Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 13

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Side 13
Dúkkati min, broddgölturinn minn og ég „Hver lokaði þig inni í búrinu?“ spyr ég svölu sem hefur verið teiknuð á töfluna efitir að allir voru farnir út úr stofunni. „Málarinn greip mig á flugi og lét mig hingað. Svo málaði hann grind- ur utan um mig,“ svarar svalan kjökrandi. „Ég las einu sinni bók um ísfugl sem glennti sundur búrið og komst þannig burt,“ segir svalan við mig. Daginn eftir sé ég að rimlarnir eru bognir og svalan er flogin sína leið. Kennslukonan kallar á húsvörðinn og spyr: „Hefúr þú nokkuð verið að krota á töfluna?“ Hann horfir undrandi á hana og neitar því. „Líttu þangað,“ segi ég við hana og bendi á himininn. Allir snúa sér við og horfa á staðinn sem ég bendi á en þar má sjá svartan depil sem fjarlægist. Kennslukonan horfir öskureið á mig undan gleraugunum. Svo dregur hún hugsunina út úr hausnum á mér og lokar hana inni í búrinu. „Þú hefur alltof fjörugt ímyndunarafl," segir hún. Og hugsun mín flýgur strax út úr búrinu með bognu rimlunum. Þá lemur kennslukon- an mig hundrað sinnum á lófana með reglustikunni. Sonur nágranna okkar er í fangelsi. Móðir hans grætur svo sárt að allir í hverfinu komast við. Ég fer til hennar og spyr: „Viltu fá gott ráð?“ „Já,“ svarar hún . „Son þinn vantar ekkert annað en svölu og ísfugl. Þau geta bæði bjarg- að sér úr fangelsi með því að beygja rimlana,“ segi ég. Daginn eftir, þegar ég kem heim úr skólanum, tek ég eftir kind sem búið er að slátra samkvæmt lögmálinu. Ég heyri strák sem stendur þar hjá segja háum rómi: „Já... Og ég rak stengurnar svona langt inn, alveg þangað til...“ Fyrir framan skólann okkar standa menn með byssur. Þeir eru allir mjög reiðir. Unglingur liggur í göturæsinu, það er blóðpollur kringum hann. Augun eru galopin og stara upp í himininn en þar má sjá hvíta dúfu sem fjarlægist stöðugt. Ég geng að unglingnum og snerti hendurnar á honum. Þær eru ennþá heitar. „Hypjaðu þig burt, stelpukrakki," segir einn af byssumönnunum dimmri röddu. Ég skelf af hræðslu. Ég fer til mannsins og hvísla lágt í eyrað á honum: „Drapstu hann?“ Hann lítur á mig. Augun fyllast af tárum og hann snýr sér grátandi undan. Tárin koma líka fram í augun á mér. Þegar ég er komin heim mála ég grátandi mann með byssu. Ég mála líka ungling sem flýgur með tveimur bláum vængjum upp yfir skýin. Ég brýt grein af tré. Hún líkist byssu. Dúkkan mín og broddgölturinn eru á vappi í kringum mig. á Æœýálá - Þegar stríð að stríðinu verður ii
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.