% af landsframleiðslu, samanborið við 0,32% árið 2000. Sá hluti friðargæslu sem felst í borgaralegri aðstoð er skilgreindur sem þróunaraðstoð. Á undanförnum árum hafa um 20-25% opinberrar norskrar þróunarað- stoðar farið um hendur frjálsra félagasamtaka. Í Danmörku var hlut- fallið 8% og 12% í Svíþjóð. Talið er að á árunum 1999 og 2000 hafi frjáls félagasamtök á Íslandi lagt til um 300 m.kr. hvort ár til þróunaraðstoðar, að meðtaldri neyðar- hjálp, og nær 320 m.kr. árið 2001. UNIFEM á Íslandi fagnar aukinni umræðu um stefnumótun og markmið opinberrar þróunaraðstoðar og hefur í því sambandi bent sérstaklega á mikilvægi jafnréttismála og bætt hlutskipti kvenna við uppbyggingu sjálfbærrar þróunar. Skilgreiningar og staðreyndir Ljósmyndir: efst Birna Þórarínsdóttir/Malaví. Miðja Davíð Logi Sigurðsson/Írak. Neðst Erla Halldórsdóttir/Úganda.

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.