Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 88

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 88
Auðna Hödd Jónatansdóttir og Rannveig Jónsdóttir og mörg fyrirtæki leggja metnað sinn í að hafa þýðingarnar sem vand- aðastar. Við undirbúning verkefnisins var leitað til forsvarsmanna fyrirtækja sem hafa síður á netinu sem og þýðenda sem hafa komið að slíkum þýðingum. Þegar kemur að því að þýða efni á vefnum er algengt að leitað sé til svo- kallaðra þýðingastofa og því er hlutur þeirra talsvert meiri en einyrkjanna. Fyrirtækin sjá oft sjálf um þýðingar á eigin síðum og þá eru skilin milli kaupanda og þýðanda engin eða a.m.k. óljós. Viðmælendur voru fulltrúar eftirtalinna fyrirtækja: Þýðingastofurnar Verba og SPROK, þýðingastofa Boga Arnars, Háskóli íslands, Hugbúnaðarfyrirtækið OZ, Flugleiðir og Amadeus. Þegar talað er um tölvuþýðingar er fyrst og fremst átt við tvenns konar þýðingar, vefþýðingar og kerfaþýðingar. Vefþýðingar eru þýðingar á heimasíðum fyrirtækja á önnur tungumál, oft jafnvel mörg tungumál. Kerfaþýðingar fela í sér þýðingar á texta sem birtist í skjáviðmóti tölvu- kerfa til hagræðingar fyrir notendur. Langfyrirferðarmestu tungumálin á þessum markaði hérlendis eru enska og íslenska. Heimasíður íslenskra fyr- irtækja eru gjarnan þýddar á, í það minnsta, ensku til hagræðingar fyrir er- lenda viðskiptavini. OZ hefur þá sérstöðu að þrátt fyrir að vera stofnað á íslandi og af íslendingum telst það vera bandarískt fyrirtæki með fsland sem heimamarkað. Opinbert tungumál fyrirtækisins er því enska og aðal- síða (upphafssíða) þess á netinu á ensku en er þýdd á íslensku. Það sem vekur kannski hvað mesta undrun er að fyrirtækið leitar til textafyrirtækja erlendis til að semja frumtextann, en sér síðan um þýðingar á honum inn- anhúss, í útibúum sínum í hverju landi fyrir sig. Að sögn höfðu þeir reynt að fá utanaðkomandi aðila til að þýða en útkoman uppfyllti ekki kröfur þeirra. Flest fyrirtæki hafa þann háttinn á að þýða ekki allan textann held- ur aðeins mikilvægustu hluta hans. Sigmundur Halldórsson, vefstjóri Flugleiða, sagði það stefnu fyrirtækisins að kynna sína þjónustu á þeim tungumálum sem viðskiptavinir skilja best. Við markaðssetningu í Evrópu eru menn t.d. þeirrar skoðunar að nauðsynlegt sé að þýða fyrir mismun- andi málsvæði. Norðurlandabúar og Hollendingar eru þó undantekning frá þessu því þeir sætta sig frekar við enskuna þar sem þeir eru vanir henni. Þjóðverjar láta hins vegar ekki bjóða sér neitt annað en móðurmálið og það sama á við um Frakka. Bandarísk fyrirtæki sem komu inn á internetmark- aðinn áttu í fyrstu svolítið erfitt með að skilja þetta en eru að ná tökum á þessu. Stundum eru áherslur ólíkar og miðaðar við mismunandi markhópa í öðrum löndum og þá er ekki beinlínis þýtt heldur er saminn nýr texti, með frumtextann til hliðsjónar, þar sem tekið er mið af ólíkum menning- arheimum. Þetta hefur verið kallað „globalization through localization". 86 á JföœýMá - Tímarit þýðenda nr. 7 / 2003
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.