Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 87

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 87
Þýðingar d islenskum markaði 2001 stéttarfélagið yrði stækkað og tæki inn fleiri en þá sem hafa löggildingu. Félaginu mætti hins vegar deildaskipta eftir menntun og reynslu. Meðal þess sem stéttarfélag þyrfti að hvetja til væri að þýðendur leituðu fyrir sér varðandi tryggingar. Jón Skaptason hefur lagt til að skjalaþýðendur væru skyldaðir til að tryggja sig gagnvart mistökum. Sem stendur er þetta elcki skylda þótt einhverjir séu tryggðir. Þýðendur geta fengið veirur í tölvur sínar eða hellt úr kaffibollanum yfir mikilvæg gögn. Trygging skiptir líka verulegu máli þegar um rangþýðingar er að ræða. Rangþýðing á samningi getur þýtt milljóna tjón fyrir fyrirtæki og það er ekki auðvelt fyrir þýðanda að bera ábyrgð á slíku. Það er greinilega víða pottur brotinn í þessum flokki þýðinga. Ekki svo mjög í faglegri vinnu þýðendanna sjálfra, því upp til hópa er um að ræða vel menntað metnaðarfullt fólk og eru viðskiptavinir yfirleitt ánægðir með störf þeirra. Að vísu gaf viðmælandi í dómsmálaráðuneyti þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins fremur lága einkunn og kvað oft þurfa að „laga“ þýðingar sem þaðan koma. Það er hins vegar í stéttarfélags- og menntun- armálum sem þyrfti að taka til hendinni svo málum verði komið á réttan kjöl. Tölvuþýöingar Með tilkomu internetsins fer heimurinn stöðugt minnkandi. Heimilistölv- an er tiltölulega ný af nálinni og internetið er enn ungt að árum en stækk- ar með ógnarhraða. Tölur frá Hagstofu íslands sanna þetta svo ekki verð- ur um villst. I könnun má sjá að árið 1994 höfðu 47,6% Islendinga aðgang að tölvu og tölvubúnaði á heimili sínu. Árið 1998 var þessi tala komin upp í 61,1% og hefur hún eflaust hækkað enn frekar.19 Ef litið er á tölur um fjölda netléna á landinu sést að í janúar árið 1995 voru þau aðeins 82 en í sama mánuði árið 1999 eru þau orðin 1369.“ Árið 1999 var fjöldi netteng- inga 21.894 en Þær voru aðeins 20 árið 1990. Reyndar er tekið fram í skýrsl- unni að tölur um fjölda léna og nettenginga eru ekki fyllilega sambærileg- ar á milli ára vegna mismunandi aðferða við talningu.21 Sífellt fleiri fyrirtæki sjá sér hag í því að hafa vefsíðu á netinu, enda nær enginn annar miðill til jafn margra viðskiptavina og kostnaðurinn við að halda úti vefsíðu er tiltölulega lítill. Algengasta tungumálið á net- inu er enska og mörg fyrirtæki hafa þýtt vefsíður sínar á ensku og jafn- vel önnur tungumál. Þýðingar á vefsíðum eru þó frekar nýjar af nálinni og vinnubrögð við þær afar misjöfn. Þróunin á þessu sviði er mjög ör 19 Hagstofa íslands 1999: 197. 20 Sama rit: 199. 21 Sama rit: 198. d . yi/'fiy/'já - Þegar stríð að stríðinu verður 85
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.