Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 47

Þjóðmál - 01.12.2011, Qupperneq 47
46 Þjóðmál VETUR 2011 að segja til grunna . Það eina sem stóð eftir var óbreytt gengi á milli mynta Hollands og Þýska lands . Í Bretlandi var ERM-fyrir- komu lagið oft uppnefnt sem „the Extended Recession Mechanism“ eða „hið fram lengj- andi kreppufyrirkomulag“, því að ERM- bindingin hafði valdið miklum bú sifj um í efnahag Bretlands og atvinnuleysi varð þar hrikalegt . ERM reyndist þarna vera slæm til rauna- starfsemi ESB með líf þegnanna í þeim lönd um sem áttu aðild að samstarfinu og jafn framt víðar í Evrópu . Þetta fyrirkomulag kemst einna næst því að geta kallast útópía Evrópusambandsmanna . Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess nú að þetta fyrirbæri skyldi ná að komast í tísku hjá mönnum með fyrsta flokks hag fræði- menntun, á þessum tímum . En það eru þó einungis 19 ár síðan stjórn- málamenn, seðlabankastjórar og hag- fræðingar margra landa ESB trúðu á þetta ERM/EMS-fyrirkomulag . Þegar áhlaup markaða á ERM stóð sem hæst árið 1992 náði sænski seðlabankinn að hækka stýrivexti hjá sér upp í fimm hundruð prósent til að verja bindingu sænsku krónunnar við ERM . Það ferli var svona: 10 . janúar: Fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 milljarða sænskra króna halla . 26 . ágúst: Sænski seðlabankinn hækkar stýri- vexti í 16 prósent til að verja einhliða bindingu sænsku krónunnar gagnvart ERM . 8 . september . Sænski seðlabankinn hækk- ar stýrivexti í 24 prósent, bindingin skal varin fram í rauðan dauðann . 9 . september: Sænski seðlabankinn hækk- ar stýrivexti í 75 prósent . 16 . september: Sænski seðlabankinn hækk- ar stýrivexti í 500 prósent . 23 . september: Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, „enginn banki má verða gjaldþrota“ . 30 . september: Enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur . 19 . nóvember: Alger uppgjöf . Skynsemin nær völdum á ný . Klukkan 14:28 er einhliða fast gengi sænsku krónunnar gagnvart gengis- og gjald miðlasamstarfi EB lagt niður og á sömu stundu fellur sænska krónan 10 prósent . Í heild hrundi ERM-gengisbinding land- anna svona: 14 . nóvember 1991: Finnska markið er fellt með 12,3% . 8 . september 1992: Finnland gefst upp á einhliða ERM-bindingu . 17 . september 1992: Bretland gefst upp og getur ekki lengur varið gagnkvæma ERM- bindingu, pundið flýtur aftur . 17 . september 1992: Ítalía gefst upp á ERM- bindingunni, líran flýtur aftur . 17 . september 1992: Spánn gefst upp á þröngri ERM-bindingu . 19 . nóvember 1992: Svíþjóð gefst upp á einhliða ERM-bindingu eftir að hafa hækkað stýrivexti í 500% til að verja hana . 23 . nóvember 1992: Spænski peseta og port- úgalski escudos eru felldir um 6% . 10 desember 1992: Noregur gefst upp á einhliða ERM-bindingu . 2 . ágúst 1993: aðeins Þýskaland og Holland halda uppi +/- 2,25% gagnkvæmri ERM- bindingu . Sænska krónan: bjargvættur Íkjölfarið á þessu hruni og banka kreppu þeirra sem í Svíþjóð geisaði sökum bólu á fasteignamarkaði atvinnuhúsnæðis, var sænska krónan sett á flot og gengi hennar gagnvart öðrum gjaldmiðlum leyft að falla þar til sænska krónan náði botni með um það bil 33 prósent gengisfalli gagnvart þýska markinu á fyrri hluta ársins 1995 . Það var þessi gengisfelling sem bjargaði Svíþjóð . Hjól atvinnulífsins héldu áfram að snúast og skattatekjur ríkissjóðs þornuðu því ekki upp sökum óbærilegs atvinnuleysis . Greiðslugeta og þar með alþjóðlegt lánstraust ríkissjóðs
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.