Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 95
Vott munnvik E. B., við munn hans loddi líka eitthvað af kossekta varalitnum
hennar, hragðið af enni hennar, brjóstum hennar, handarkrikum, bragðið af
líkama hennar þöktum kossum, líka rödd hennar sem hljómaði eins og
hnéfiðla og slagharpa í senn, ef til vill líka orðin sem hún bjargaði sér á yfir í
hvunndagslegt snakk, orðin sem kunngerðu lífið með dauða flugmannsins
sem hrapaði. En snerting hennar! Við liana varð að halda sig, hana þurfti
einhvern veginn að sía frá, slíta hana undan vængjum svananna, undan
fiðurflóðinu, til þess að hann ekki aðeins kæmi til þessarar borgar heldur
þyrfti aldrei að skiljast við hana af því að hún varðveitti snertingu hennar. Nú
og, voru þau aldrei skilin hvort frá öðru? Tók ekki þessi saga líka enda? Eins
og allar sögur taka einhvern tíma enda? Maður gal hara ekki skilist hvort við
annað í Maríulaugum. Þar er í mesta lagi hægt að stíga upp í lestina með það
í liuga að hittast aftur seinna. Og lestin gat heldur ekki flutt þann eitthvert til
baka sem heppnast hafði eftir þrjátíu ár að komast til borgarinnar. Hafi snerling
hinna ekki flysjað snertingu E. B. af húð hans, ilmur hinna, svallteiti með
mörgum konum sem líktust hver annarri og báru keini af tjarnarfroskum.
Auðvitað varð að halda hlutunum aðskildum, því alls engin mannleg kynni
gátu orðið svo merkingarsnauð að þeim væri ekki ætlað annað en verða gleypt
af nýjunt kynnum. Engin einustu kynni áttu rétt á að týnast í öðrum kynnum,
allra síst þegar ymur frá hnéfiðlu berst inn í Bach-lokakafiann þeirra. Og það
breytir heldur engu að hljómsveitin á barnum lék Je t'attandrais. Komdu, þér
finnst þó líka gaman að dansa tangó. Tölum heldur saman. í barnæsku minni...
Ég veit, greip E. B. fram í fyrir honum, í barnæsku varstu hræddur við fullorðna
og foreldrar þínir voru ósanngjörn við þig. Þannig var það ekki. Dönsum. í
menntaskólanum talaði sögukennarinn um Hasdrúbal og Hannibal. Ég veit
ekki hver Ilasdrúbal var og ég veit heldur ekkert um Hannibal. Dönsum. í
húsinu okkar bjó stúlka, ég var sautján og hún fnnmtán, við fórum saman
með lyftunni og við kysstumst. Ég veit og þið hélduð að þið munduð unnast að
eilífu. Dönsum! Af hverju getum við ekki talað saman? Gott, við skulum tala
saman. Ég á tveggja ára son. Með honmn? Auðvitað með honum. Ég var honurn
aldrei ótrú, bara með þér ef þú átt við það. Það er gott. Þá get ég vonað að þú
verðir mér aldrei ótrú nema ég beinlínis hrapi. Þú ert ósmekklegur. Dönsum.
Hljómsveitin lék Je t'attandrais og þau dönsuðu, dönsuðu til þess að gleyma
tveggja ára syninum, ákvæðunum um eftirlaunin háu sem hvöttu til aðgæslu,
til þess að gleyma því að sögum er eðlislægt að taka enda. í dansinum var E.
B. jafn þögul og í rúminu. Þú segir svo fátt, byrjaði H. Til hvers að gjannna!
hreytti E. B. í hann. Að gjannna er eins og þegar maður sigar geltandi fjárhundi
inn í friðsama hjörð, hugsanirnar fara óðara í bendu, hendast út í buskann, og
maður hefur ekki vald á líkamanum. Hvers vegna varstu lionum ótrú einmitt
með mér? Hverjum? Þessum fiugmanni sem hrapaði? Æ, honum? Ég lofaði
hvorki honum né þér neinu. Þú ert líka eins og aðrir karlmenn, vilt fá að vita
allt í einu, fortíð og framtíð, en ert ekki fær um að takast á við nútíðina. Ert þú
það? Nú, þarna sérðu. Við erum að dansa. Og þú ert aftur farinn út af sporinu.
Þetta er ekki tangó heldur enskur vals. II. tók sveiílu til þess að líða aftur inn
í rétta hrynjandi en tónlistin þagnaði við þessa snöggu hreyfingu og
herbergisloftið hvolfdist yfir hann. Til baka til Maríulauga, hughreysti hann
áJffiayáá - lesiðmilli lína
95