Jón á Bægisá - 01.11.1994, Qupperneq 51
egg. Þeir sýndu enga vægð og fóru jafnilla með alla, börn sem gamlar konur.
Þorpsbúar, sem voru örvæntingu nær eftir tvær eða þrjár slíkar heimsóknir,
sendu stundum æðsta mann þorpsins til jarðeigandans í næsta nágrenni til
þess að beiðast hjálpar. Þannig eignuðu jarðeigendur sér þorpin. Lögreglu-
þjónninn frá Baludj hafði þetta frá föður sínum. Hann varð aldrei bóndi sjálfur,
en hafði alltaf, nærri því eins lengi og hann mundi eftir sér, borið vopn og
verið liðsmaður jarðeigandans. En í æsku hafði hann orðið fyrir hvorutveggja
— ránum og heimilisleysi.
Hann varð skelfingu lostinn, þegar honum varð hugsað til þess, að sjálfur
var hann nú kominn á mála hjá hernum. Enginn vissi betur en hann sjálfur,
hve marga varðliða og hermenn hann liafði skotið og drepið meðan hann var
ræningi fyrr á ævinni: „Jafnmarga og hárin á höfði mínu,“ hafði hann fyrir
vana að segja. Honum var ómögulegt að hugsa sér tilveru án vopna. Hann var
nánast fæddur með byssu í höndum, alinn upp með skotvopnum og mundi
líklega deyja með byssu í hendi. Það var honum jafn eðlilegt að ráða manni
bana og drekka vatn. Aðeins einu sinni hafði hann fundið til óþæginda eftir að
hafa banað manni. Það var eitt sinn í heitri eyðimörkinni, að hann hafði veitt
ungum hermanni með úlfalda eftirför á hestbaki. Þegar úlfaldinn varpaði sér
örmagna niður á jörðina, kastaði hermaðurinn ungi byssunni frá sér og leitaði
skjóls bak við klyfsöðul úlfaldans. Lögregluþjónninn frá Baludj skaut nokkrum
skotum upp í loftið og gekk svo yfir til hans. Hann tók byssu hermannsins upp
af jörðinni og miðaði á höfuðið, sem sást gægjast upp yfir klyfsöðulinn, þegar
ungi hermaðurinn grátbað hann: „Ég biðst vægðar, bróðir, skjóttu mig ekki.“
„Hvað á ég annars að gera við þig? Þú ferst hvort sem er úr þorsta hér í
eyðimörkinni, ef ég sleppi þér.“ Síðan hugsaði hann málið á ný og tautaði
fyrir munni sér: „Það er svo sem eins gott að vera spar á byssukúlurnar."
Ilann greip því taum úlfaldans og sagði við hermanninn um leið og hann bjó
sig til brottfarar: „Smáspöl héðan er vatnsból. Reyndu að koma þér þangað.“
Hann reið á burt og teymdi úlfaldann með sér. Fljótlega áttaði hann sig á,
að úlfaldinn yrði honum aðeins til trafala. Hann ákvað því að sleppa úlfaldanum
lausum. En var hyggilegt að skilja þá eftir saman, úlfaldann og dátann? Hann
sneri því aftur og svipti hermanninn lífi með einu byssuskoti. Þetta var eina
morðið sem stöku sinnum þjáði hann.
Hann gerði sér líka grein fyrir, að hann mundi hljóta slíkan dauðdaga. Faðir
hans, tveir bræður og flestir ættingja hans höfðu fallið fyrir óvinakúlu. Þegar
jarðeigendui' urðu að ílytja til Teheran til að verða þingmenn, hafði hann
ekki átl aðra kosti en ganga í herinn. Hann hafði þó ekki séð fram á, að hann
yi'ði sendur að heiman, og þá til Gílan þar sem kuldinn og bleytan eru svo
yfirþyrmandi.
Lögregluþjónninn frá Baludj hafði ekki minnsta áhuga á manninum frá
Gílan. Honum stóð algjörlega á sama, hvort hann reyndi að flýja eða léti flytja
sig af frjálsum vilja. Fyrirmælin frá Fumen voru að skjóta hann, ef hann reyndi
að flýja undan þeim. Hann treysti fyllilega á byssu sína, hann mundi ekki
missa marks! Lögregluþjónninn frá Baludj hugsaði að staðaldri um, hvernig
hann ætti að útvega sér peninga og leggja á flótta aftur heim til heitrar
eyðimei'kurinnar, sem er svo víðáttumikil að herinn mundi aldrei finna hann.
á - LESIÐ MILLI LÍNA
51