Þjóðmál - 01.12.2011, Page 47

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 47
46 Þjóðmál VETUR 2011 að segja til grunna . Það eina sem stóð eftir var óbreytt gengi á milli mynta Hollands og Þýska lands . Í Bretlandi var ERM-fyrir- komu lagið oft uppnefnt sem „the Extended Recession Mechanism“ eða „hið fram lengj- andi kreppufyrirkomulag“, því að ERM- bindingin hafði valdið miklum bú sifj um í efnahag Bretlands og atvinnuleysi varð þar hrikalegt . ERM reyndist þarna vera slæm til rauna- starfsemi ESB með líf þegnanna í þeim lönd um sem áttu aðild að samstarfinu og jafn framt víðar í Evrópu . Þetta fyrirkomulag kemst einna næst því að geta kallast útópía Evrópusambandsmanna . Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess nú að þetta fyrirbæri skyldi ná að komast í tísku hjá mönnum með fyrsta flokks hag fræði- menntun, á þessum tímum . En það eru þó einungis 19 ár síðan stjórn- málamenn, seðlabankastjórar og hag- fræðingar margra landa ESB trúðu á þetta ERM/EMS-fyrirkomulag . Þegar áhlaup markaða á ERM stóð sem hæst árið 1992 náði sænski seðlabankinn að hækka stýrivexti hjá sér upp í fimm hundruð prósent til að verja bindingu sænsku krónunnar við ERM . Það ferli var svona: 10 . janúar: Fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 milljarða sænskra króna halla . 26 . ágúst: Sænski seðlabankinn hækkar stýri- vexti í 16 prósent til að verja einhliða bindingu sænsku krónunnar gagnvart ERM . 8 . september . Sænski seðlabankinn hækk- ar stýrivexti í 24 prósent, bindingin skal varin fram í rauðan dauðann . 9 . september: Sænski seðlabankinn hækk- ar stýrivexti í 75 prósent . 16 . september: Sænski seðlabankinn hækk- ar stýrivexti í 500 prósent . 23 . september: Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, „enginn banki má verða gjaldþrota“ . 30 . september: Enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur . 19 . nóvember: Alger uppgjöf . Skynsemin nær völdum á ný . Klukkan 14:28 er einhliða fast gengi sænsku krónunnar gagnvart gengis- og gjald miðlasamstarfi EB lagt niður og á sömu stundu fellur sænska krónan 10 prósent . Í heild hrundi ERM-gengisbinding land- anna svona: 14 . nóvember 1991: Finnska markið er fellt með 12,3% . 8 . september 1992: Finnland gefst upp á einhliða ERM-bindingu . 17 . september 1992: Bretland gefst upp og getur ekki lengur varið gagnkvæma ERM- bindingu, pundið flýtur aftur . 17 . september 1992: Ítalía gefst upp á ERM- bindingunni, líran flýtur aftur . 17 . september 1992: Spánn gefst upp á þröngri ERM-bindingu . 19 . nóvember 1992: Svíþjóð gefst upp á einhliða ERM-bindingu eftir að hafa hækkað stýrivexti í 500% til að verja hana . 23 . nóvember 1992: Spænski peseta og port- úgalski escudos eru felldir um 6% . 10 desember 1992: Noregur gefst upp á einhliða ERM-bindingu . 2 . ágúst 1993: aðeins Þýskaland og Holland halda uppi +/- 2,25% gagnkvæmri ERM- bindingu . Sænska krónan: bjargvættur Íkjölfarið á þessu hruni og banka kreppu þeirra sem í Svíþjóð geisaði sökum bólu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis, var sænska krónan sett á flot og gengi hennar gagnvart öðrum gjaldmiðlum leyft að falla þar til sænska krónan náði botni með um það bil 33 prósent gengisfalli gagnvart þýska markinu á fyrri hluta ársins 1995 . Það var þessi gengisfelling sem bjargaði Svíþjóð . Hjól atvinnulífsins héldu áfram að snúast og skattatekjur ríkissjóðs þornuðu því ekki upp sökum óbærilegs atvinnuleysis . Greiðslugeta og þar með alþjóðlegt lánstraust ríkissjóðs

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.