Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 35

Þjóðmál - 01.03.2013, Qupperneq 35
34 Þjóðmál voR 2013 sjóði og Alþjóðabanka ásamt átaki í að koma á frjálsari heimsviðskiptum í GATT, síðar Alþjóðaviðskiptastofnuninni . En þar er ólíku saman að jafna . Fyrst eftir heims styrjöldina var það vissulega von vestrænna lýðræðisríkja að nýr og betri heimur yrði sameiginlegt markmið . Þær vonir urðu fljótlega að engu þegar Sovét ríkin tóku að stefna að heimsyfiráðum . Íslendingar báru gæfu til að skipa sér í lið með þjóðunum sem vörðu friðinn og frelsið í Atlants hafsbandalaginu . Ekkert gagnsæi er í utanríkisstefnu kín-verskra stjórnvalda . Hvað þýðir það fyrir heimsbyggðina að yfir drottni að verulegu leyti mannréttindasnautt einræðisríki sem aðhyllist eigin útgáfu af marxisma? En verk- in tala og efnahagslegur ávinningur Kín- verja í hráefna- og orkukaupum í þróunar- löndum er sá að allur virðisauki fer fram hjá útflutningslandinu og beint inn í kínversk- an iðnað og gjaldeyrisforðabúr kínverska ríkisins . Þá eru laun og kjör starfsfólks smán ar leg og algjört skeytingarleysi er um um hverfisáhrif . Kína hefur verið í mestu uppáhaldi sem viðskiptavinur hjá helstu einræðisríkjum heims — Búrma, Norður- Kóreu, Íran, Súdan og Kúbu . Sjálfir hafa þeir verið ófeimnir við að auglýsa andstöðu gegn mannréttindum . Árið 2010 fékk fyrsti Kínverjinn, sem hlotið hefur friðar verð- laun Nóbels, Liu Xiabo, fréttirnar í fangelsi þar sem hann afplánar 11 ára fangelsisdóm fyrir að hafa stutt yfirlýsingu um að Kína beri að stefna að frekara lýðræði . Veiting friðarverðlaunanna olli frosti í samskiptum Noregs og Kína . Frosti sem enn linnir lítt . Þetta var ekki einstakt tilfelli heldur hluti bylgju aðgerða gegn mannréttindasinnum eftir fjöldamorðin á Tianamen-torgi 3 . og 4 . júní 1989 . Eftir uppreisnir, sem kenndar eru við Arabavorið, mátti merkja auknar aðgerðir gegn andófsfólki, mannrán, pyntingar og stofufangelsanir . Er eitthvað sem bendir til þess að ný Kínaöld færi þeim 1,3 milljarði manna sem landið byggir eða heiminum betri framtíð? Hvað varða þessi mál Íslendinga? Við ættum allra þjóða best að skilja að Kín verjar telja sig hafa hagsmuna að gæta á Norð ur skautinu . Skyldi stefna í að þúsundir eða tug þúsundir þeirra komi til námavinnslu hjá næsta nágranna okkar, Grænlandi? Verð- ur þá ekki þörf á öflugri hagsmunagæslu? Hvar væri Kínverjum betra að vera í friði og af skipta leysi með stóra bækistöð en á Norð- austur-Íslandi? Er nokkur svo skyni skropp- inn að geta ekki gert sér í hugarlund að kín- verskir verktakar myndu leika sér að því að reisa hér mikla aðstöðu og flugvöll á Gríms- stöðum, hraðbraut til Finnafjarðar og höfn þar, eins og sveitarstjórnin hefur þegar hann- að? Það mundi ekki taka þá langan tíma . Í um ræðunni um utanríkismál á Al þingi 15 . febrúar 2013 kom Pétur Blöndal með þá athyglisverðu fullyrðingu, að ásælni Kín verja í Ísland væri vegna þess að við erum utan Evrópu sambandsins . Það skyldi þó aldrei vera kjarni málsins? Því miður hefur slaknað mjög á athygli bandamanna okkar í NATO á varnarstöðu Íslands . Nýtt í þeim efnum er að Norðurlöndunum þykir nú sem nóg sé komið . Svíar og Finnar vilja nú taka þátt í loft rýmisgæslunni sem NATO-ráðið ákvað að halda uppi í loftrýminu yfir og umhverfi s Ísland og eru þó hvorugir í því bandalagi . Þá ætluðu sumir íslenskir þingmenn af göflum að ganga af vandlætingu . Nú er óstand sem jaðrar við upplausn í stjórnmálum á Íslandi, ef svo má til orða taka . En vonandi koma fram aðilar sem geta tekið höndum saman um stefnumörkun á þessu mikilvæga sviði . Hér megum við ekki sofa á verðinum . Til þess er of mikið í húfi fyrir íslenska þjóð . Fljótum ekki sofandi að feigðarósi .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.