Jón á Bægisá - 01.11.1994, Page 109
pest-Tost, Leaven of Malice og A Mixture of Frailties), The Deptford Trilogy
(Fijlh Business, The Manticore og World of Wonders) og The Cornish Trilogy
(The fiebel Angels, llliat’s Bred in the Bone og The Lyre of Orpheus).
Li Fu-yen, höfundur sögunnar um Chang Lao, var kínverskur og uppi
snemma á níundu öld á seinni hluta Tang-tímabilsins. Ritlist er almennt talin
hafa risið hæst í Iíína á á tímabilum Tang- og Sung-ættarveldanna, 618—907
og 960—1280 e. Kr.
Sigitas Geda er meðal fremstu skálda Litháens. Hann er fæddur 1943 í
Pateriai í nágrenni Veisiejai en býr nú í Vilnius. Hann gekk í gagnfræðaskóla
í Veisiejai, lærði síðar sögu og bókmenntir við háskólann í Vilnius. Ljóð hans
eru undir sterkum áhrifum af austurlenskri dulhyggju, þýskum miðalda-
fræðum og nýplatonisma. Hann spannar yfir ótrúlega vítt svið, yrkir jöfnum
höndum barnavísur, óperu- og söngleikjatexta, allt litað af fornum goðsögum,
litháískum ævintýrum og súrrealisma.
Um þýðingu sína segir Vilborg Dagbjartsdóttir: „Þýðingin er þannig tilkomin
að fyrir tveimur árum bauð Reykjavíkurborg hingað listamönnum frá baltísku
löndunum, skáldum og tónlistamönnum. Sigitas Geda var meðal skáldanna
sem boðið var, þótt hann síðar sæi sér ekki fært að koma. Ekkert af ljóðum
hans var til á íslensku og aðeins einn íslendingur hafði fengist við að þýða úr
litháísku, Jörundur Hilmarsson, ágætur fræðimaður og þýðandi, en hann var
fársjúkur og lést nokkrum mánuðum síðar.
Ég lét telja mig á að reyna að þýða nokkur ljóð Sigitas Geda og studdist við
norskar, sænskar, danskar og enskar þýðingar sem voru ljósritaðar upp úr
safnritum og tímaritum, heila bók eftir hann hef ég ekki séð og kann ekkert í
máli hans. Þetta er ófullburða tilraun en ég lagði mig alia fram enda hreifst ég
mjög af ljóðum skáldsins.“
Martin A. Hansen (1909—55) var einn snjallasti og áhrifamesti
rithöfundur Dana efiir seinni heimsstyrjöld. Hann var bóndasonur og kennari
að mennt, en hóf að semja skáldverk hálfþrítugur. Fyrstu skáldsögur hansTVu
opgiver han og Kolonien (1935—37) fjölluðu um félagslegar aðstæður á
æskuárum höfundar. Næstu tvö skáldverk hans Jonatans Bejse (1941) og
Lykkelige Kristojfer (1945) voru söguleg og skrifuð í allt öðrum stfl. Næst kom
smásagnasafnið Tornebusken (1946) með þremur sögum sem þóttu miklum
tíðindum sæta. Sama var að segja um smásagnasafnið^g-er/jonen (1947) sem
ýmsum þótti vera hans besta verk. Síðasta skáldsaga hans var Logneren (1950)
sem upphafiega var samin fyrir útvarp og hefur komið út á íslensku. Önnur
smásagnasöfn hans voru Paradisceblerne (1953),Konkyljen (1955), Midsommer-
krans (1959) og Haslgildet (1960). Martin A. Hansen birti líka ritgerðasöfnin
Tanker i en skorsten (1948) og Leviathan (1950). Ennfremur hið merka
sögulega verk Orm og Tyr (1952) og nokkrar ferðabækur, þeirra á meðal Bejse
paa Island (1953) sem komið hefur út á íslensku. Fjórar smásögur hans birtust
í safninu Syndin ogfleiri sögur (1964).
á - LESIÐ MILLI LÍNA
109