Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 12

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 12
Ókunn írönsk skólastúlka „Hvernig eignuðust þið peningana?“ spyr ég full tortryggni. Þau hlaupa hrædd burt. Eftir svolitla stund áræðir dúkkan að tala við mig. Þegar ég kemst að því að þau hafa tekið peningana úr buddunni hennar mömmu þá læsi ég þau inni í músagildru sem stendur úti í horni á stofunni. Svo vef ég laki um höfuðið á mér og græt þar til augun verða eins og bollar fullir af blóði. A leiðinni í skólann kemst ég að því að slæðan sem ég ætlaði að kaupa handa mömmu er ekki lengur í búðarglugganum. Hún var ólífugræn á lit- inn með blómamunstri. Aftur fyllast augun af tárum og ég græt alla leið- ina í skólann. Og meðan kennslukonan les fyrir okkur teikna ég slæðu sem berst burt með vindinum. Og ég teikna mikið af svörtum skýjum á him- ininn og mála tvö augu full af tárum á eitt þeirra. Það er mynd af sólinni í kennslubókinni okkar. Við áttum að skrifa orðið sól á heila síðu, sagði kennslukonan. Ég teikna læk í stílabókina mína. Sól- in speglast í honum. Hann bugðast við ræturnar á háu fjalli. Ég teikna líka fjöldann allan af stjörnum á himininn. Undir myndina skrifa ég: „Him- inninn er fullur af stjörnum, sólin er sokkin í ána, vatnið er blátt og það rennur um skóg sem er fullur af blómum. Blómin eru rósrauð.“ „Þú hlustar ekki á það sem kennarinn er að segja okkur,“ segir dúkkan brosandi. Svo bætir hún við: „Sagði hún ekki að jörðin snerist og þess vegna væri dagur og nótt?“ „Sannaðu það,“ segi ég. „Ég er að segja satt, trúðu mér. En við getum ekki skilið að jörðin skuli snúast,“ segir hún með spekingssvip og stappar um leið niður fótunum. „Sjáðu hvernig hún lætur undan.“ Við förum upp að fjallinu hjá læknum. Vatnið í honum er heiðblátt. Ég ríf af blómgaða trjágrein og fleygi henni í lækinn. Greinin lítur út eins og fjöldinn allur af blómum sé á floti í vatninu. Þegar við beygjum okkur yfir lækinn sjáum við sólina líða ísmeygilega yfir sandinn á lækjarbotninum, sílin elta hana og hún segir þeim hvernig dagurinn í dag hafi verið. Við sitjum á árbakkanum og dinglum löppunum niðri í vatninu. Það er ískalt. í vatninu speglast stjörnurnar, dúkkan mín og og blómgaðar trjágreinar. Ég klifra upp í tré og sæki ellefu stjörnur ofan af himninum, svo príla ég niður aftur. Ég tek blómguðu greinina upp úr læknum, þvínæst legg ég af stað heim og tek dúkkuna með mér. Ég lími stjörnurnar á himininn á myndinni og festi líka blómin á greinarnar á stóra trénu. Þegar ég vakna morguninn eftir sé ég að stjörnurnar eru horfnar og vindurinn hefur feykt blómunum burt. En sólin skín yfir fjallstindinum. io á JBagaöiá - Tímarit pýðenda nr. 7 / 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.