Þjóðmál - 01.03.2013, Page 18

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 18
 Þjóðmál voR 2013 17 eða tveir þeirra hafi verið vanhæfir í máli Seðlabankans (Davíð Oddsson, 2010) . Davíð Oddsson seðlabankastjóri (2008) beitti sér fyrir því, að almenningur á Íslandi tæki ekki að sér að greiða „skuldir óreiðumanna“, eins og hann orðaði það . Ýmsir hagspekingar voru á öðru máli . Til dæmis fullyrti Már Guðmundsson, síðar seðlabankastjóri, á fundi með Jóhönnu Sigurðardóttur og Geir H . Haarde síðsumars 2008, að ódýrara væri fyrir ríkið að bjarga bönkunum en að láta þá hrynja . Gauti B . Eggertsson hagfræðingur tók undir það á sama fundi, að mikilvægt væri „að standa við bakið á bönkunum“ og „hættulegt að fara í opinbera umræðu“ um skiptingu skulda bankanna í erlendum og innlendum gjaldmiðli (Landsdómur, 2012, 92–3) . Þriðji hagspekingurinn, Jón Steinsson, sagði haustið 2008, að Seðlabankinn ætti „að rýmka reglur um veðhæfar eignir í endurhverfum viðskiptum“, en svo voru kaup á „ástarbréfunum“ nefnd á hagfræðimáli . Erfitt er að meta, hvað kostað hefði að fara að ráðum þeirra Más og félaga . En setjum svo, að reynt hefði verið að bjarga einum bankanna og þá hinum stærsta, Kaupþingi . Sá banki var ef til vill um fimmtíu sinnum minni en Royal Bank of Scotland, sem fékk eins og hér var nefnt 52 milljarða króna lán frá breska ríkinu . Þetta veitir vísbendingu um, að þurft hefði um eitt þúsund milljarða króna til að bjarga Kaupþingi einu . Þetta hljómar ekki ólíklega, þegar haft er í huga, að Íslendingum stóð til boða fjögurra milljarða evra lán frá Rússum, sem jafngilt hefði í febrúar 2013 um 680 milljjörðum króna .2 Heildarkostnaður við að bjarga einum bankanna hefði því getað verið um eitt þúsund milljarðar króna í erlendum gjaldmiðli, en óvíst hefði verið, að sú björgunaraðgerð hefði borið árangur, vegna þess að skuldbindingar bankanna þriggja voru samofnar og því meiri hætta en ella á keðjuverkun, þegar einn banki hefði dregið hina með sér í fallinu . Árið 2011 voru erlendar skuldir Íslendinga 448 milljarðar króna . Þær hefðu hins vegar líklega orðið 2 Saga Rússalánsins er enn ósögð, en hún er allt öðru vísi en ætla mætti af blaðaskrifum . Segja þarf þá sögu og leiðrétta ýmsar missagnir um bankahrunið íslenska, til dæmis í verkum Roberts Wades . Fjölmenni hlýddi á fyrirlestur Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Hátíðasal Háskóla Íslands . Ljósm ynd: H arladur G uðjónsson

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.