Þjóðmál - 01.12.2011, Side 87

Þjóðmál - 01.12.2011, Side 87
86 Þjóðmál VETUR 2011 steins Siglaugssonar, en hún hefur lengi verið uppseld og illfáanleg . Útgáfa Al menna bóka félagsins er endurbætt þýðing sama þýð anda . Útgáfan er einkar vel heppn uð, með glæsilegri kápu og í afar hand hægu broti . Almenna bókafélagið stefnir á frekari útgáfu á bókum Ayn Rand á næstu árum; fyrirhugað er að gefa Undirstöðuna (e . Atlas Shrugged) út á næsta ári og Kíru Argúnóvu (e . We the Living) árið 2013 . Lesendur sem kunna að meta Uppsprettuna geta því hlakkað til næstu ára . Léttvæg þjóðfélags- gagnrýni Jóhann Hauksson: Þræðir valdsins. Veröld, Reykjavík 2011, 198 bls . Eftir Björn Bjarnason Jóhann Hauksson blaðamaður var virkur þátttakandi í aðdraganda hrunsins sem starfsmaður á Baugsmiðlum . Hann tók til dæmis viðtal við Jóhannes Jónsson í Bónus sem birt var í Fréttablaðinu í ágúst 2005 til að bæta hlut Jóhannesar gagnvart ákæru í Baugsmálinu . Birting viðtalsins dróst af því að Baugsmenn vildu ekki að „kálfurinn“ sem þeir settu inn í Fréttablaðið til að bæta málstað sinn vegna ákærunnar birtist fyrr en sagt hefði verið frá efni hennar í breska blaðinu The Guardian . Jóhann Hauksson, rannsóknarblaða mað- ur sem tók þátt í þessum æfingum, hefur nú tekið sér fyrir hendur að skrifa um leyni þræði valdsins eftir bankahrunið og gagnrýnir þar menn og málefni fyrir baktjaldamakk . Árið 2008, skömmu áður en hæstiréttur kvað upp lokadóm sinn í Baugsmálinu, öðrum en skattaþætti þess sem enn er ólokið, birti Jóhann Hauksson „fréttaskýringu“ í DV þar sem hann fullyrti að í framhaldi af húsleit hjá Baugi 28 . ágúst 2002 hefði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lagt drög að því að Jón Ásgeir Jóhannesson yrði handtekinn í Leifsstöð á Keflavíkurflug- velli 29 . ágúst við komu til landsins frá London . Þá gat Jóhann þess að fréttamenn frá ríkisútvarpinu hafi verið „albúnir að mynda atburðarásina væntanlegu“ . Taldi Jóhann að tilgangur Haralds hefði verið að sýna Jón Ásgeir í handjárnum í kvöldfrétt- um sjónvarpsins . Ríkislögreglustjóri og frétta stjóri sjónvarps sögðu þessa frásögn Jóhanns ósanna . Ritstjórar DV svöruðu út í hött þegar þess var óskað að rangfærslur Jóhanns yrðu leiðréttar . Hér á landi hefur lögregla ekki siglt í kjöl- far hinnar bandarísku sem gjarnan grípur til þess ráðs þegar henni finnst hún hafa verð- ugan einstakling í handjárnum að sýna hann þannig fyrir framan sjónvarpsmyndavélar . Þetta gerðist til dæmis um miðjan maí sl . þegar Dominique Strauss-Kahn, þáverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var tekinn höndum í New York vegna gruns um að hafa beitt hótelþernu kynferðislegu ofbeldi . Lögregla varð síðar að sleppa honum vegna þess að saksóknarar treystu ekki á sannsögli þernunnar . Svo virðist sem Jóhann Hauksson hafi talið að íslenska lögreglan væri að feta í fótspor hinnar bandarísku þegar hann birti frásögn sína í DV í maí 2008 . Jóhann starfaði á DV undir ritstjórn Reynis Traustasonar . Í mars 2010 bárust fréttir um að Jóhann ætlaði að hætta störfum á blaðinu vegna ágreinings þeirra Reynis og sótti Jóhann um að verða fjölmiðlafulltrúi Steingríms J . Sigfússonar fjármálaráðherra . Hann dró hins vegar umsókn sína um starfið til baka og sagði meðal annars á Pressunni 29 . mars 2010: Við [Reynir Traustason] tókumst á um stefnu og áherslur DV en höfum sæst heilum sáttum . Ég segi fyrir mig persónulega, því að ég horfi

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.