Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 85

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 85
84 Þjóðmál VETUR 2011 Rand, er hjá fólki sem leyfir sér að skynja og túlka heiminn milliliðalaust . Roark er ekki beint hinn dæmigerði fyrir- myndar-einstaklingur . Hann er þrjóskur einfari, sem helgar sig vinnu og hugsjónum . En það eru einmitt rótgrónar hugmyndir um kosti og lesti sem Ayn Rand gagnrýnir . Hún dregur upp nýja sýn á manninn, á dyggðirnar, og hvernig lífinu er vel varið . Einstaklingum er stillt upp gegn múgnum . Spurningin sem fólk eins og Roark spyr sig, er „hvað vil ég?“, en ekki „hvað vilja aðrir?“ — Hann kýs að vera sjálfstæður og óháður einstaklingur í stað þess að láta al menningsálitið móta sig og hverfa inn í fjöldann . Uppsprettan skiptist í fjóra hluta og er fjórði og síðasti hlutinn helgaður Roark sérstaklega, þó að hann komi við sögu frá upphafi . Fyrstu þrír hlutarnir eru hver um sig helgaðir öðrum veigamiklum persónum bókarinnar: Peter Keating, Ellsworth Toohey og Gail Wynand . Þeir endurspegla þær manngerðir sem Rand vill bera saman við Roark . Keating er arkitekt, sem er háður því hvaða augum aðrir líta á hann — og lifir þannig ekki fyrir sjálfan sig heldur fyrir aðra . Byggingarlist skipar stóran sess í sögunni, en þó eingöngu óbeint: til samanburðar við þær hugmyndir sem Rand vill miðla með sögunni . Arkitekt með hugsjón, sem hann heldur tryggð við, er stillt upp gegn arkitekti, sem skortir hugmyndalegan kjarna og eltist við reikult og loðið almenningsálit . Kalla má líf, sem lifað er fyrir eða í gegn um aðrar manneskjur, líf sem er ekki frá fyrstu hendi, heldur krefst milliliðs . Ellsworth Toohey færir hugmyndina um slíkt á annað og „æðra“ plan með því að klæða hana í vitsmunalegan búning og gera úr henni siðferðilega skyldu . Afraksturinn er nokkurs konar sálfræði-hernaður, sprottinn af vilja hinna máttlitlu til valds, þar sem skapandi fólk er fjötrað af hinum litlausa fjölda, múgnum sem ræðst gegn öflugum einstaklingum — og sem af hégóma og öfund vill spilla því háleita og göfuga . Toohey er maður sem er „rödd fólksins“ og notar fagurgala-hugtök á borð við lýðræði og jafnrétti til að fegra óheilbrigt hugarfar og breiða yfir illan ásetning . Haft er eftir Rand að persónan Toohey hafi birst henni ljóslifandi þegar hún sótti fyrirlestur breska félagshyggjumannsins og hagfræðingsins Harolds Laski . Gail Wynand er hinsvegar maður sem hefur áskotnast auður og völd vegna þess að hann kann þá list að segja fólki það sem fólk vill heyra . En spurningin er hvort völd, sem fengin eru með þeim hætti, séu eftirsóknarverð — hvort slíkur einstakling- ur glati ekki heilindum sínum og frelsi; verði í raun þræll þess fjölda sem hann sækir völd sín til . Upptalning á helstu persónum Upp­ sprettunnar er ekki tæmd fyrr en minnst er á hina hrífandi, sterku og gáfuðu kvenhetju sem prýðir bókarkápu, Dominique Francon . Hún hefur ekki síst stuðlað að vin sældum bókarinnar . Dominique tengir aðalpersónur bókarinnar saman, er miðlæg í sögunni og hnýtir hana í eina heild . Heimsmynd hennar er tragísk; hún trúir ekki að dyggðin eigi möguleika í heiminum eins og hann er . Á vissan hátt líkist viðhorf Dominique viðhorfi Snæfríðar Íslandssólar í Íslandsklukku Laxness, „heldur þann versta en þann næstbesta“ . Margt er þó ólíkt með þeim „stöllum“ . Viðhorf sögupersónanna til ástar og kynlífs hefur vakið athygli . Rand áleit ást og kynlíf vera heimspekilega mikilvæg fyrirbæri . Hún taldi eiginlega ást snúast um þau gildi sem karl eða kona sér í maka sínum, en að kynlíf væri einskonar óður til sjálfs síns og veraldarinnar og fögnuður yfir lífinu og tilverunni . En í Uppsprettunni hefur sérstaklega ein kynlífslýsing valdið
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.