Þjóðmál - 01.12.2011, Page 51

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 51
50 Þjóðmál VETUR 2011 Umgangast þarf sjálfstæða mynt með virðingu Vegna þess að íslenska krónan er ekki enn alþjóðlegur gjaldmiðill — og það á reyndar við um flesta gjaldmiðla heimsins — þá getur íslenska ríkið ekki alfarið haft allar sínar skuldir í eigin gjaldmiðli . Þetta þýðir að íslenska ríkið mun ávallt skulda hluta heildarskulda sinna í mynt sem það getur ekki prentað né stýrt sjálft, eins og Bretland, Bandaríkin og Japan geta . Við þessari staðreynd og annmarka er aðeins eitt svar; íslenska ríkið má aldrei skulda hærra hlutfall af landsframleiðslu þjóðarbúsins í erlendri mynt en sem nemur um það bil 30–50 prósentustigum . Við verðum að geta sýnt erlendum lánardrottnum fram á að við höfum skilið eftir svigrúm fyrir áföll og að það sé aldrei fullnýtt nema til styttri tíma litið . Þetta er svigrúmið fyrir gengisáhættuna sem erlendir lánardrottnar vita ofurvel að alltaf er til staðar þegar um minni sjálfstæðar myntir er að ræða . Að við skiljum ávallt aukagreiðslugetu eftir til að mæta áföllum með gengisbreytingum því það er einmitt þetta svigrúm til gengisbreyt inga sem byggir upp lánstraustið . Lánardrottn ar vita að greiðslugeta ríkisins verður áfram sterk undir áföllum vegna þess að tekjulindir þess, sem allar renna frá at vinnurekstri í landinu, þorna ekki upp sökum þess að þá yrðu of margir atvinnu lausir . Lánardrottnar vita sem sagt um gengis áhættuna sem þeir geta ávallt lagt mat sitt á . Í staðinn fá þeir mynt sem leysist ekki upp; þeir losna við myntáhættuna . Evruríkin geta nú boðið lánardrottnum hvorugt . Sú er staða þeirrar myntar í dag . Staðan á fjármálamörkuðum heimsins er orðin þannig að fjárfestar vilja helst ekki lengur fjárfesta í löndum sem þurfa alfarið að reiða sig á alþjóðlega fjármálamarkaði hvað varðar líf eða dauða ríkissjóða og bankakerfa landa sinna . Þau lönd sem þurfa að reiða sig alfarið á alþjóðlega fjármálamarkaði eru löndin sem geta ekki prentað sína eigin peninga því að þau eiga ekki þá mynt sem þau nota . Og þau skulda alfarið í mynt sem þau eiga ekki sjálf . Engin evrulönd eiga sína eigin mynt . Íslendingar ættu ekki að horfa til Evrópusambandsins eftir lausnum í mynt- og efnahagsmálum . Þessa djarflegu stað hæfingu treysti ég mér til að standa við eftir 25 ára samfellda búsetu og atvinnu- rekstur í Evrópu sambandinu . Evru- svæði ESB er að minnsta kosti hálfglatað, svo að ekki sé meira sagt . Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort verja þurfi íslensku krónuna mikið lengur gegn evruáhlaupi íslenskra stjórnmála- manna . Enginn veit hvort evran verður enn á lífi við næstu sólarupprás . En eins og áður er sagt, þá virðast nýjar hug dett ur íslenskra gjaldmiðlamanna fæðast á hverj- um degi . Best er því að standa vörð um krónuna áfram og það fast . Það er gott að búa í landi sem á sína eigin mynt . Íslensk króna er í senn bæði sverð og skjöldur full- veldis íslenska lýðveldisins . Umgöng umst hana því með virðingu . Nokkrar heimildir: Tímaritið Vísbending: 14 . tbl . 15 . árgangur . Financial Times/Alphaville 22 . júlí 2011: Joseph Cotterill, Doing a Newfoundland . The International Economy, sumar 2003: David Hale; The Newfoundland Lesson . Ny Agenda 2009: Dansk valutakurspolitik i et EU-økonomisk perspektiv . Rebecca Wilder, Roubini Economonitor, nóvember 2011: European Policy Makers Don’t Understand But Markets Do . The Research Programme of the Academy of Finland, nóvember 2001: Down from the heavens, up from the ashes . The Finnish economic crisis of the 1990s in the light of economic and social research .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.