Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 107

Jón á Bægisá - 01.11.1994, Síða 107
það sem þú hefur gefið mér hefur enginn boðið mér fyrr — dýrmætustu forréttindi háskólaborgara við Masseyskóla. En heyrðu mig nú — viltu ekki þiggja eitthvað fyrir skólans hönd þótt þú viljir ekkert sjálfur? Hvað um digran sjóð? Háskólamenn eru alltaf fjárþurfi. Nefndu bara upphæðina!“ En andskotinn hafði vanmetið mig. Ég veit hvað gerir háskóla að háskóla og það er ekki fé — þótt peningar séu mikill yndisauki. Nú var það ég sem mændi á altarisbríkina. Yst til hægri í þriðju röð er mynd sem fáir kannast við. Hún er tákn sem er svo sérstakt, svo djúpstæðrar merkingar og víðtækrar notkunar að jafnvel prófessor Marshall McLuhan hefur ekki tekist að splundra því. Það er heilög Soffia, hin æðsta viska. Andskotinn vissi á hvað ég var að horfa. „Það máttu eiga,“ sagði hann, „þú kannt svo sannarlega að biðja um hlutina.“ „En það er nú handa skólanum," svaraði ég. Hann andvarpaði. „Allt í lagi,“ sagði hann, „en þú verður að gera þér ljóst að ég hef einungis helminginn af góssinu sem þú biður um — hina æðstu visku — á mínu valdi. Hann skaltu fá handa skólanum og það er rausnarleg gjöf. Ég get ekkert sagt um hvenær þú færð hinn helminginn.“ „Það get ég,“ svaraði ég, „ég býst við honum um leið og þú ferð heim um jólin í allra fyrsta sinn.“ Hann hló í síðasta skipti, lagði dýrlegu vængina saman og hvarf. Ég hélt í þungum þönkum til skrifstofu minnar til þess að merkja við enn einn daginn sem útheimtir að fáninn okkar sé dreginn að hún og Katrínarklukkunni hringt tuttugu og einu sinni — ef til vill um alla eilífð. Háskólans hafði enn einu sinni verið vitjað — við aðstæður sem ég hefði hvorki getað séð fyrir né komið í veg fyrir — ekki af draugi beinlínis, því hann var greinilega af tilverusviði sem var óumræðilega kraflmeira og voldugra en það sem við þekkjum — heldur anda af hæstu stigum. Ég fann til með jafnréttissinnunum sem vilja meina okkur kynni af öðrum en draugum úr smáborgarastétt. Ég sá að dansleiknum var lokið og jólahaldið komið vel á skrið. Ólöf Eldjárn íslenskaði. á ~ LESIÐ MILU LÍNA 107
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.