Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 60

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 60
 Þjóðmál VETUR 2011 59 stjórnsýslunnar til að starfa . Íslendingar eru eins og aðrar þjóðir nokkuð berskjaldaðir fyrir tölvuárásum . Bankarnir hafa helst verið í fararbroddi í tölvuvörnum og ágætis sérfræðiþekkingu má einnig finna annars staðar . En m .a . vegna fámennis, fjárskorts og lítillar áherslu á þessi mál eru varnir hér á landi ekki eins góðar og þær þyrftu að vera . Þó ber að taka með í reikninginn að bestu varnirnar eru oft þær sem ekki eru öllum augljósar og heildarmynd af tölvuvarnagetu á landinu er ekki aðgengileg . Í litlu landi eins og Íslandi væri vissulega hagkvæmt fyrir stóra aðila að fara í samstarf í tölvuvörnum . Fyrir íslenska ríkið mun það líklega verða nauðsynlegt að vinna með einkageiranum . En verkefni, eins og þau sem að ofan er lýst hjá NATO, gætu vissulega nýst aðildarþjóð eins og Íslandi og mætti þá hugsa sér að Íslendingar nytu til góðs góðs af sérþekk ingu og fræðslu sem stendur til boða . Fyrir liggur frumvarp til laga um breyt- ingar á lögum um fjarskipti nr . 81/2003 ásamt því að vinna stendur yfir er snýr að stofnsetningu svokallaðs CERT-teymis (e . Computer Emergency Response Team) . Þetta eru vissulega skref í rétta átt en alls ekki fullnægjandi . Eins og bent hefur verið á hér að ofan þarf að efla vitund um mála flokkinn til muna og fara að huga að tölvuöryggi á miklu skipulagðari og ein beittari hátt . ___________________________________________ Í Morgunblaðinu í dag getur að líta merkilega frétt . Már Guðmundsson, pólitískasti seðla- bankastjóri Íslandssögunnar, mætti á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og hélt þar stutta tölu um stýrivexti . Hans hagfræði 101 um stýrivexti hljómaði eitthvað í þessa veru: Stýrivextir hafa ekki áhrif á fjárfestingarstig á Íslandi, einu landa, því stjórna aðrir þættir og hafa þeir ekkert með peningastefnu (eða opinbera verðlagningu „vitringa“ á fjármagni) að gera . Þetta er auðvitað alveg ný sýn á áhrif stýrivaxta sem yfirleitt eru taldir tæki til að stýra neyslu og fjárfestingu . Og sérstaklega í lokuðu peningaumhverfi eins og á Íslandi . En auðvitað gat pólitíski seðlabankastjórinn ekki skilið við þessa umræðu án þess að finna hvað það væri sem hefði áhrif á fjárfestingarstigið (sem ekki yrði rakið til ríkisstjórnarinnar): Samkvæmt fréttinni kennir seðlabankastjóri Samfylkingarinnar um löskuðum efnahags reikn- ingum fyrirtækja, ótryggu rekstrarum hverfi og erfiðari fjármögnun vegna efnahagsástands ins á erlendum mörkuðum . Ekki skal því neitað að þessir þættir kunna að hafa einhver áhrif, en laskaðir efnahags reikningar fyrirtækja eru íslenskt vandamál og fjarri því algilt, og efnahagsástandið á erlendum mörkuðum hefur verið að versna síðustu mánuði en ekki verið viðvarandi . En hvernig gat þessi Seðlabankastjóri sleppt því að tiltaka heimatilbúnu vandamálin: sjávarútvegurinn hefur verið í herkví ríkis-• stjórnarinnar og fjárfestir ekki; erlendir fjárfestar hafa engan áhuga á ótryggu • pólitísku umhverfi; stanslausar skattabreytingar gera alla útreikninga • um arðsemi marklausa; gjaldeyrishöftin afbaka allar fjárfestinga ákvarð-• anir og fæla fjárfesta frá; ríkisstjórnin er á móti allri erlendri fjárfestingu • hverju nafni sem nefnist; ríkisstjórnin er á móti öllum virkjana fram-• kvæmdum ef þeim gæti fylgt erlend fjárfesting . Ísland er nú flokkað með bananalýðveldum þegar kemur að pólitískum stöðugleika . Seðlabankastjóri sleppti að sjálfsögðu þessum skýringum því hann er meiri strengjabrúða Jóhönnu og Steingríms J . en jafnvel sá norski sem Stoltenberg „reddaði“ tímabundið . Bloggsíða Skafta Harðarsonar á eyjan .is, 29 . nóvember 2011 . Már seðlabankastjóri kennir nýja hagfræði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.