Þjóðmál - 01.12.2011, Side 44

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 44
 Þjóðmál VETUR 2011 43 eru nú komin í . Þá var óhugsandi að þjóð í heimsveldi bresku krúnunnar yrði leyft að fara í nauðsynlegt ríkisgjaldþrot . Þvinguð björgunaraðgerð, sem bjarga átti mannorði breska heimsveldisins, kostaði hins vegar Nýfundnaland tilveru sína . Það hætti að vera til sem ríki . Firrt umræða á Nýfundnalands-nótum Til marks um þá umræðu sem fram fer á Íslandi þessi árin og sem náð hefur fótfestu í þjóðmálaumræðunni í kjölfar stríðs þátttöku og ævintýramennsku íslenska bankageirans, er gagnlegt að rifja upp það liðna . Í tímaritinu Vísbendingu 11 . ágúst 1997 birtist athyglisverð grein eftir íslenskan hagfræðing, sem nokkrum árum síðar varð yfirmaður greiningardeildar Kaupþings banka . Í greininni kom eftirfarandi fram: Kanada hefur frá 1987 verið með stað- fasta peningastefnu og verðbólgu á svipuðu róli og gerist í Bandaríkjunum, en það gildir einu . Landið er lítið og fylgdi áður óstöðugri gengis stefnu og á gjaldeyrismarkaði er gjald- miðli þess aldrei treyst, sama hversu góðri efnah ags stjórn er fylgt . Kanadamenn greiða nú um 1 % hærri í vexti en Bandaríkjamenn, sem er e .k . aukaálag fyrir þann munað að slá sína eigin mynt . Þannig er einungis sá ávinningur sem felst í lægri vöxtum umtalsverður fyrir utan það hagræði að fá gjaldmiðill sem nýt- ur alþjóðlegrar viðurkenningar . Tíu árum síðar eru Kaupþing, Landsbanki, Glitnir, Baugur og allar Groups horfin, evra Evrópusambandsins komin í upplausn og Kanadadalur álitinn vera ein besta mynt veraldar . Getur firringin orðið meiri? Ég leyfi mér að efast . Alltaf má fyrirgefa ungum og óreyndum hagfræðingum, svo lengi sem þeir þroskast, ráða ekki neinu, ráðleggja ekki stjórnmálamönnum og eru ekki í pólitík . Litla myntin frá Kanada, sem var svo lítil að hún átti ekki að geta staðið ein, er orðin skínandi borg á hæstu hæð . Kletturinn margumtalaði í hafi forystu Alþýðusambands Íslands ásamt forystu Samfylkingar og Vinstri grænna, evran, er komin í upplausn . Það kann að vera að hún sé að hverfa af yfirborði jarðar . Eftir standa íslenska krónan sem bjargaði Íslandi í gegnum bankahrunið og þessi of litli Kanadadalur vestanhafs . Án fullveldis- og sjálfstæðiskrónu Íslands hefðu neyðarlögin aldrei getað orðið til og lýðveldi okkar væri orðið Nýfundnaland . Við værum búin að vera, en gengið væri hins vegar og hugsanlega allhátt, engum til gagns en öllum til ógagns . Enginn hefur né getur sýnt fram á að íslenska krónan sé í eðli sínu gölluð mynt . Reyndar er íslenska krónan í eðli sínu hin fullkomna mynt . Nú þarf enginn að efast lengur um að myntvafningurinn evra, sem gefin er út af seðlabanka án ríkis, er í eðli sínu meingölluð mynt, því að löndin, sem nota hana, geta hvorki látið myntina endurspegla fullkomleika né ófullkomleika hagkerfa

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.