Þjóðmál - 01.12.2011, Side 37

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 37
36 Þjóðmál VETUR 2011 evru-ríki að fullu nýta sér ákvæði sáttmálanna til að vinna að nánara samstarfi . Við sam- vinnu innan ramma ESB yrðu aðildarríki að virða ákvarðanir sem þingið og framkvæmda- stjórnin tækju með þátttöku fulltrúa ríkjanna 27 . Við þessar aðstæður kynni þó enn að skorta lýðræðislegt lögmæti og viðunandi eftirlit með töku ákvarðana jafnvel þótt þátttöku- ríkisstjórnir ynnu náið með þjóðþingum sínum . Yrði djarfari leiðin valin mundu áhugasöm evru-ríki gera viðbótarsamning sem félli að alþjóðalögum og ESB-lögum . Í honum yrði að finna frekari skuldbindingar ríkjanna og jafnframt skilgreiningu á stofnunum og reglum sem giltu um viðbótarsamstarf þeirra og tryggðu sem besta framkvæmd þess . Til sögunnar kynni að koma þing með fulltrúum þjóðþinga og lítil stjórn sýslu stofn- un með valdsvið án afskipta framkvæmda- stjórnarinnar . Undir eftirliti ESB-dómstólsins yrðu þátttökuríkin áfram verða bundin að ESB-lögum, þar á meðal lögum um innri markaðinn . Þau yrðu einnig skuld bundin til að ganga hvorki gegn rétti né hags- munum annarra ESB-ríkja . Um yrði að ræða tímabundinn hóp sem yrði opinn öðrum og veitti þeim aðstoð sem vildu ganga í hann og væru færir til þess . Af greininni má ráða að Piris hallist frekar að djarfari eða róttækari leiðinni en hinni mjúku lausn . Hann sér galla á henni því að gráa svæðið í kringum fram- kvæmdastjórnina yrði varasamt eins og öll grá svæði í alþjóðasamskiptum og stjórn- málum almennt . Áhrif á Sarkozy Ástæðulaust er að efast um að tengsl séu á milli þessarar greinar Piris og orða Sarkozys í Strassborg . Piris veitti frönsk um stjórnmálamönnum og þar á meðal Sarkozy mikilvæg ráð um leið út úr Lissabon-vandanum eftir Frakkar felldu sáttmálann 2005 . Þau ráð dugðu Sarkozy vel í forsetakosningabaráttunni á árinu 2006 og 2007 . Ekki er ólíklegt að enn taki hann mark á Piris þegar stjórnskipunarmál ESB ber á góma . Fimm dögum eftir að Piris birti grein sína viðraði Sarkozy svipuð sjónar mið opinberlega . Nú hefur framkvæmdastjórn ESB lagt fram tillögur um eigin íhlutun í fjárlagagerð einstakra ESB-ríkja . Tillagan var rökstudd með vísan til þess þegar lagður var grunnur að Bandaríkjum Norður-Ameríku með útgáfu skuldabréfa í nafni alríkisins . Fram- kvæmdastjórnin vill verja valdsvið sitt . Nái hin róttæka tillaga Piris fram að ganga minnka áhrif framkvæmdastjórnarinnar því að hann vill koma á laggirnar nýrri stjórnsýslustofnun . Lítilli, segir hann, hver gerir það ekki þegar lagður er grunnur að nýrri opinberri stofnun? Í Brussel er orðið „lítill“ afstætt í þessu samhengi . Í lok greinar sinnar í The Financial Times segir Jean-Claude Piris: Núverandi skipan ESB dugar ekki lengur . Það virðist ógjörningur að leysa viðfangsefnin innan núverandi reglna og með þátttöku allra aðildarríkja . David Cameron, forsætisráð- herra Breta, sýnist hafa viðurkennt þetta þegar hann hvetur evru-ríkin til að stíga skref til að tryggja að hin sameiginlega mynt þjóni hlutverki sínu . Með því að stofna tímabundna framvarðarsveit, sem er þegar tekin að láta að sér kveða, gæti tekist að hemja ESB-kreppuna . Með þessu kynni einnig að takast að brjóta auknu lýðræðislegu lögmæti leið án þess að breyta megineinkennum ESB . Lausnirnar eru fyrir hendi . Það skortir pólitískan vilja . Piris segir beinlínis ógjörning að leysa vanda ESB og evru-svæðisins innan núverandi ESB-reglna . Þarna er fast að orði kveðið hjá sáttmálasmiðnum sjálfum . Lögmætisreglan setur stjórnendum ESB of þröngar skorður að hans mati . Með orðunum „lausnirnar eru fyrir hendi“ er hinn reynslumikli og mikils virti

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.