Þjóðmál - 01.12.2011, Side 16

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 16
 Þjóðmál VETUR 2011 15 þar sem kemur fram að hann þakki þeim „vinsamlega heimboð annað kvöld“ . Sigurð ur segist koma „með ánægju, ef guð lofar mjer að lifa næstu jóla nótt“ .19 Indriði Einarsson man einmitt vel eftir Sigurði í jólaboði hjá Ingi björgu og Jóni . Indriði nefnir einnig að helstu gestir hafi verið kaupmennirnir Ásgeir Ásgeirsson á Ísafirði, Hjálmar Johnsen, kaupmaður í Flatey, og Markús Snæbjörnsson á Patreksfirði, Magdalena Zoëga, fröken Sig- ríður Helgason sem var matráðs kona á Friðriks- spítalanum, Þorlákur og Tryggvi Gunnars son . Af ungum mönnum sóttu t .d . Björn Jónsson, síðar ritstjóri, og Kristján Jónsson, síðar háyfirdómari, jólaveislurnar . Veislurnar hófust klukkan sjö og tóku hjónin fagnandi á móti gestum sínum . Samræðurnar snerust fyrst um fréttir að heiman og fljótlega var sest til borðs . Ingibjörg stýrði því hvernig sætaskipan var við borðið . Undir borðum var talað um heima og geima, ekki síst stjórnmál í Danmörku . Þá var komið að spilamennskunni sem Ingibjörgu hefur greinilega þótt mjög skemmtileg . Spilaður var „goði“ . Lýsir Indriði leiknum með eftirfarandi hætti: „Þegar að því kom, að einhver ekki gat greitt, það sem honum bar, þá fór hann á sveitina, hjá þeim sem hann átti að greiða . Þótti það miklu varða, hjá hverjum maður komst á sveitina . Einkum ljet húsfreyja sjer það miklu skifta, og gerði sjer mannamun í leiknum .“20 Þessi saga sýnir keppnisandann sem bjó í brjósti Ingibjargar . Að spilinu loknu var svo boðið upp á drykk og setið að spjalli fram undir miðnætti . Tilvísanir: JS.1 . 142 a, fol . Eiríkur Magnússon til Jóns Sigurðssonar, London 19 . desember 1864 . ÞÍ2 . . E . 10 . 20 . Minnismiði með rithönd Ingibjargar, á hann er skrifuð dagsetningin 20 . desember 1864, með rithönd Jóns . ÞÍ3 . . E . 10 . 20 . Vínkarafla keypt hjá G. F. Bloch. Lbs4 . . 526 fol . Þóra Pálsdóttir til Ingibjargar Jensdóttur, Kaupmannahöfn 28 . s 1881 . JS5 . . 141 a, fol . Þorlákur Ó . Johnsen til Ingibjargar Einarsdóttur, Glasgow 8 . janúar 1867 . ÞÍ6 . . E . 10 . 12 . Carl Sävre til Jóns Sigurðssonar, Kaupmannahöfn 28 . desember 1852 . Boðin í middag „om fredag el . Nyarsaftan“ . Sjá einnig í ÞÍ . E . 10 . 14 . George Stephens til Jóns Sigurðssonar . JS7 . 142 a fol . Eiríkur Magnússon til Jóns Sigurðssonar, London 19 . desember 1864 . Lbs. 8 . 2192 b, 4to . Ingibjörg Einarsdóttir til Sigríðar Magnússon, Kaupmannahöfn 9 . janúar 1870 . ÞÍ . E . 10 . 10 . Ólafur E . Johnsen til Jóns Sigurðssonar, Stað 8 . janúar 1857 . „Þá fjörutíu og átta er, ordin, aldurs ára, eg ástkjæri ætla þér, ord fáein ad pára; og er þá sjalfsagt fyrst að þakka þér fyrir þitt stutta en þó all góða bréf af 30 . sept f . á . meðtekið kl 9 á gamlárskvöld; gladdi það mig að heyra þína og þinna vellíðan .“ ÞÍ9 . . E . 10 . 14 . Adolph Strunk til Jóns Sigurðssonar, 29 . desember 1849 . Nýársóskir í lok bréfs: „Af ganske Hjerte önsker jeg Dem og Deres Frue et glædeligt Nytaar!” ÞÍ. E . 10 . 4 . Guðbrandur Vigfússon, nýárskveðja 1877 á fallegu korti . Lbs. 10 . 2192 b, 4to . Ingibjörg Einarsdóttir til Sigríðar Magnússon, Kaupmannahöfn 9 . janúar 1870 . Valtýr Stefánsson, „Á jólum hjá Jóni Sigurðssyni . Frásögn 11 . Indriða Einarssonar“, bls . 12 . JS.12 . 145 a, fol . Reikningar og kvittanir . JS13 . . 145 a, fol . Minnismiði Ingibjargar: „giæs hiera kaka kierti rioma miol hrisgr vin - 29/12“ . Sjá t .d .: Valtýr Stefánsson, „Á jólum hjá Jóni Sigurðssyni . 14 . Frásögn Indriða Einarssonar“, bls . 12–16 . Þorkell Jóhannesson, 15 . Tryggvi Gunnarsson I, bls . 246–247 . Þorvaldur Thoroddsen, 16 . Minningabók I, bls . 126 . Valtýr Stefánsson, „Gamlar myndir og minningar . Frú Ingibjörg 17 . Jensdóttir segir frá“, bls . 146 . ÞÍ.18 . E . 10 . 10 . Matthías Jochumson til Jóns Sigurðssonar, Kaupmannahöfn 23 . desember 1871 . Getur ekki þekkst heimboð Jóns og Ingibjargar á aðfangadagskvöld . Hann vill koma á jóladaginn eða þá um kvöldið ef hægt er . Matthías segir: „hjá ykkur vildi jeg helzt hafa verið það kvöld .“ ÞÍ . E . 10 . 9 . Magnús Stephensen til Jóns Sigurðssonar, Kaupmannahöfn 27 . desember 1869 . ÞÍ19 . . E . 10 . 13 . Sigurður L . Jónasson til Jóns Sigurðssonar, Kaupmannahöfn 23 . desember 1875 . Valtýr Stefánsson, „Á jólum hjá Jóni Sigurðssyni . Frásögn 20 . Indriða Einarssonar“, bls . 12–16 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.