Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 17

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 17
Dúkkati mín, broddgölturinn minn og ég „Hvar er Himnaríkið,“ spyr ég. Skýið starir út í fjarskann. Jörðin er auð og tóm. Allsstaðar eyðimerkur, sandstormurinn kæfir allt sem lifir. „Langt í burtu...“ svarar skýið djúpt hugsi... „í fjörutíu ár hef ég fund- ið ilminn af því“. Ég legg mömmu á skýið og sest hjá henni. Tek svo höfuð hennar í kjölt- una. Hendurnar eru sigggrónar, vaxbleikar og harðar eins og tré. Himinninn er blár, skýið hvítt og rautt. Ég sé fjallstindinn meðan við berumst burt. Dúkkan mín grætur hljóðlega. Broddgölturinn leikur sér. Hann er að byggja kofa úr smásteinum. Nú kólnar og það er lítilsháttar regnúði. Ég er með grátstafinn í kverkunum. Mamma dó um sólarlag þennan dag. Nú er sólin aftur sest. Hjarta mitt er fullt af angri og eftirsjá. Kærar eru minningarnar um skólann minn, bæk- urnar og litaheftin. Dúkkan mín og broddgölturinn eru ekki lengur í skapi til að ólmast og hlæja. Ég hengi þau á skaftið á kerrunni. Þau horfa þegj- andi og hissa í kringum sig. Broddgölturinn minn fær langvinna hósta- hviðu. Hann hefur horast og er lítið orðinn nema skinn og bein. í gær bað hann mig um að kaupa litabók handa sér... Ég horfi á laufið falla í sífellu niður í grasið í skemmtigarðinum. Ég er orðin vön að sjá grænt laufið fá gulan lit og svífa til jarðar. Hugur minn er fullur af þrá og söknuði. Ég ligg á bekknum og hef ýtt kerrunni undir hann. A himninum sjást mislitir skýjabólstrar. Mér verður hugsað til peysunnar minnar, sem bráðnaði og breyttist í vatn, og mömmu, með vaxbleika fingurna. Vindurinn næðir og gul laufin falla til jarðar. Minningarnar hverfa undir laufið. Mér finnst eins og ég sé dáin. Um nóttina taka verðirnir ekki eftir mér. Að lokum hylja laufin mig eins og líkblæja. Magnús Ásmundsson þýddi úr esperanto Þessi saga er eftir níu ára íranska skólastelpu. Námsstjórinn rakst á hana og hreifst af frá- sagnarhættinum og því hvernig leikur og ímyndun renna, að hætti barna, gjörsamlega sam- an við raunveruleikann þannig að hvergi vottar fýrir samskeytum. Námsstjórinn þýddi söguna á esperanto, og hún birtist í tímaritinu Monato. Og í þeirri mynd fannst mér hún mjög heilland. - MÁ á ÁSagpáiá — Þegar stríð að stríðinu verður 15
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.