Þjóðmál - 01.12.2011, Side 25

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 25
24 Þjóðmál VETUR 2011 Fordæmi Þessar takmarkanir innstæðutrygg inga-kerfisins hefðu átt að vera augljósar löngu fyrir hrun . Og voru það raunar . Í skýrslu Eisenbeis (2004) er gefinn fjöldi dæma um innstæðutryggingakerfi nokkurra ríkja í Bandaríkjunum, sem stóðust ekki álagið, þegar áhlaup voru gerð á einstaka banka . Tryggingasjóðirnir reyndust þess ekki megnugir að greiða út innstæður, meðal annars vegna þess hve fáir bankar voru í hverjum sjóði og því hrundi kerfið . Síðar voru þessir sjóðir endurreistir, án þess að nokkru væri breytt, og urðu þeir þá gjaldþrota öðru sinni innan fárra ára . Þessi fordæmi voru öllum ljós og erfitt að skilja hvers vegna Evrópusambandið kaus að innleiða svona gallað kerfi . Það er nauðsynlegt að bregðast við þessum takmörkunum í stað þess að gera því skóna að íslensk stjórnvöld hafi ekki innleitt kerfið á réttan hátt . Þau rök hafa verið hrakin af innlendum og erlendum sérfræðingum . Í þeim hópi er Peter Örebech, þjóðréttarfræðingur við háskólann í Tromsö, en hann benti á að í evrópsku tilskipuninni sé gert ráð fyrir því að það taki langan tíma að safna nægjanlegu fé í tryggingasjóðinn til þess að hann sé fær um að takast á við áföll; því sé óeðlilegt að krefjast þess að hann geti staðið undir útgreiðslum frá fyrsta degi . Hvergi sé tekið fram hvernig bregðast eigi við, ef áföll verða áður en sjóðurinn er orðinn nægjanlega sterkur til þess að greiða út viðkomandi innstæður . Gallað eftirlit? Því hefur verið haldið fram að mistök í eftirliti og rekstri bankanna hafi orsakað hrunið . En þá ber að hafa í huga að tryggingakerfi eru einmitt til þess gerð að bæta skaða þegar mistök verða . Almenn ing- ur hefur ákveðnar væntingar til trygginga- kerfa . Innstæðutryggingakerfi verða að virka á krepputímum — þegar mistök eru gerð — en ekki einungis á uppgangstímum, þegar ekkert reynir á þau . Í kreppum þarf að tryggja upp í topp Íkreppunni nú hafa ríkisstjórnir oft brugðist við takmörkunum inn stæðu- kerfisins með því að ríkistryggja inn- stæður . Á Írlandi tryggði ríkisstjórnin mik il væga banka, til þess að bjarga sér frá kerfishruni . Aðrar þjóðir fylgdu í kjöl- farið . Og það eru varla nokkur dæmi þess að ríkisstjórnir Evrópulanda hafi látið duga að innstæðueigendur í föllnum bönk- um fengju aðeins þær lágu upphæðir sem innstæðutryggingasjóðirnir höfðu lofað . Nánast undantekningarlaust hafa ríkis- stjórnir leitast við að tryggja innstæður upp í topp, eða því sem næst, til þess að koma í veg fyrir áhlaup á banka . Þessar ríkis stjórnir vita sem er, að það næst enginn fjármála stöðugleiki ef hundruðir þúsunda innstæðu eigenda tapa fé sínu . Slíkt breiðist út til annarra banka og áhlaup yrðu gerð um alla Evrópu . Þarna komum við að enn annarri birt- ingarmynd gallaðs innstæðu trygg inga kerfi s . Á „friðartímum“, þegar engin hætta steðj- ar að fjármálakerfinu, geta inn stæðu trygg- ingasjóðir ekki staðið við gefin fyrirheit um að greiða lágmarks trygg ingu nema þegar allra minnstu bankar falla . Á kreppu- tímum eru þessi fyrir heit ekki nægjanleg til þess að ná mark miðum tryggingasjóðanna, þ .e . tryggja stöðugleika í bankakerfinu og koma í veg fyrir áhlaup . Ríkisstjórnir ýta þá innstæðutryggingasjóðum til hliðar og tryggja með margvíslegum hætti innstæður upp í topp . Hugtakið innstæðu- tryggingasjóður hefur því varla nokkra merkingu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.