Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 76

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 76
Atiðna HöddJónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir spurðra grunnskólabarna lesið eina eða fleiri Tinna-bók. Aðrir bókaflokk- ar sem höfðu verið lesnir að einhverju marki voru bækurnar um þá Lukku- Láka, Sval og Val og Astrík. Skjáþýðingar Forsaga kvikmyndaþýðinga nær allt aftur til þöglu myndanna þar sem stuttum texta var komið fyrir á milli atriða svo atburðarásin kæmist betur til skila. Lítið vandamál var að þýða þessar skýringar og mætti því kalla þöglu myndirnar alþjóðlegar í þeim skilningi. Málin tóku hins vegar að flækjast með kvikmyndinni The Jazz Singer, fyrstu talmyndinni sem var framleidd árið 1927. Hollywood kvikmyndir höfðu notið mikilla vinsælda í Evrópu þar sem þær þóttu tiltölulega auðskiljanlegar en nú sáu forráða- menn draumaverksmiðjunnar fram á minnkandi sölu á kvikmyndum þangað. Slíkt mátti ekki gerast því talmyndir höfðu í för með sér stórauk- inn framleiðslukostnað. í fyrstu kom jafnvel til greina að hætta við tal- myndir.6 Til þessa kom þó ekki því Hollywood leysti vandamálið á tvo mismun- andi vegu, þ.e. að nota talsetningu eða skjátexta. Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn gripu til þess ráðs að nota talsetningu. Til þess voru notaðir innlendir leikarar og var þá reynt að nota sömu innlendu leikarana fyrir er- lendu stjörnurnar frá einni mynd til annarrar. Minni þjóðir eins og Belgía, Holland, Portúgal og Norðurlönd ákváðu hins vegar, aðallega af sparn- aðarástæðum, að nota skjátexta. Þegar kom að því að íslendingar tækju ákvörðun um þýðingar á erlendum kvikmyndum var fylgt í fótspor smærri þjóða og skjátextinn valinn fram yfir talsetningu. Einungis í seinni tíð hef- ur það tíðkast að talsetja nær allt barnaefni bæði í kvikmyndahúsum og sjónvarpi þó kvikmyndahúsin bjóði upp á textaðar útgáfur stærri teikni- mynda. Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar 30. september 1966 komu fyrstu skjátextarnir í sjónvarpi fyrir sjónir almennings. Strax fyrsta útsendingar- kvöldið var spennuþátturinn Dýrlingurinn sendur út með íslenskum texta. Fram til þessa höfðu íslenskir kvikmyndahúsagestir að mestu orðið að láta sér lynda erlent efni óþýtt eða með dönskum texta.7 Eggert Þór Bernharðs- son nefnir í grein sinni „íslenskur texti og erlendar kvikmyndir“ nokkur dæmi um kvikmyndir sem sýndar voru með íslenskum texta. Þetta voru yfirleitt kvikmyndir sem tengdust íslandi á einhvern hátt. Dæmi um þetta er Saga Borgarœttarinnar sem var byggð á skáldsögu Gunnars Gunnarsson- ar og tekin að hluta hér á landi. Hún var frumsýnd í Reykjavík 1921 með 6 Björn Þór Vilhjálmsson 1999: 16. 7 Ellert Sigurbjörnsson 1999: 6-9. 74 Jfiew á Jfflœjr/Sá — Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.