Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 84

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 84
Auína HöddJónatansdóttir og Rannveigjónsdóttir Þegar fyrirtæki þurfa að leita til þýðenda utan fyrirtækisins er afar al- gengt að leitað sé til sama þýðandans aftur og aftur. Með því að leita alltaf til sama þýðandans veit viðskiptavinurinn að hverju hann gengur, hver taxtinn er og hvernig vinnubrögð þýðandinn viðhefur. Samræming texta skiptir þarna líka verulegu máli því mikilvægt er að þýða sömu orð og hug- tök alltaf eins. Þær kröfur sem fyrirtæki sem leita til utanaðkomandi þýð- enda gera eru mjög misjafnar. Sum fyrirtæki afhenda þýðandanum verkið án þess að tiltaka nokkrar sérstakar kröfur; í öðrum tilfellum er um að ræða mjög sérhæfðar óskir af hálfu viðskiptavinar. Sú krafa sem virðist vera efst á blaði hjá viðskiptavinum er krafan um góðan vinnuhraða. Undir- liggjandi er síðan krafan um nákvæmni og vönduð vinnubrögð en hraðinn skiptir öllu meira máli í heimi viðskiptanna. Hvort textinn er fullunninn af þýðandanum eða viðskiptavinurinn sér sjálfur um prófarkalestur og lokaútgáfu á textanum er samningsatriði í hvert sinn og virðist nokkuð al- gengt að viðskiptavinurinn vilji rótast eitthvað í þýðingunni sjálfur að vinnunni lokinni. Ekki er algengt að gerð sé krafa um að þýðandinn sé lög- giltur skjalaþýðandi. Hildur Pétursdóttir hjá utanríkiráðuneytinu giskaði á að sú krafa væri í u.þ.b. 3% tilvika. Aðeins á lögmannsstofu Svölu Torlaci- us var gerð krafa um löggildingu en þar kom fram að: „Lögmenn geta að sjálfsögðu þýtt sína texta ef þeir treysta sér til en við höfum það viðmið að alltaf sé leitað til löggildra þýðenda ef skjalið á að leggja fram fyrir rétti eða stjórnvaldi og ef um samninga er að ræða. Almenn bréf til erlendra lög- manna og samskipti sjáum við um sjálf.“ Löggilding fæst með prófi sem tekið er hjá dómsmálaráðuneytinu. Nýj- ar reglur um prófið tóku gildi í júlí 2001. Samkvæmt þessum nýju reglum er gert ráð fyrir að prófið standi undir sér og mun það þar af leiðandi kosta á bilinu 40-80 þúsund krónur að fá að þreyta prófið. Viðmælandi okkar hjá dómsmálaráðuneytinu sagði að fyrir um tíu árum hafi u.þ.b. 20 manns þreytt prófið árlega og að meðaltali fimm þeirra náð. I dag er aðsóknin mun minni og þeir sem ná enn færri. Reglur um löggilta skjalaþýðendur og dómtúlkendur eru svohljóðandi: H 1. gr. Með dómtúlki og skjalaþýðanda er í lögum þessum átt við þann sem öðlast hefur löggildingu til að annast túlkun fyrir dómi og þýðingu skjala sem hafa réttarlegt gildi. □ Dómtúlkar og skjalaþýðendur eru opinberir sýslunarmenn. Njóta þeir réttinda og bera skyldur samkvæmt því. ■ 2. gr. Rétt til að öðlast löggildingu sem dómtúlkur eða skjalaþýðandi hefur sá sem fullnægir þessum skilyrðum: a. Er lögráða og svo á sig kominn andlega að hann sé fær um að annast túlkun og þýðingar. 82 d .ýSr/ydiá — Tímarjt i>ýðenda nr. 7 / 2003
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.