Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 81

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 81
Þýðingar á íslenskum markaði 2001 þann veg að höfundarrétturinn verður stöðvarinnar. Þetta hefur vakið litla hrifningu hjá þýðendum stöðvarinnar og hafa einhverjir þeirra þegar yfir- gefið skipið. Ellert B. Sigurbjörnsson útskýrði þetta sem svo að erlendir seljendur efnisins gerðu þá kröfu að þýðingin sé þeirra eign eftir að sýn- ingum lýkur. Þetta er sennilega vegna DVD diskanna því þá geta seljend- ur sett íslensku þýðinguna sem notuð hefur verið hér heima beint inn á diskinn án þess að borga aukalega íyrir hana. Skjáþýðingum fylgja alltaf tvö afar stór vandamál sem ekkert annað þýð- ingarform þarf að kljást við. Annars vegar er verið að þýða af einu málsniði yfir á annað, flytja talmál yfir á lesmál. Slíkt getur verið erfitt, ekki síst þeg- ar litið er á það knappa pláss sem þýðandinn hefur til að koma efninu til skila. Textinn er ýmist ein eða tvær línur. I hvorri línu eru ekki nema 32 slög og birtist textinn á skjánum í u.þ.b fjórar sekúndur. Hins vegar hefur áhorf- andinn alltaf frummálið fyrir framan sig um leið og hann les þýðinguna. Þannig getur hann, svo fremi að hann skilji frummálið, borið saman og vegið og metið gæði þýðingarinnar. Þýðandinn er alltaf undir smásjá áhorf- andans mun meira en þeir sem fást við aðrar gerðir þýðinga. Fæstir þýðendur hafa þýðingar að aðalstarfi; þeir virðast samt sem áður fullir metnaðar og afar meðvitaðir um vinnu sína. Þrándur Thoroddsen benti réttilega á að skjáþýðingar eru sennilega það ritmál sem kemur fyrir augu flestra landsmanna og sagðist því reyna að láta aldrei frá sér nema það sem hann er sjálfur ánægður með. Hann benti jafnframt á að þetta væri oft og tíðum erfitt þar sem gerð er krafa um mikinn hraða en enginn er tilbú- inn að borga vel fyrir þýðingar. Flestir þýðendur voru þeirrar skoðunar að launin væru því einungis ásættanleg ef vinnuhraðinn væri mikill. Þýðandinn velur sér sjaldnast efni sjálfur til þýðingar. Það er hlutverk vinnuveitandans. Tinna Jóhannsdóttir sagðist hafa einstaklingana í huga þegar hún deildi út verkefnum, lét t.a.m. ekki „töffarana" um að þýða Judging Amy og Providence. A Ríkissjónvarpinu hefur orðið til einhvers konar sérhæfing. Sumum ferst best úr hendi að þýða gamanþætti á meðan aðrir njóta sín betur í drama. Þýðingastefna flestra var einfaldlega sú að koma efninu frá sér á sem bestri íslensku en vera jafnframt trúr inntaki verksins. Þarna er íslenskan þýðendum oft fjötur um fót þar sem erfitt er að koma til skila mállýskum og slangri. Þýðendur reyna hins vegar að viðhalda ólíku málsniði og koma til skila tvíræðni og orðaleikjum ef það er hægt. Staðfæring er nær alveg dottin uppfyrir nema í barnaefni og jafnvel þar er hún á undanhaldi. Þýðingar á barnaefni njóta þeirrar sérstöðu að vera yfirleitt ætlaðar fyr- ir talsetningu. í könnun á skoðunum barna á talsetningu kom í ljós að yngstu börnin vildu sjá talsettar teiknimyndir. Strax í efri bekkjum grunn- á .jJf/yAá. — Þegar stríð að stríðinu verður 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.