Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 21

Jón á Bægisá - 01.09.2003, Blaðsíða 21
Mórberjakeimurinn Árum saman gekk ég til Sarkas á laugardögum. Stundum ein, stundum með öðrum. Hadídja og Hanífa voru ekki lengur hluti af Sarkas. Nú var þar ekkert eftir annað en fnykurinn af sorpinu frá samyrkjubúinu og mór- berin á sumrin. Beggja vegna vegarins til Sarkas uxu áður kaktusrunnar, sabr, en þeir eru nú allir horfnir og finnast hvergi lengur nema í bókum og í arabaþorpum þar sem þeir vaxa enn. Á sumrin bera kaktusarnir ávöxt og örsmá rauð og rauðgul aldinin minna á litla fána á mjóum grænum stöng- um, rétt eins og á sumarhátíð. Og þegar sabr-ávöxturinn var þroskaður birtust allt í einu arabakonurnar og fylltu blikkfötur sínar af rauðum og rauðgulum aldinum og hurfu síðan brott. Ég minnist nú þessara araba- kvenna og hugsa með mér: Hvaðan komu þær? Hverjar voru þær? Höfðu þær verið flæmdar burt úr þorpinu? Og þegar þær á kvöldin eta ávextina sem þær hafa tínt um daginn eða selja þá við vegbrúnina, finna þær þá keiminn af heimilinu sem þær hafa misst? En í þá daga leiddi ég alls ekki hugann að þeim. Arabarnir voru fyrir mér eilíflega á flakki. Þeir fara um hvítan veginn í asnakerru, koma ein- hvers staðar frá og hverfa eitthvað út í buskann. Aðeins einu sinni, af ein- hverjum ástæðum ... Skátarnir héldu mikla næturæfmgu, eins konar hug- rekkispróf. Ég leynist bak við kaktusrunnana og beið eftir að þeir sem voru að elta mig færu hjá. Ég sat þarna lengi í myrkrinu án þess að bæra á mér. Ég var ekkert hrædd. Og skyndilega voru þær þarna hjá mér. Konurnar frá Sarkas. Konurnar sem tína khúbeiza meðfram veginum. Konurnar með löngu hnífana sem stela hveiti af ökrum kíbbútsbúa. Konurnar með vatns- krukkurnar og sprekaknippin á höfðinu. Hægt, undurhægt, gengu þær framhjá, berum fótum, dökkar og þöglar. Mjúkar línur þeirra renna sam- an við myrkrið og þögnina líkt og blöðin á sabr-kaktusunum. Nú hefur heljarmikil verksmiðja verið reist á þessum grunni, verksmiðja sem vinnur landbúnaðarvörur. Fyrirmyndar samvinnufyrirtæki. Og hæð- in? Hæðin þar sem þorpið Sarkas stóð? Hvað er orðið af henni? Svæðið allt var sléttað og jafnað og appelsínutrjám plantað kringum verksmiðjuna. Ekki einn einasti tilhöggvinn steinn var skilinn eftir til að vitna um þorp- ið sem var. Og þó. Ég man. Ég skal bera vitni. Árið 1961 giftist ung stúlka í Giv’at ha-Shelosha samyrkjubúinu arabísk- um pilti sem þar vann. Þeim var meinað að setjast þar að og þau sóttu um að koma á samyrkjubúið mitt. Deilan um hvort ætti að veita þeim viðtöku eða ekki stóð í hálft annað ár, og ekkert mál, hvorki fyrr né síðar, hefur valdið jafnmiklu róti í kíbbútsnum. Þessi deila rauf einingu fjölskyldna, synir gerðu uppreisn gegn föður, bræður risu gegn bræðrum, eiginmenn gegn konum sínum. Leitað var álits yfirstjórnar samyrkjubúanna og hún lýsti sig mótfallna inngöngubeiðninni, og í báðum herbúðum komu fram á Jffiaeýr/iiá — Þegar stríð að stríðinu verður 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.