Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 9

Þjóðmál - 01.03.2013, Síða 9
8 Þjóðmál voR 2013 kerfið . Hún skilur Íbúðalánasjóð eftir á hausnum og hún hefur svikið öll fyrirheit í þágu heimilanna í landinu . Þegar rætt var um stjórnarsamstarfið og árangur þess við Steingrím J . Sigfússon í einhverjum þætti á dögunum sagði hann að ríkisstjórninni hefði tekist 95% sem hún ætlaði sér og hann hreykir sér mest af hækkun skatta . Eftir kosningar kemur í ljós að staða ríkissjóðs er mun verri en af er látið . Stjórnarherrarnir hafa gefið innistæðulaus loforð út og suður síðustu mánuði . Vafalaust munu margir telja að í þeim felist skuldbindingar í nafni ríkissjóðs . Hafi málin ekki hlotið afgreiðslu í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins er ekki um annað en kosningaloforð úr ráðherrastólum að ræða . Katrín Jakobsdóttir leggur meira að segja fram frumvarp um lánasjóð íslenskra námsmanna og aukin útgjöld í hans nafni án þess að fjármálaráðuneytið sé haft nægilega með í ráðum . Versta óþurftarverk ríkisstjórnarinnar er aðförin að Stjórnarráði Íslands . Þar hefur verið unnið skemmdarverk og er hneyksli að stjórnarandstaðan hafi ekki stöðvað framgang málsins á alþingi . Þá er undrunarefni að starfsmenn stjórnarráðsins hafi látið þessi ósköp yfir sig ganga án þess að æmta eða skræmta á opinberum vettvangi . Skýringin er hið pólitíska ofríki sem fylgdi valdaþyrstum vinstri-ráðherrum . Skýrasta birtingarmynd skemmdar verks- ins á stjórnarráðinu er að sum ráðuneyti eru orðin alltof stór fyrir einn ráðherra . Krafan um pólitíska ábyrgð verður beinlínis hlægileg gagnvart þeim sem axla hana í þessum risaráðuneytum . Ábyrgðin verður ekki flutt á her pólitískra aðstoðarmanna . Þeir starfa í skjóli ráðherrans eins og allir aðrir í ráðuneyti hans . Enginn hefur hrópað hærra á þingi um nauðsyn pólitískrar ábyrgðar en Jóhanna Sigurðardóttir . Það er eftir öðru að hún standi fyrir þessari aðför að henni . Með því að setja velferðarráðuneytið á stofn kunna að verða einhver samlegðaráhrif á einhverjum sviðum en að láta einn ráðherra bera ábyrgð á helmingi allra útgjalda ríkisins er fráleitt . Þetta er sérstaklega ámælisvert þegar til embættisins velst maður sem fer ekki að leikreglum við ráðstöfun opinbers fjár eins og gerðist þegar Guðbjartur Hannesson ákvað einhliða að stórhækka laun forstjóra landspítalans . Guðbjartur kveður landspítalann í u pp- námi . Honum hefur tekist að eyðileggja starfs anda innan sjúkrahússins, eitra sam - skipti fólks og spilla áhuga þess á að starfa fyrir stofn unina . Þetta var ekki ásetn ingur ráð herr ans heldur afleiðing þess að hann hefur misst sjónar á meginskyldu sinni: að fara að lögum . Að slíkt virðingarleysi ríki í æðstu stjórn ráðuneytis þar sem helm ingur ríkis út gjalda er til ráðstöfunar sýnir hve mikil áhætta er tekin með því að fela einum manni svo mikið pólitískt vald . Lokakafli stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ber fyrirsögnina: Stjórnkerfisumbætur . Þar segir meðal annars að forsætisráðuneytið ætli að setja á fót fastan samstarfsvettvang stjórnvalda við aðila vinnumarkaðarins og önnur lykilhags- munasamtök um þróun íslensks samfélags . Framkvæmd þessa ákvæðis hefur verið á þann veg að Jóhanna Sigurðardóttir for- sætis ráðherra lætur helst ekki neinn ná sam- bandi við sig . Hafi hún neyðst til að hitta fulltrúa aðila vinnumarkaðarins eða annarra lykilhagsmunasamtaka rýkur hún upp á nef sér eða sýnir fundarmönnum hug sinn með því að láta varla svo lítið að heilsa þeim . Meðal umbóta í stjórnsýslunni, sem nefnd- ar eru í stefnuyfirlýsingunni, eru áform um að endurskoða varnarmálastofnun . Ætlunin var að utanríkisráðuneyti og innanríkis ráðu- neyti leystu mál sín á milli eftir að síðara ráðu neytið kæmi til sögunnar . Það hefur ekki verið gert og varnarmálastofnun er stjórn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.