Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 68

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 68
Auðna Hödd Jónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir okkar, Davíð Þór Jónsson þáverandi ritstjóri hjá Bleiku ogbláu, fór ekki í neinar grafgötur með það að þetta væri gert til að fara í kringum höfund- arréttarlög. Ein undantekning er á þessu þar sem tímaritið Lifandi vísindi er þýtt í heild sinni úr erlendu tungumáli og einungis 5% efnisins innlent. Sá háttur er haíður á að þegar greinarnar eru þýddar er reynt að leita til ís- lenskra sérfræðinga og fá heimildir um aðstæður á íslandi; t.a.m. ef um er að ræða sykursýki eða eldgos er tölulegum upplýsingum um sykursýki á Is- landi bætt við greinina en reynt að koma Heklu og Kötlu að í greininni um eldgos. Markvisst er unnið að því m.a. í samstarfi við Háskóla íslands að aulta hlut innlends efnis í blaðinu. Blaðið er keypt í heild sinni að utan og kemur jafnvel „layoutið" tilbúið frá móðurútgáfunni. Ef ráðist er í beina þýðingu á heilli grein hjá dagblöðunum er oft um að ræða mjög sér- tækt efni og er þá jafnvel leitað til þýðenda úti í bæ og þeirra getið við greinina. Annars er blaðamanna sjaldnast getið á dagblöðunum en nær alltaf á tímaritunum. Langmest er þýtt úr ensku, en Norðurlandamálin koma þar á eftir. Undantekning er Lifandi vísindi sem er þýtt í heild sinni úr dönsku en það kemur út í Danmörku og er þýtt á öll Norðurlandamál- in, frönsku og þýsku. Aðalþýðandi blaðsins, Jón Daníelsson, hefur haft fullt starf af þýðingum síðustu tíu árin. Auk þess að þýða Lifandi vísindi fæst hann við þýðingar á því sem hann kýs að kalla afþreyingarbókmennt- ir. Blaðamenn á dagblöðunum hafa nokkuð frjálsar hendur hvað varðar vinnulag við greinaskrifin, en þegar kemur að efnisvali skiptist þetta nokk- uð niður á bæði ritstjóra og blaðamenn. Ritstjórar lesa í flestum tilfellum greinarnar yfir sem og íslenskumenntaðir prófarkalesarar. Eitt af því sem ritstjórar þurfa að hafa vakandi auga fyrir er samræming. Að ákveðin stofn- ana- og fyrirtækjaheiti erlend séu alltaf þýdd á sama hátt sem og að fyllsta samræmis sé gætt í stafsetningu þegar fleiri en einn möguleiki er fyrir hendi. Til að reyna að fylgja þessu eftir hefur í sumum tilfellum verið brugðið á það ráð að útbúa sérstök orðasöfn til notkunar innanhúss. Þetta starf er þó ennþá í burðarliðnum og vantar þó nokkuð uppá að það dugi til. Aðeins Morgunblaðið hefur síðustu 10—12 ár gert skýlausa kröfu um að allir blaðamenn sem ráðnir eru hafi lokið háskólaprófi sambærilegu við B.A. gráðu. Þeim sem störfuðu hjá blaðinu fyrir þann tíma en hafa ekki háskólapróf var vitaskuld ekki sagt upp. Annars staðar var okkur tjáð að mjög gott væri að starfsmenn væru vel menntaðir og helst með háskóla- próf, en ólík reynsla og þekking kæmi sér sömuleiðs vel. Sú krafa sem all- ir gerðu undantekningarlaust var góð móðurmálskunnátta. Hjá dagblöð- unum voru eins og gefur að skilja mun meiri kröfur um hröð vinnubrögð. 66 á díSœýr/iiá, — TÍMARIT ÞÝÐENDA NR. 7 / 2003
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.