Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 94

Tímarit UNIFEM - 01.01.2004, Side 94
Í breyttum heimi viðskipta og hnattvæðingar ber alþjóðlegur markaður sífellt meiri ábyrgð hvað þróunarmál og mannrétt- indi varðar. Elsa Guðmundsdóttir fjármálastjóri fjallar um hlut- verk einkageirans í hjálpar- og þróunarstarfi. Þegar þróunarmál koma til tals er umræðan oftast takmörkuð við þátttöku ríkja í þróunarmálum því að leggja fé til hjálpar- og þróunar- starfsemi þykir góður siður meðal þjóða. Litið er á slík framlög sem fjárhagslega staðfestingu á loforði um að veita hluta af efnahagslegri velferð þjóða til uppbyggingar hjá löndum og þjóðum sem ekki hafa notið slíkrar velgegni. En framlag til þróunarmála er einnig fjárfesting í samfélagslegum stöðugleika og þá sérstaklega í hnattrænum heimi þar sem boð- og birtingarleiðir eru styttri en nokkru sinni fyrr – bráða- lungnabólga í Kína berst til Kanada innan fárra daga og – útkoma úr forsetakosningum í Argentínu hefur áhrif á olíuverð um allan heim. Starfsvettvangur fyrirtækja er ólíkur umsvifum ríkja. Skyldur fyrirtækja eru fyrst og fremst gagnvart eigendum og eigendur hafa væntingar um að fyrirtækið skili þeim arði. Framlög til hjálpar- og þróunarstarfa hafa þó alltaf fylgt einkageiranum því fyrirtæki hafa lengi styrkt ýmis málefni, með smáum sem stórum framlögum, nær og fjær. Fyrirtæki og eigendur þeirra hafa yfirleitt litið á framlög sem óhjákvæmilegan en lítilsháttar kostnaðarlið í formi einstakra gjafa til samfélagsins sem eru gefnar þegar góðgerðafélög leita eftir framlögum. Viðhorfsbreyting einkageirans til hjálpar- og þróunarstarfa Á síðasta áratug hefur þó orðið breyting á viðhorfi fyrirtækja til hjálpar- og þróunarstarfs. Fyrirtæki eru farin að líta á slík framlög sem tækifæri til að taka virkari þátt í samfélaginu, heima við sem og í þróunarlöndum. Framlögin eru að auki orðin sýnilegri en áður og um leið verður þátttaka fyrirtækja í hjálpar- og þróunarstarfi hluti af ímynd þeirra. Viðhorfsbreyting meðal stjórnenda fyrirtækja hefur haft áhrif bæði á eðli og umfang einkageirans í hjálpar- og þróunarstarfi. Fyrir það fyrsta hafa framlög aukist til muna miðað við það sem áður var en sem dæmi jukust framlög frá einkageiranum til góðgerðamála í Bandaríkjunum úr 140 milljörðum bandaríkjadala í upphafi tíunda áratugsins í um 240 millj- arða árið 2003 (Economist, 29. júlí 2004). Hliðstæðar breytingar hafa átt sér stað í Evrópu, t.d. í Bretlandi og Þýskalandi. Ætla má að málum hafi þokað í svipaða átt á Íslandi, en ekki hafa verið teknar saman opinberar upplýsingar um framlög einkageirans til hjálpar- og þróunarstarfa hér, svo greinarhöfundur viti til. Slíkar viðhorfsbreytingar stjórnenda fela ekki aðeins í sér aukin framlög heldur hafa fyrirtæki, og þá sérstaklega stærri fyrirtæki, gert framlög að föstum lið í rekstri sínum. Þannig hafa fyrirtæki mótað sér stefnu um hvernig meðhöndla skuli framlög og hvað þau eigi að styrkja. Sum fyrirtæki hafa gengið ennþá lengra og orðið þátttakendur í umfangsmeiri viðhorfsbreytingu sem byggist á hugmyndinni um „samfélagslega ábyrgð fyrirtækja“. Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja (e. corporate social responsibility eða corp- orate citizenship) er hugtak og hugmyndafræði sem hefur unnið sér fylgi síðastliðinn áratug, sérstaklega meðal stærri fyrirtækja. Slíkt felur í sér að fyrirtækið er ekki aðeins ábyrgt gagnvart eigendum sínum, heldur einnig gagnvart samfélaginu. Fyrirtæki eru farin að tvinna saman samfélagslega ábyrgð og stefnu fyrirtækisins. Hvert fyrirtæki fyrir sig ákveður hver sam- félagsleg ábyrgð þess sé og ábyrgðaryfirlýsingar innihalda yfirleitt fyrir- heit um starfsmannamál, umhverfismál og hjálpar- og þróunarmál. Fyrirtæki eins og ExxonMobil hefur innleitt samfélaglega ábyrgð í stefnu sína. Á heimasíðu þess segir: „Í Evrópu og annars staðar vinnur ExxonMobil að því að efla staðbundin samfélög og veita þeim uppbyggileg framlög.“ Þar eru einnig talin upp verkefni sem ExxonMobile hefur tekið þátt í. Þar á meðal er verkefni á Shakalin-eyju í Rússlandi sem felst í því að veita litlum og meðalstórum fyrirtækjum aðgang að fjármagni til uppbyggingar á rekstri. Þá sjá þeir einnig eigend- um fyrirtækjanna fyrir þjálfun í stjórnun og rekstri. Markmiðið með verk- efninu er að efla efnahagslegar forsendur samfélagsins. ExxonMobil er umfangsmikið og umdeilt fyrirtæki. Það hefur sérstaklega verið gagrýnt fyrir að vilja ekki starfa í anda Kýótó- samkomulagsins, en fyrirtækið telur að ekki séu fyrir hendi nægjanlegar vísindalegar sannanir fyrir áhrifum mengunar á verðurfar (USA Today 28. maí 2003). Innleiðing á hugmyndafræði samfélagslegrar ábyrgðar í stefnu fyrirtækisins virðist í mótsögn við afstöðu þeirra til Kýótó- samkomulagsins, því umhverfismál og umhverfisvernd eru viðfangsefni samfélagslegar ábyrgðar. ExxonMobil, eins og svo mörg önnur fyrirtæki, tekur afstöðu með því að innleiða samfélagslega ábyrgð inn í stefnu sína en innihald og útfærsla ábyrgðaryfirlýsinga er í höndum hvers fyrirtækis fyrir sig. Það að fyrirtæki skuli innleiða samfélagslega ábyrgð í stefnu og rekstur er yfirlýsing um vilja, ekki ávísun á gagngera breytingu á hegðun fyrirtækisins. Samfélagið verður svo að vega og meta hvort yfirlýstur vilji hafi skilað árangri. Þótt ExxonMobil berjist gegn samþykki Kýótó- samkomulagsins veitir það framlög til hjálpar- og þróunarstarfa í anda samfélagslegrar ábyrgðar. Við lifum á tímum örra breytinga og er þar hnattvæðingin helsti áhrifavaldurinn. Ríkisafskipti hafa minnkað víðast hvar og íbúar treysta að miklu leyti á markaðinn til að sjá sér fyrir vörum og samfélagslegri þjónustu. Á landakorti viðskipta flæða fjármagn, vörur og þjónusta milli landa og heimsálfa og fyrirtæki starfa oftar en ekki í fleiri en einu landi eða heimsálfu í senn. Stjórnendur fyrirtækja, líkt og almennir borgarar, gera sér sífellt betur grein fyrir að vandamál þróunarlanda eru líka þeirra vandamál. Samfélagslegur, pólitískur og efnahagslegur stöðugleiki þróun- arlanda er mikilvægur fyrir velferð og stöðugleika viðskiptalífsins. Framlög fyrirtækja til hjálpar- og þróunarstarfa eru ekki án umbunar, þótt hún sé ekki eins augljós og í öðrum rekstarliðum. Umbun fyritækja liggur ekki aðeins í árangri þróunarverkefnanna og uppbyggingu sem Einkageirinn og þróunarstarf Lj ós m yn d : E yj ól fu r V . V al tý ss on /M al av í 94 95

x

Tímarit UNIFEM

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit UNIFEM
https://timarit.is/publication/1156

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.