Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 87

Þjóðmál - 01.12.2011, Síða 87
86 Þjóðmál VETUR 2011 steins Siglaugssonar, en hún hefur lengi verið uppseld og illfáanleg . Útgáfa Al menna bóka félagsins er endurbætt þýðing sama þýð anda . Útgáfan er einkar vel heppn uð, með glæsilegri kápu og í afar hand hægu broti . Almenna bókafélagið stefnir á frekari útgáfu á bókum Ayn Rand á næstu árum; fyrirhugað er að gefa Undirstöðuna (e . Atlas Shrugged) út á næsta ári og Kíru Argúnóvu (e . We the Living) árið 2013 . Lesendur sem kunna að meta Uppsprettuna geta því hlakkað til næstu ára . Léttvæg þjóðfélags- gagnrýni Jóhann Hauksson: Þræðir valdsins. Veröld, Reykjavík 2011, 198 bls . Eftir Björn Bjarnason Jóhann Hauksson blaðamaður var virkur þátttakandi í aðdraganda hrunsins sem starfsmaður á Baugsmiðlum . Hann tók til dæmis viðtal við Jóhannes Jónsson í Bónus sem birt var í Fréttablaðinu í ágúst 2005 til að bæta hlut Jóhannesar gagnvart ákæru í Baugsmálinu . Birting viðtalsins dróst af því að Baugsmenn vildu ekki að „kálfurinn“ sem þeir settu inn í Fréttablaðið til að bæta málstað sinn vegna ákærunnar birtist fyrr en sagt hefði verið frá efni hennar í breska blaðinu The Guardian . Jóhann Hauksson, rannsóknarblaða mað- ur sem tók þátt í þessum æfingum, hefur nú tekið sér fyrir hendur að skrifa um leyni þræði valdsins eftir bankahrunið og gagnrýnir þar menn og málefni fyrir baktjaldamakk . Árið 2008, skömmu áður en hæstiréttur kvað upp lokadóm sinn í Baugsmálinu, öðrum en skattaþætti þess sem enn er ólokið, birti Jóhann Hauksson „fréttaskýringu“ í DV þar sem hann fullyrti að í framhaldi af húsleit hjá Baugi 28 . ágúst 2002 hefði Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri lagt drög að því að Jón Ásgeir Jóhannesson yrði handtekinn í Leifsstöð á Keflavíkurflug- velli 29 . ágúst við komu til landsins frá London . Þá gat Jóhann þess að fréttamenn frá ríkisútvarpinu hafi verið „albúnir að mynda atburðarásina væntanlegu“ . Taldi Jóhann að tilgangur Haralds hefði verið að sýna Jón Ásgeir í handjárnum í kvöldfrétt- um sjónvarpsins . Ríkislögreglustjóri og frétta stjóri sjónvarps sögðu þessa frásögn Jóhanns ósanna . Ritstjórar DV svöruðu út í hött þegar þess var óskað að rangfærslur Jóhanns yrðu leiðréttar . Hér á landi hefur lögregla ekki siglt í kjöl- far hinnar bandarísku sem gjarnan grípur til þess ráðs þegar henni finnst hún hafa verð- ugan einstakling í handjárnum að sýna hann þannig fyrir framan sjónvarpsmyndavélar . Þetta gerðist til dæmis um miðjan maí sl . þegar Dominique Strauss-Kahn, þáverandi forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, var tekinn höndum í New York vegna gruns um að hafa beitt hótelþernu kynferðislegu ofbeldi . Lögregla varð síðar að sleppa honum vegna þess að saksóknarar treystu ekki á sannsögli þernunnar . Svo virðist sem Jóhann Hauksson hafi talið að íslenska lögreglan væri að feta í fótspor hinnar bandarísku þegar hann birti frásögn sína í DV í maí 2008 . Jóhann starfaði á DV undir ritstjórn Reynis Traustasonar . Í mars 2010 bárust fréttir um að Jóhann ætlaði að hætta störfum á blaðinu vegna ágreinings þeirra Reynis og sótti Jóhann um að verða fjölmiðlafulltrúi Steingríms J . Sigfússonar fjármálaráðherra . Hann dró hins vegar umsókn sína um starfið til baka og sagði meðal annars á Pressunni 29 . mars 2010: Við [Reynir Traustason] tókumst á um stefnu og áherslur DV en höfum sæst heilum sáttum . Ég segi fyrir mig persónulega, því að ég horfi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.