Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 6

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 6
Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum: Skáldið á Bægisá Þrjár svipmyndir opna smugu inn í heim séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Hin fyrsta þeirra er stuttur kafli úr vinarbréíi til Halldórs Hermannssonar, konrektors á Hólum, þegar hann er kominn vel á veg með þýðingu Paradísar- missis og er að glíma við vandamál sem nútímaþýðendum eru heldur fjarlæg. Hann hefði gjarnan viljað sýna vini sínum eina bók verksins, þá sjöttu, en verður að fresta því um sinn: Eg á eptir afhenni hér um 30 línur og það hefir verið svo í 3 vikur fyrir mér að eg hefi aungvan anda til þess haft og enn síður tíma. Hér um þriðjung hins yfirsetta hreinskrifaði eg í vorfyrir fráfærur og við það siturþað því eg er pappírslaus ogget ekki eignast hann nema með því að betla, sníkja og svíkja út ark og ark nú hér, nú þar... í svipaða átt vísar þekktur kafli úr ferðasögu Englendingsins Ebenesers Hendersons. Hann kom að Bægisá árið 1814 á sjötugasta aldursári séra Jóns. Með í för voru þeir séra Jón í Auðbrekku og séra Hallgrímur á Steinsstöðum faðir Jónasar Hallgrímssonar. Henderson lýsir heimsókninni þannig: Bauð hann okkur velkomna í sín fátœklegu húsakynni ogfór með okkur inn í stofu þá, þar sem hann liafði þýtt kvœði landa míns á íslensku. Dyrnar voru ekki fidl ftögur fet á hœð, og herbergið heftr líklega verið um áttafet á lengd og sex á breidd. Við innri gaflinn er rúm skáldsins og alvegframmi við dyrnar, uppi við vegginn, hjá litlum glugga, ekki yfir tvö ferfet, er borð þar sem hannfestir kvæði sín á pappírinn. Þriðju svipmyndinni bregður annar útlendingur upp, Basmus Kristján Rask, sem kom að Bægisá sama árið og Henderson. Hann lýsir aðbúnaði skáldsins í bréfi til Gríms Thorkelíns: „... sorglegt og grátlegt erþað að þvílíkur maður skuli Ijúka l(ft sínu í slíkri eymd, hann var bókalaus og allslaus var ég nœrri búinn að segja. Etasráð Stephensen hafði þó léð honum Messíasarkviðu Klopstocks sem hann er nú að þýða.u Skáldið á Bægisá bjó við þröngan kosl og fásinni í afskekktri sveit en það virðist ekki hafa dregið úr metnaði hans. Enginn getur þó svarað þeirri spurningu til fulls hvernig hann fékk þrek og löngun til að snúa stórbrotnum bókmenntaverkum úr erlendum málum. Svo virðist þó sem ytri aðstæður hafi ekki skipt sköpum í því efni. Skáldskapurinn var honum ekki byrði heldur lífsnautn, glíman við textann var spennandi og gefandi. Þá glímu kunnu sveitungar hans þó sýnu verr að meta en stökur og ljóð sem spruttu af munni skáldsins í dagsins önn. 6 áfföayjöá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1994
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.