Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 51

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 51
egg. Þeir sýndu enga vægð og fóru jafnilla með alla, börn sem gamlar konur. Þorpsbúar, sem voru örvæntingu nær eftir tvær eða þrjár slíkar heimsóknir, sendu stundum æðsta mann þorpsins til jarðeigandans í næsta nágrenni til þess að beiðast hjálpar. Þannig eignuðu jarðeigendur sér þorpin. Lögreglu- þjónninn frá Baludj hafði þetta frá föður sínum. Hann varð aldrei bóndi sjálfur, en hafði alltaf, nærri því eins lengi og hann mundi eftir sér, borið vopn og verið liðsmaður jarðeigandans. En í æsku hafði hann orðið fyrir hvorutveggja — ránum og heimilisleysi. Hann varð skelfingu lostinn, þegar honum varð hugsað til þess, að sjálfur var hann nú kominn á mála hjá hernum. Enginn vissi betur en hann sjálfur, hve marga varðliða og hermenn hann liafði skotið og drepið meðan hann var ræningi fyrr á ævinni: „Jafnmarga og hárin á höfði mínu,“ hafði hann fyrir vana að segja. Honum var ómögulegt að hugsa sér tilveru án vopna. Hann var nánast fæddur með byssu í höndum, alinn upp með skotvopnum og mundi líklega deyja með byssu í hendi. Það var honum jafn eðlilegt að ráða manni bana og drekka vatn. Aðeins einu sinni hafði hann fundið til óþæginda eftir að hafa banað manni. Það var eitt sinn í heitri eyðimörkinni, að hann hafði veitt ungum hermanni með úlfalda eftirför á hestbaki. Þegar úlfaldinn varpaði sér örmagna niður á jörðina, kastaði hermaðurinn ungi byssunni frá sér og leitaði skjóls bak við klyfsöðul úlfaldans. Lögregluþjónninn frá Baludj skaut nokkrum skotum upp í loftið og gekk svo yfir til hans. Hann tók byssu hermannsins upp af jörðinni og miðaði á höfuðið, sem sást gægjast upp yfir klyfsöðulinn, þegar ungi hermaðurinn grátbað hann: „Ég biðst vægðar, bróðir, skjóttu mig ekki.“ „Hvað á ég annars að gera við þig? Þú ferst hvort sem er úr þorsta hér í eyðimörkinni, ef ég sleppi þér.“ Síðan hugsaði hann málið á ný og tautaði fyrir munni sér: „Það er svo sem eins gott að vera spar á byssukúlurnar." Ilann greip því taum úlfaldans og sagði við hermanninn um leið og hann bjó sig til brottfarar: „Smáspöl héðan er vatnsból. Reyndu að koma þér þangað.“ Hann reið á burt og teymdi úlfaldann með sér. Fljótlega áttaði hann sig á, að úlfaldinn yrði honum aðeins til trafala. Hann ákvað því að sleppa úlfaldanum lausum. En var hyggilegt að skilja þá eftir saman, úlfaldann og dátann? Hann sneri því aftur og svipti hermanninn lífi með einu byssuskoti. Þetta var eina morðið sem stöku sinnum þjáði hann. Hann gerði sér líka grein fyrir, að hann mundi hljóta slíkan dauðdaga. Faðir hans, tveir bræður og flestir ættingja hans höfðu fallið fyrir óvinakúlu. Þegar jarðeigendui' urðu að ílytja til Teheran til að verða þingmenn, hafði hann ekki átl aðra kosti en ganga í herinn. Hann hafði þó ekki séð fram á, að hann yi'ði sendur að heiman, og þá til Gílan þar sem kuldinn og bleytan eru svo yfirþyrmandi. Lögregluþjónninn frá Baludj hafði ekki minnsta áhuga á manninum frá Gílan. Honum stóð algjörlega á sama, hvort hann reyndi að flýja eða léti flytja sig af frjálsum vilja. Fyrirmælin frá Fumen voru að skjóta hann, ef hann reyndi að flýja undan þeim. Hann treysti fyllilega á byssu sína, hann mundi ekki missa marks! Lögregluþjónninn frá Baludj hugsaði að staðaldri um, hvernig hann ætti að útvega sér peninga og leggja á flótta aftur heim til heitrar eyðimei'kurinnar, sem er svo víðáttumikil að herinn mundi aldrei finna hann. á - LESIÐ MILLI LÍNA 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.