Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 31

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Qupperneq 31
Wail Ragab Maðkar og aftur maðkar Ég var feitur, er mér sagt, þegar ég var í maga móður minnar. Móðir mín var hins vegar mögur og efnið, sem magi hennar var úr, teygjanlegt. Að vísu ekki eins teygjanlegt og one-size dömusokkabuxur. Þess vegna gat móðir mín ekki afborið vafningalaust líkamsstærð mína og áreitnar hreyf- ingar. Ég fann á hinn bóginn fyrir þrýstingi og þrengslum rýmisins um- hverfis mig. Þetta er ástæðan fyrir því hversu áreitinn og uppreisnargjarn ég er. Þessi deila gekk svo langt hjá okkur að ég sparkaði einu sinni af öllu afli í hana innan frá og meiddi hana. Hún bölvaði mér sem olli því að litla táin hægra megin varð kreppt. Og það mjög áberandi eins og þið getið séð þegar ég legg fótinn upp á borðið þegar ég hef lokið skrifunum. Ekki dró úr uppreisnargirni minni og þörf fyrir meira rými eftir að ég fór innan úr henni. Ég borðaði óheyrilega mikið. Þannig eldaði móðir mín til dæmis grænmetissúpu, þ.e. hún tók dvergbít, baunir, gulrætur og kartöflur og blandaði í hrærivél þannig að úr varð mjúkt mauk sem gat límt hverja ein- ustu manneskju við stólinn sinn. Þar sem ég kann ekki að meta salt setti hún sykur í staðinn. Hún kom eldhúskollinum fyrir í 25 cm fjarlægð frá mér eins og hæfir heilbrigðu líferni og setti skálina ofan á hann. A milli skálarinnar og munnsins á mér þurfti skeiðin að fara í tvær áttir. Þegar skeiðin fór í áttina frá mér og ég þurfti að bíða þangað til hún kom til baka grét ég alltaf. Móðir mín setti því skálina fast upp að munninum á mér og hóf að þeyta hleðslu skeiðarinnar inn í munninn á gríðarlegum hraða og spöruðum við okkur þar með grátinn. I eftirmat gleypti ég í mig stóru rauðu vínberin án þess að tyggja þannig að þau komu heil í klósettið. Færu þau í gegn áður en ég kæmist á klósettið þá skildu þau eftir fjólubláa flekki í buxunum mínum. Þess vegna var ég alltaf rjóður í vöngum og stálhraust- ur. I dag er ég tuttugu og fjögurra ára og faðir minn lést fyrir tveimur árum. Ég er byrjaður að teygja lóðrétt úr mér. Svipurinn á heilbrigða drengnum úr Cérélac-auglýsingunni er horfinn, við erum alls ekkert líkir lengur. Menn segja að ég hafi maðkanýlendu í maganum og verði kannski á . — Þegar stríð að stríðinu verður 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.