Þjóðmál - 01.12.2011, Page 93

Þjóðmál - 01.12.2011, Page 93
92 Þjóðmál VETUR 2011 Metnaðarfull byggðarsaga Gunnlaugur Haraldsson: Saga Akraness. I . Frá landnámstíð til 1700. II . Átjánda öldin. Upp- heimar, Akranesi 2011, 604 og 500 bls . Eftir Guðmund Magnússon Þetta er eitthvert metnaðarfyllsta verk á sviði byggðarsögu sem út hefur komið . Þótt sögusviðið sé ekki ýkja stórt er farið hér nákvæmlega í saumana á öllum heimildum sem fundnar verða um mannlíf og búsetu á Akranesi frá upphafi til nútíma . Stuðst er við skjalleg gögn, munnlegar heimildir og fornleifar, og skrif fyrri söguritara og fræðimanna . Bindin tvö sem út eru komin ná yfir tímabilið frá landnámi til loka átjándu aldar . Þriðja bindi mun fjalla um nítjándu öldina og það fjórða um tuttugustu öldina . Fyrsta bindi skiptist í fimm meginkafla . Í hinum fyrsta er fjallað um örnefni og búsetuminjar á svæði því sem sem Landnáma hermir að fyrstu íbúarnir, bræðurnir Ketill og Þormóður Bresa- synir og fjölskyldur þeirra, hafi numið . Getið er allra þekktra örnefna og nafngreindra minjastaða í landnáminu . Gefin er stutt lýsing á jörðum, landamerkjum og eignarhaldi . Þá eru nefndar fornleifarannsóknir á svæðinu og sagt frá forngripum sem fundist hafa . Mikill fengur er að þessari viðamiklu samantekt fyrir áhugamenn um þetta svæði . Loftmyndir, sem örnefni hafa verið færð inn á, eru til mikilla þæginda fyrir þá sem ekki eru þeim mun kunnugri á vettvangi . Í öðrum kafla er fjallað um tímabilið frá landnámi til loka þrettándu aldar . Litlar heimildir hafa varðveist um stóran hluta þessa tímabils, enda hefst ritöld ekki á Íslandi fyrr en seint á elleftu öld og engin rit hafa varðveist eldri en frá tólftu öld . Höfundur leynir þessu ekki en lætur það ekki aftra sér frá því að setja fram margs konar hugmyndir um upphaf byggðarinnar og þróun fyrstu aldirnar . Byggir hann jafnt á skrifum annarra fræðimanna sem eigin tilgátum . Vangaveltur um sérstök keltnesk áhrif á svæðinu og tengsl vestur um haf munu mörgum þykja áhugaverðar, þótt ekki séu þær nýjar af nálinni . Á eftir kaflanum er að finna atburðaannál frá landnámstíð til 1300 . Þriðji kaflinn tekur yfir tímabilið 1300 til 1700 . Er búskapur og efnahagur í fyrirrúmi . Hér er meðal annars dregin saman öll tiltæk vitneskja um eignarhald og ábúendur jarða í Akraneshreppi frá lokum þjóðveldisaldar fram um 1700 . Í fjórða kafla er fjallað um sjósókn og verslun . Í fimmta kafla er fjallað um kristnihald og kirkjur . Bindinu lýkur á atburðaannál fyrir tímabilið 1301 til 1700 . Annað bindi verksins fjallar um átjándu öldina . Eins og hið fyrsta skiptist það í fimm meginkafla . Í hinum fyrsta er fjallað um aðstæður í aldarbyrjun og þá mynd af svæð- inu sem birtist í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 . Annar kafli fjallar

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.