Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 69

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 69
Þýðingar á tslenskum markaði 2001 Þegar koma þarf út fréttum sem allra fyrst skiptir máli að blaðamennirnir geti unnið nokkuð hratt og örugglega, annars staðar þarf vinnuhraðinn ekki að vera alveg jafn mikill. Menntun og reynsla þýðendanna, þ.e. blaðamannanna sem við áttum viðtöl við, var af ólíkum toga. Próf í tungumálum og sagnfræði, kennara- eða jafnvel tónlistarmenntun var meðal þess sem við rákumst á. Einn við- mælenda sagðist vera meiraprófsbílstjóri, hafði að vísu lokið stúdentsprófi og skoðað nokkrar deildir í háskólum, en aldrei lokið þaðan prófi. Allir viðmælendur voru sammála um að öll alhliða þekking nýttist vel í þessu starfi, s.s. landafræði, sagnfræði og þekking á stjórnarfari; blaðamenn eru jú oftast að skrifa um allan heiminn og allt sem gerist í honum. Það vakti athygli að í nokkrum tilfellum virtust ritstjórar standa í þeirri trú að starfs- menn þeirra hefðu háskólamenntun en við nánari athugun kom í ljós að engri gráðu hafði verið lokið. Allir fastráðnir blaðamenn höfðu skrifstofu eða í það minnsta aðstöðu á vinnustað þar sem hægt var að nálgast ýmis hjálpargögn. Þeir sem voru lausráðnir eða „freelance“ unnu yfirleitt heima og urðu að notast eingöngu við eigin aðstöðu. Ekki var algengt að um sér- hæfingu væri að ræða, þó voru á fréttastofunum einhverjir sem höfðu sér- hæft sig t.a.m. í málefnum Mið-Austurlanda og erfðafræði. Vinnutími markaðist af því hvort viðkomandi var fastráðinn eður ei. Þeir fastráðnu höfðu ákveðinn fastan vinnutíma sem gat vitaskuld breyst ef um var að ræða yfirvinnu eða slíkt. Þessi fasti vinnutími var hins vegar mismunandi eftir því hvenær tiltekið dagblað eða tímarit þurfti að komast í prentun. Vinnutími blaðamanna í Morgunblaðinu er gjörólíkur þeirra sem vinna á DV. Fréttastofurnar á DV og Morgunblaðinu eru reyndar ólíkar, bæði að stærð og gerð. A Morgunblaðinu starfar Steingrímur Sigurgeirsson sem rit- stjóri erlendra frétta. Hjá honum starfa sjö fastráðnir blaðamenn auk þess sem hann hefur til umráða net blaðamanna og þýðenda úti í bæ. Á DVsjá þau Guðlaugur Bergmundsson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir algerlega um að velja, setja saman og þýða allar erlendar fréttir og greinar. Erlenda fréttadeildin er frjáls og óháð, sjálfstæð eining, þótt hún heyri undir frétta- stjóra. Vinnutími lausráðinna blaðamanna er í flestum tilfellum að miklu leyti undir þeim sjálfum kominn. Þeir hafa ákveðinn lokaskiladag en þess utan er þeim í sjálfsvald sett hvenær dagsins eða næturinnar þeir vinna verkið. Laun blaðamannanna eru afar ólík enda greidd eftir ólíkum töxtum. Flestir fá greitt samkvæmt taxta Blaðamannafélagsins, aðrir fá greitt eftir samningum sem Fróði hefur gert við sitt starfsfólk, og einstaka fara eftir taxta Rithöfundasambandsins. I síðastnefnda tilvikinu var um að ræða eina tímaritið þar sem algerlega var litið svo á að verið væri að vinna þýð- á — Þegar stríð að striðinu verður 67
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.