Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 51

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 51
50 Þjóðmál VETUR 2011 Umgangast þarf sjálfstæða mynt með virðingu Vegna þess að íslenska krónan er ekki enn alþjóðlegur gjaldmiðill — og það á reyndar við um flesta gjaldmiðla heimsins — þá getur íslenska ríkið ekki alfarið haft allar sínar skuldir í eigin gjaldmiðli . Þetta þýðir að íslenska ríkið mun ávallt skulda hluta heildarskulda sinna í mynt sem það getur ekki prentað né stýrt sjálft, eins og Bretland, Bandaríkin og Japan geta . Við þessari staðreynd og annmarka er aðeins eitt svar; íslenska ríkið má aldrei skulda hærra hlutfall af landsframleiðslu þjóðarbúsins í erlendri mynt en sem nemur um það bil 30–50 prósentustigum . Við verðum að geta sýnt erlendum lánardrottnum fram á að við höfum skilið eftir svigrúm fyrir áföll og að það sé aldrei fullnýtt nema til styttri tíma litið . Þetta er svigrúmið fyrir gengisáhættuna sem erlendir lánardrottnar vita ofurvel að alltaf er til staðar þegar um minni sjálfstæðar myntir er að ræða . Að við skiljum ávallt aukagreiðslugetu eftir til að mæta áföllum með gengisbreytingum því það er einmitt þetta svigrúm til gengisbreyt inga sem byggir upp lánstraustið . Lánardrottn ar vita að greiðslugeta ríkisins verður áfram sterk undir áföllum vegna þess að tekjulindir þess, sem allar renna frá at vinnurekstri í landinu, þorna ekki upp sökum þess að þá yrðu of margir atvinnu lausir . Lánardrottnar vita sem sagt um gengis áhættuna sem þeir geta ávallt lagt mat sitt á . Í staðinn fá þeir mynt sem leysist ekki upp; þeir losna við myntáhættuna . Evruríkin geta nú boðið lánardrottnum hvorugt . Sú er staða þeirrar myntar í dag . Staðan á fjármálamörkuðum heimsins er orðin þannig að fjárfestar vilja helst ekki lengur fjárfesta í löndum sem þurfa alfarið að reiða sig á alþjóðlega fjármálamarkaði hvað varðar líf eða dauða ríkissjóða og bankakerfa landa sinna . Þau lönd sem þurfa að reiða sig alfarið á alþjóðlega fjármálamarkaði eru löndin sem geta ekki prentað sína eigin peninga því að þau eiga ekki þá mynt sem þau nota . Og þau skulda alfarið í mynt sem þau eiga ekki sjálf . Engin evrulönd eiga sína eigin mynt . Íslendingar ættu ekki að horfa til Evrópusambandsins eftir lausnum í mynt- og efnahagsmálum . Þessa djarflegu stað hæfingu treysti ég mér til að standa við eftir 25 ára samfellda búsetu og atvinnu- rekstur í Evrópu sambandinu . Evru- svæði ESB er að minnsta kosti hálfglatað, svo að ekki sé meira sagt . Þegar þetta er skrifað er ekki vitað hvort verja þurfi íslensku krónuna mikið lengur gegn evruáhlaupi íslenskra stjórnmála- manna . Enginn veit hvort evran verður enn á lífi við næstu sólarupprás . En eins og áður er sagt, þá virðast nýjar hug dett ur íslenskra gjaldmiðlamanna fæðast á hverj- um degi . Best er því að standa vörð um krónuna áfram og það fast . Það er gott að búa í landi sem á sína eigin mynt . Íslensk króna er í senn bæði sverð og skjöldur full- veldis íslenska lýðveldisins . Umgöng umst hana því með virðingu . Nokkrar heimildir: Tímaritið Vísbending: 14 . tbl . 15 . árgangur . Financial Times/Alphaville 22 . júlí 2011: Joseph Cotterill, Doing a Newfoundland . The International Economy, sumar 2003: David Hale; The Newfoundland Lesson . Ny Agenda 2009: Dansk valutakurspolitik i et EU-økonomisk perspektiv . Rebecca Wilder, Roubini Economonitor, nóvember 2011: European Policy Makers Don’t Understand But Markets Do . The Research Programme of the Academy of Finland, nóvember 2001: Down from the heavens, up from the ashes . The Finnish economic crisis of the 1990s in the light of economic and social research .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.