Þjóðmál - 01.03.2013, Page 37

Þjóðmál - 01.03.2013, Page 37
36 Þjóðmál voR 2013 í ráðuneytinu, sem komnir eru með annan fótinn inn í ESB, uggi ekki lengur að sér og láti bara allt vaða? Færi ekki betur á að bíða þar til innlimunin hefur átt sér stað og borgararnir njóti frelsis þangað til? A ðalnámskrá er yfirgripsmikið plagg, einar 80 síður, og verður ekki gerð tilraun til að gera henni tæmandi skil hér . Hins vegar mun hér drepið á nokkur atriði með umfjöllun um það sem mennta- málaráðuneytið kallar í frétta tilkynn ingu 16 . maí 2011 „hlutverk skóla kerfis ins í þeirri uppbyggingu og endur mótun sam- félagsins sem nú á sér stað“ . Ákvörð unin um endurmótunina er pólit ísk enda tekin af menntamálaráðherra, Katrínu Jakobs- dóttur . Áætlunin er sett fram í sex grunn- þáttum . Þeir eru læsi, sjálf bærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mann réttindi, jafnrétti, sköpun . Allt eru þetta góð og gild markmið enda reist á kristilegum gildum samkvæmt lögum . Lítið fer þó fyrir kristilegri ásýnd í þessari afleiðu laganna, svo lítið að heita má að kristni sé beinlínis úthýst úr námskránni . Ranglar hún um utan dyra rétt eins og orðið „ábyrgð“ sem aðeins beinist að foreldrunum og skyldum þeirra til að skrá börnin í skóla . Einkennismerki námskrár grunnskóla, þ .e . logoið, segir okkur hins vegar hver forgangsröðunin er . Efst og feitletrað trónir orðið jafnrétti, sjálfbærni og sköpun eru einnig feitletruð, en þótt læsi sé skrifað með sæmilega stórum stöfum eru þeir ekki feitletraðir . Lýðræði, heilbrigði og velferð reka svo lestina í sísmækkandi letri samkvæmt því vægi sem þeim er gefið . Vægi þessarar uppröðunar birtist í útskýringum á grunnþáttunum . Þar eru þeir sagðir samfélagsmiðaðir og þeim ætlað að „vinna að því að samfélagið fái [ . . .] vel menntað og heilbrigt fólk til þátttöku í að breyta samfélaginu til betri vegar [ . . .]“ Einmitt! Hér er ekki lengur verið að fela neitt; markmiðið er að breyta samfélaginu . Nú má deila um hvað „breyta samfélaginu til betri vegar“ beri í sér, en venjulegt fólk sendir börn sín í skóla til að læra listina að lifa af í flóknum heimi, ekki til að láta stjórnlynda alræðisseggi hnoða þau og móta eins og leir . Vegna þess hve jafnréttiskaflanum er gert hátt undir höfði er ekki úr vegi að byrja þar, þ .e . á sjálfu flaggskipi nýju aðalnámskrárinnar . Hvergi rís tvískinn- ungur inn hærra en í þessum kafla . Þar er fyrirskipað að „allir skulu taka virkan þátt í að skapa samfélag jafnréttis og réttlætis“ . Ennfremur að jafnréttismenntun feli í sér „gagnrýna skoðun á viðteknum hug- myndum“ . Hvað með úr sér gengnar aftur- göngur eins þær sem þetta plagg vitnar um? Maður getur rétt ímyndað sér hvaða mót tök- ur barn fengi, sem gagnrýndi þá rétt hugsun sem troðið er upp á það í skólanum og hve langan tíma það tæki að kæfa mótbárur þess . Til að mynda skoðanir sem barnið kemur með að heiman og byggjast á þeim veruleika sem fjölskyldan býr við . Það getur verið við ramman reip að draga fyrir lítið barn, í glímu við þá sem telja sig handhafa réttlætisins, svo loðið og teygjanlegt sem það hugtak er . Tilkoma vefmiðlanna hefur opnað mörgum sýn á „réttlætið“ í framkvæmd; hvernig lífsskoðanir fólks eru hrópaðar niður, jafnvel bannaðar, af fólki sem styður þessa menntastefnu . Það fer harla lítið fyrir gagnrýninni hugsun í þeim herbúðum . Jafnrétti er ekki bara orð sem notað er á tyllidögum heldur þarf að sýna hvernig það birtist í verki . Njóta trúarbrögð t .d . jafnréttis þegar kirkjunni er bannað að koma með friðarboðskap inn í skólana, en leikskólabörn eru leidd í halarófu á torg til að mótmæla stríði á forsendum pólitískrar trúar? Það þarf ekki að krafsa dúpt í yfirborðið til að sýna veikleika orðanna

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.