Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 90

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Page 90
Íslendingar standa framarlega á sviði mannréttinda og jafnrétti kynjanna á alþjóðlegum mælikvarða. Hrund Gunnsteinsdóttir þróunarfræðingur ræddi við Helgu Hauksdóttur, sendiráðu- naut í New York, Hönnu Sigríði Gunnsteinsdóttur, lögfræðing hjá félagsmálaráðuneytinu, og Ólöfu Hrefnu Kristjánsdóttur, sendiráðsritara í utanríkisráðuneytinu, um helstu áherslur og störf Íslands á þessu sviði. Ríki hvött til að virða réttindi kvenna og stúlkna Þátttaka Íslendinga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hefur aukist á síðustu misserum. Fastanefnd Íslands í New York sinnir þessum málum fyrst og fremst, í samvinnu við alþjóðaskrifstofu utanríkisráðuneytisins. Að sögn Helgu Hauksdóttur, sendiráðunautar í New York, leggur utan- ríkisráðuneytið mikla áherslu á mannréttindi á alþjóðavettvangi. „Fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum fylgist því mjög grannt með öllum málum innan 3. nefndar SÞ, sem fjallar um mannréttindamál, tekur virkan þátt í umræðum innan nefndarinnar og vinnur við gerð ályktana. Gildir það að sjálfsögðu um málefni kvenna og jafnréttismál. Má þar sérstaklega tiltaka ályktun um ofbeldi gegn konum, ályktun gegn mansali kvenna og stúlkna og ályktun um framkvæmd alþjóðasamningsins um afnám alls misréttis gegn konum (Convention on the Elimination of All Forms of Discrimination against Women, CEDAW).“ Ísland var flutningsmaður ályktunarinnar um framkvæmd CEDAW á 58. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 2003-2004 fyrir hönd Norður- landanna. Í ávarpi Íslands á þinginu var lögð áhersla á kvenréttindi sem grundvallarmannréttindi. Staða kvenna og stúlkna á stríðstímum, mansal og heimilisofbeldi var tekið til umræðu og aðildarríki hvött til að brúa bilið milli alþjóðalaga og samninga sem til eru um jafnrétti kynjanna og raunverulegrar stöðu kvenna. Þá voru aðildarríki sem sett hafa fyrir- vara á eða ekki samþykkt CEDAW hvött til að bæta úr því. Vísað var í ræðu Kofi Annans, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, um framfylgni þús- aldarmarkmiðanna, en í henni sagði hann að „hvergi í heiminum væru kvenréttindum gefið það vægi sem þau ættu að hafa“. Ennfremur benti Annan á að ofbeldi gegn konum á átakasvæðum hefði færst í aukana og lýsti áhyggjum af mansali. Þá sagði hann að konum væri að mestu leyti haldið utan við samningaviðræður og ákvarðanatöku, ekki síst á tímum friðarviðræðna og uppbyggingar eftir stríð. „Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 um konur, frið og öryggi felur í sér meginreglur um þátttöku kvenna í aðgerðum til að koma í veg fyrir átök og þátttöku kvenna í uppbyggingu friðar og friðar- gæslu. Íslensk stjórnvöld telja afar mikilvægt að vísað sé til þessarar álykt- unar öryggisráðsins í þeim ályktunum allsherjarþingsins þar sem fjallað er um málefni sem snerta efni hennar,“ segir Helga. Ísland á sæti í kvennanefnd SÞ Að sögn Helgu breytast áherslur Íslands í málefnum kvenna og jafnréttis- málum ekki í grundvallaratriðum frá ári til árs. „Þunginn í stefnu Íslands er að ríki framfylgi alþjóðlegum samningum sem gerðir hafa verið, að jafnrétti njóti framgangs og að réttindi kvenna í heiminum séu tryggð. Að ekki verði vikið af þeirri braut því það kunni að stofna árangri sem þegar hefur náðst í hættu.“ „Ísland situr nú í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna (Commission on the Status of Women, CSW) til ársins 2008. Í byrjun næsta árs mun Ísland að öllum líkindum taka sæti í efnahags- og félagsmálaráði Samein- uðu þjóðanna (ECOSOC), en innan þess er einnig fjallað um kynja- og jafnréttismálefni.“ Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna var stofnuð árið 1946. Í upphafi áttu 15 ríki sæti í henni en nú eru þau 45 og frá öllum heimsálfum. Ísland er í hópi Vestur-Evrópuríkja og annarra ríkja, en til annarra ríkja teljast Bandaríkin, Nýja-Sjáland, Kanada og Ástralía. Ísland hefur í gegnum tíðina setið fundina sem áheyrnarfulltrúi en á nú sæti í kvennanefndinni „Einbeitum okkur að því að ná Áherslur á jafnréttismál á vettvangi Sameinuðu þjóðanna settum markmiðum“ Lj ós m yn d : m yn d as af n SÞ 90

x

Tímarit UNIFEM

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.