Þjóðmál - 01.12.2011, Page 33

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 33
32 Þjóðmál VETUR 2011 að sambandsríkinu í Norður-Ameríku . Með hinni sögulegu upprifjun vildi hann auðvelda stjórnendum evru-ríkjanna 17 að sætta sig við skref í átt til „Bandaríkja Evrópu“ . Allar götur frá fimmta áratugnum, þegar Evrópa var í rúst eftir síðari heimsstyrjöldina og frá því að samstarf ríkja hófst til að tryggja framtíðarfrið í álfunni, hefur markmið áköfustu hugsjónamannanna verið að koma á Bandaríkjum Evrópu . Nú sjá ýmsir nýtt tækifæri til þess vegna kreppunnar á evru- svæðinu . Hún leysist ekki nema með meiri samruna og meira yfirríkjavaldi . Charles de Gaulle, forseti Frakklands, var á sínum tíma eindreginn talsmaður ríkja sambands og hafnaði öllum tillögum um sambandsríki . Hann hafði skömm á Jean Monnet, sem oft er nefndur faðir Evrópu sambandsins, fyrir að vilja koma á sam bands ríki í Evrópu . Undir merkjum hins svo nefnda Evrópuverkefnis (European Project), eins og hugsjónin á bakvið Evrópusam band ið er nú nefnd, hefur leynt og ljóst verið stefnt að sambandsríki . Margir málsvarar þeirrar hugsjónar vona að leiðin til samruna verði greiðfærari eftir að menn hafa horfst í augu við skuldavandann á evru-svæðinu . Í ljósi hinnar sögulegu andstöðu gaullista við Bandaríki Evrópu vakti mikla athygli hinn 8 . nóvember 2011 þegar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, sem á fylgi sitt ekki síst meðal gaullista, sagði á náms- mannafundi í Strassborg að leiðin úr evru-vandanum yrði auðveldari stofnuðu menn sambandsríki í Evrópu í stað þess að ríghalda í ríkjasambandið . Lausnin fælist í þrepaskiptu (two speed) Evrópusambandi . Þau ríki sem vildu núverandi hraða á siglingu ESB yrðu bara að dragast aftur úr hinum sem vildu fara hraðar og efla samstarf sitt . Merkel ávítar Barroso Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé algjört skilyrði, sine qua non, af hálfu Þjóðverja að hert verði sameiginleg tök á fjárlagastjórn evru- ríkja . Hún vill einnig að þau ríki sem ekki fari að evru-reglum verði unnt að draga fyrir ESB-dómstólinn sem dæmi þau til refs ingar . Verði skilyrðum af þessu tagi full- nægt kunni Þjóðverjar að verða til viðræðna um evru-skuldabréf . Framkvæmdastjórn ESB hefur frum- kvæðisrétt að setningu ESB-laga . Hinn 23 . nóvember kynnti hún tvær megintillögur að slíkum lögum . Í fyrsta lagi um að hún og fulltrúar hennar gætu hlutast til um gerð fjárlaga einstakra evru-ríkja og í öðru lagi um útgáfu á evru-skuldabréfum . Rökin fyrir bréfunum eru að kæmu þau til sögunnar hættu einstök ríki að gefa út skuldabréf í eigin nafni, til yrðu bréf sem gætu keppt við ríkisskuldabréf Bandaríkjanna, helsta skjól fjárfesta á tímum óróleika og upplausnar . Angela Merkel sagði eftir að Barroso hafði kynnt tillögur framkvæmdastjórnarinnar: „Ég tel það mjög alvarlegt umhugsunarefni og með öllu óviðeigandi að framkvæmda- stjórn ESB beini í dag athygli sinni að evru- skuldabréfum .“ Það væri rangt að halda því fram að breyting skulda einstakra ríkja í sameiginlegan vanda auðveldaði evru- ríkjunum að sigrast á kerfisvanda mynt- sam starfsins . Miklu nær væri að styrkja björg unar sjóð evrunnar og herða refsingar vegna brota á reglum um evruna, en 60 sinnum hefði verið brotið gegn þeim . Evru-skuldabréf mundu líklega gagnast ríkjum á borð við Grikkland, sem byggju við mikinn lántökukostnað á opnum mörkuðum, en skapa hættu fyrir ríki sem hefðu góð tök á ríkisfjármálum sínum og auka lántökukostnað þeirra . Barroso blæs á rök Merkel . Hann segir

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.