Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 33

Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 33
32 Þjóðmál VETUR 2011 að sambandsríkinu í Norður-Ameríku . Með hinni sögulegu upprifjun vildi hann auðvelda stjórnendum evru-ríkjanna 17 að sætta sig við skref í átt til „Bandaríkja Evrópu“ . Allar götur frá fimmta áratugnum, þegar Evrópa var í rúst eftir síðari heimsstyrjöldina og frá því að samstarf ríkja hófst til að tryggja framtíðarfrið í álfunni, hefur markmið áköfustu hugsjónamannanna verið að koma á Bandaríkjum Evrópu . Nú sjá ýmsir nýtt tækifæri til þess vegna kreppunnar á evru- svæðinu . Hún leysist ekki nema með meiri samruna og meira yfirríkjavaldi . Charles de Gaulle, forseti Frakklands, var á sínum tíma eindreginn talsmaður ríkja sambands og hafnaði öllum tillögum um sambandsríki . Hann hafði skömm á Jean Monnet, sem oft er nefndur faðir Evrópu sambandsins, fyrir að vilja koma á sam bands ríki í Evrópu . Undir merkjum hins svo nefnda Evrópuverkefnis (European Project), eins og hugsjónin á bakvið Evrópusam band ið er nú nefnd, hefur leynt og ljóst verið stefnt að sambandsríki . Margir málsvarar þeirrar hugsjónar vona að leiðin til samruna verði greiðfærari eftir að menn hafa horfst í augu við skuldavandann á evru-svæðinu . Í ljósi hinnar sögulegu andstöðu gaullista við Bandaríki Evrópu vakti mikla athygli hinn 8 . nóvember 2011 þegar Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti, sem á fylgi sitt ekki síst meðal gaullista, sagði á náms- mannafundi í Strassborg að leiðin úr evru-vandanum yrði auðveldari stofnuðu menn sambandsríki í Evrópu í stað þess að ríghalda í ríkjasambandið . Lausnin fælist í þrepaskiptu (two speed) Evrópusambandi . Þau ríki sem vildu núverandi hraða á siglingu ESB yrðu bara að dragast aftur úr hinum sem vildu fara hraðar og efla samstarf sitt . Merkel ávítar Barroso Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur sagt að það sé algjört skilyrði, sine qua non, af hálfu Þjóðverja að hert verði sameiginleg tök á fjárlagastjórn evru- ríkja . Hún vill einnig að þau ríki sem ekki fari að evru-reglum verði unnt að draga fyrir ESB-dómstólinn sem dæmi þau til refs ingar . Verði skilyrðum af þessu tagi full- nægt kunni Þjóðverjar að verða til viðræðna um evru-skuldabréf . Framkvæmdastjórn ESB hefur frum- kvæðisrétt að setningu ESB-laga . Hinn 23 . nóvember kynnti hún tvær megintillögur að slíkum lögum . Í fyrsta lagi um að hún og fulltrúar hennar gætu hlutast til um gerð fjárlaga einstakra evru-ríkja og í öðru lagi um útgáfu á evru-skuldabréfum . Rökin fyrir bréfunum eru að kæmu þau til sögunnar hættu einstök ríki að gefa út skuldabréf í eigin nafni, til yrðu bréf sem gætu keppt við ríkisskuldabréf Bandaríkjanna, helsta skjól fjárfesta á tímum óróleika og upplausnar . Angela Merkel sagði eftir að Barroso hafði kynnt tillögur framkvæmdastjórnarinnar: „Ég tel það mjög alvarlegt umhugsunarefni og með öllu óviðeigandi að framkvæmda- stjórn ESB beini í dag athygli sinni að evru- skuldabréfum .“ Það væri rangt að halda því fram að breyting skulda einstakra ríkja í sameiginlegan vanda auðveldaði evru- ríkjunum að sigrast á kerfisvanda mynt- sam starfsins . Miklu nær væri að styrkja björg unar sjóð evrunnar og herða refsingar vegna brota á reglum um evruna, en 60 sinnum hefði verið brotið gegn þeim . Evru-skuldabréf mundu líklega gagnast ríkjum á borð við Grikkland, sem byggju við mikinn lántökukostnað á opnum mörkuðum, en skapa hættu fyrir ríki sem hefðu góð tök á ríkisfjármálum sínum og auka lántökukostnað þeirra . Barroso blæs á rök Merkel . Hann segir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.