Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 57

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Síða 57
Þýðingar d íslenskum markaði 2001 andanum aftur. Þá fær þýðandinn yfirleitt um helming af upphaflegum launum. Upphaflegi samningurinn gildir fyrir ákveðinn eintakafjölda, u.þ.b. þrjú þúsund eintök. Þó skal tekið fram að tvær kiljur jafngilda einu eintaki, en eintak er miðað við innbundna bók. Á meðan fleiri eintök en fimmtíu eru til á lager, er bókin enn „in print“ eins og það kallast, en ef svo er ekki og forlagið hefur engar fyrirætlanir um að gefa bókina út aftur, má þýðandinn fara með þýðingarverk sitt annað, eða gefa það út sjálfur — svo fremi að hann hafi útgáfurétt á frumverkinu — því þýðandinn á höf- undarrétt að þýðingum sínum til æviloka og erfingjar hans 70 ár eftir and- lát hans skv. höfundalögum. Rithöfúndasambandið semur við úgefendur fyrir hönd þýðenda — en aðeins um lágmarkstaxta — hver og einn er svo hvattur til þess að ná sem bestum samningum fyrir sína vinnu. Samningur RSÍ við útgefendur um þýðingar fagurbókmennta vorið 2001 hljóðar upp á normalörk, 16 bls, kr. 35.200, eða normalsíðu, 2160 letureiningar, kr. 2.200. Þýðendur eru ekki á eitt sáttir um hversu nytsamlegir samningar Rithöfundasambandsins eru. Flestum þykir gott að hafa ákveðinn bakhjarl sem fylgist með því að hinir fjársterku útgefendur geti ekki virt sjónarmið þeirra að vettugi, en öðrum þykir tilvist taxtanna óþægileg; því útgefendur líti á þessa lágmarkstaxta sem einskonar launaskrá og þess vegna sé erfitt að ná almennilegum samn- ingum. Hvorugt forlagið sem talað var við er með þýðendur á launaskrá þótt oftast sé það sama fólkið sem þýðir fyrir þau, hvort um sig. Það er líka afar sjaldgæft að þýðendum sé útveguð aðstaða í gegnum forlagið og flestir vinna þeir einfaldlega heima hjá sér. Ef þýddar eru fleiri en ein bók eftir sama höfund fylgir sami þýðandinn yfirleitt höfundinum, því þýðandi ljær höfundi upphaflega ákveðinn blæ á íslensku og því væri það eins og höf- undur hefði gengið í gegnum meiriháttar stílbreytingu ef allt í einu væri skipt um þýðanda. Það er algengt að fólk komi inn af götunni með hugmynd að þýðingu og vilji grænt ljós frá útgefendum. Kristján B. Jónasson hjá Eddu — miðl- un & útgáfu segir að reynslan hafi sýnt þeim að það gangi sjaldnast upp. „Það er þægilegast fyrir okkur að hafa nokkra góða þýðendur sem við get- um treyst og skilja að forlög eru eins og verksmiðjur; hlutirnir verða að ganga hratt og smurt“. Snæbjörn í Bjarti notar oft sömu þýðendurna en þar eru hlutirnir hinsvegar persónulegri, enda útgáfan smærri í sniðum. Engar formlegar menntunarkröfur eru gerðar til þýðenda og er því helst miðað við orðspor þeirra og reynslu. Reynsla þýðanda og reynsla annarra af honum skiptir öllu í þessu fagi því það er eina tryggingin sem útgefend- ur hafa fyrir gæðum vinnunnar. Forlögin hafa (formlegan eða óformlegan, á ,93ay/'-já - Þegar stríð að strÍðinu verður 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.